Vinstrimenn skilja ekki landráð

Vinstrimenn ýmsir nota hugtakið landráð um þá iðju Styrmis Gunnarssonar að taka saman upplýsingar um sósíalista/kommúnista fyrr á árum. DV lepur upp vitleysuna, eins og við var að búast, og skrifar

Erfitt er að líta á þessa upplýsingaöflun með öðrum hætti en sem landráð,..

Upplýsingaöflun/njósnir um einstaklinga geta ekki verið landráð. Til að eitthvað geti fallið undir landráð þarf öryggi og fullveldi ríkisins að vera í húfi, eins og má lesa í orðabókum og einnig á Vísindavefnum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fann svolítið sem er óssamála þinni skilgreiningu á landráði Páll, almenn hegningarlög 93. gr. kafli X. Landráð.

 93. gr. Stuðli maður að því, að njósnir fyrir erlent ríki eða erlenda stjórnmálaflokka beinist að einhverju innan íslenska ríkisins eða geti beint eða óbeint farið þar fram, þá varðar það …1) fangelsi allt að 5 árum.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.12.2014 kl. 16:58

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Skilgreining Páls á orðinu „landráð" er svolítið sérstök. Hann sakaði ríkisstjórnina sem sótti um aðild að ESB um landráð, þótt hún hafi verið lýðræðislega kosin. Hér eru hans eigin orð:

„Kjarninn í röksemdafærslunni er að Samfylkingin hafði ekki umboð þjóðarinnar fyrir umsókninni og aðeins falsumboð þingsins."

Hvernig meirihluti Alþingis Íslendinga getur verið „falsumboð" skil ég ekki. En svona lítur Páll á málið.

Ég tek það fram að ég er ekki að leggja mat á hvort umsókn um ESB aðild hafi verið skynsamleg eða ekki, bara að benda á skilgreiningu Páls á orðinu „landráð".

Heimild: http://blog.pressan.is/bryndisisfold/2010/08/19/svona-segir-madur-ekki/ 

Wilhelm Emilsson, 9.12.2014 kl. 20:01

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

 Wilhelm,

það var ekki raunverulegur þingvilji fyrir umsókninni. Þrír þingmenn VG, sem greiddu atkvæði með ESB-umsókninni, sögðust í atkvæðaskýringum vera á móti aðild Íslands að ESB. Því er rétt að tala um falsumboð þingsins.

Sjá

http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1372964/

Páll Vilhjálmsson, 9.12.2014 kl. 20:36

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mér finnst almennt búið að útþynna um of merkingu orðsins "landráð" og að menn úr öllu litrófi flokkastjórnmálanna hafi átt þátt í því.

Ómar Ragnarsson, 9.12.2014 kl. 21:05

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Páll. Þessir þrír þingmenn samþykktu tillöguna um aðildarumsókn. Þar með var þingmeirihluti til staðar. Þessu getur enginn neitað. Málið er ekki flóknara en það. 

Wilhelm Emilsson, 9.12.2014 kl. 21:53

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Samþykkt meðvitað,til hvers þá stynja upp í þingsal einhverju sem líkist helst brýningu kvenna ,nei þýðir nei,en auðvitað hrukku Jóhanna og Össur ekkert við,einhverjar grétu upp við vegg að sögn nýliðanna í Hreyfingunni. 

Helga Kristjánsdóttir, 10.12.2014 kl. 00:38

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir orð Páls Vilhjálmssonar hér. Þessir þrír þingmenn VG, sem greiddu atkvæði með ESB-umsókninni og sögðust samt í atkvæðaskýringum vera á móti aðild Íslands að ESB, brutu ––– sennilega undir þrýstingi frá Jóhönnu og/eða Steingrími Joð ––– gegn 48. grein stjórnarskrárinnar. Þar með veittu þeir falskt umboð sitt, á kostnað eigin sannfæringar, enda var ESB-umsóknin andstæð stefnu annars stjórnarflokksins, eins og hún var kynnt fyrir kosningarnar 2009.

Þar að auki framdi Össur Skarphéðinsson gróft stjórnarskrárbrot með því að fara með þessa umsókn falsmeirihlutans beint til útlanda í stað þess að bera hana undir forseta Íslands á ríkisráðsfundi, til staðfestingar hans þar, skv. 16.–19. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. nánar hér: http://fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1309618 = 'Árni Páll Árnason minnir óvart á að ESB-umsókn Össurar og hans eigin flokks var ólögmæt!'

Jón Valur Jensson, 10.12.2014 kl. 01:05

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er staðreynd að í mörgum málum greiða ekki allir þingmenn atkvæði samkvæmt samvisku sinni heldur flokksvilja. Það er að sjálfsögðu atkvæði þingmanna á Alþingi sem gildir en ekki skoðun þeirra heima í stofu eins og hér er verið að halda fram. Er samþykkt mála þannig tilkomin og leggjast með skoðunum síðuhafa líka ómarktækur þingvilji?

Steingrímur Hermannsson segir frá því í ævisögu sinni að "ákveðnir" þingmenn hafi talið það skyldu sína að halda Bandaríska sendiráðinu vel upplýstu um menn og ríkismál. Það hefði hinsvegar ekki verið talið mjög þjóðholt ef samskonar upplýsingar hefðu ratað í Sovéska sendiráðið.

Landráð? Eða gildir það hugtak bara þegar upplýsingum er lekið í "ranga" átt?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.12.2014 kl. 05:39

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, trúlega getur það talizt það, Axel (þ.e. landráð þegar þungvægum upplýsingum er lekið í ranga átt).

Íslenzka ríkið var ekki hlutlaust gagnvart alræðisríkjum Evrópu. Þegar á leið stríðið og áður en lýðveldið var stofnað, hafði Ísland tekið afstöðu með Bandamönnum gegn Hitlers-Þýzkalandi. Við vorum svo tvístígandi nokkur ár um framhald herverndar eftir stríðslok, en sáum okkur svo bezt borgið í Norður-Atlantshafsbandalaginu vegna ásælni Sovétríkjanna, mesta þáverandi alræðisríkis álfunnar og þótt víðar væri leitað (heimsvaldastefnan, sem Lenín hafði jarmað um, var þá fyrst orðin að tröllauknum veruleika).

Við völdum að eiga lýðræðisríkin vestan járntjalds að bandamönnum okkar og að taka þátt í hernaðarlegu samstarfi þeirra, sem og öryggismála. Hlutleysið var úr sögunni og er það enn, enda ekki gæði í sjálfum sér. Alvarlegur leki um íslenzk öryggismál til Rússlands eða Rauða-Kína getur því ennþá fallið undir viss landráðaákvæði hegningarlaganna. Um samstarf við bandalagsþjóðir okkar í þeim efnum gegnir allt öðru máli.

Jón Valur Jensson, 10.12.2014 kl. 10:28

10 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt hjá þér Axel, það er staðreynd að í mörgum málum greiða þingmenn ekki atkvæði eftir eigin sannfæringu, heldur flokksviljanns.

Því voru svik þingmanna VG, sumarið 2009, tvöföld. Bæði gegn eigin sannfæringu og gegn vilja og stefnu eiginn flokks. Þar greiddu þingmenn VG eftir flokksvilja annars flokks og slíkt er einstætt.

Við skulum aldrei gleyma orðum Steingríms Jóhanns, í sjónvarpsútsendingu kvöldið fyrir kjördag, vorið 2009. Hversu mörg atkvæði andstæðinga aðildar skyldi flokkur hanns hafa fengið vegna þeirra orða? Hversu margir andstæðingar aðildar héldu á kjördag að Steingrímur Jóhann væri marktækur orða sinna og að honum væri treystandi til að standa gegn umsóknaræði Samfylkingar?

Víst er að ef kjósendur þjóðarinnar hefðu þekkt hið eiginlega eðli Steingríms Jóhanns, vorið 2009, hefði hanns flokkur aldrei fengið þann fjölda kjósenda sem raunin varð og vinstristjórn því ekki orðið að veruleika!!

Kannski væri ástandið hér á landi betra nú, ef þjóðinni hefði borið gæfa til að kjósa rétt í þeim kosningum. A.m.k. hefði hægri stjórn aldrei komist upp með að skerða réttindi aldraðra og öryrkja með þeim hætti sem vinstristjórnin gerði og víst er að ASÍ hefði ekki samþykkt að hægri stjórn skerti réttindi sinna félagsmanna á sama hátt og vinstri stjórnin gerði!!

Gunnar Heiðarsson, 10.12.2014 kl. 10:30

11 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hér skrifa margir sérfræðingar í að gera öðrum upp skoðanir. 

Þetta er reyndar afar sérkennilegur hópur sem hér birtist landsmönnum.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.12.2014 kl. 10:37

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

En þú jafnar nú þetta svolítið út, ekki satt, nafni?!

Jón Valur Jensson, 10.12.2014 kl. 11:32

13 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Stefnan frá vinstri er að grafa undan merkingu orða. Þannig má afvegaleiða umræðuna, afstæðisvæða hana.

Ragnhildur Kolka, 10.12.2014 kl. 13:42

14 identicon

Leyf mér að spurja, hvað teljið þið að mundu verða örlög þanns bandaríkjamanns sem mundi útvega trúnaðaruppupplýsingar eða upplýsingar um embættismenn bandaríkjana og senda til Íslenska sendiráðsins?

Bara vegna þess að við erum bandamenn þessa stundina þá þýðir það ekki að ríkið vilji leyfa erlendri njósnastofnun að hreiðra um sig innan landsins. Bandalög breytast og þegar það gerist villtu ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að embættismenn eða aðrir hafi skiptar hollustur.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.12.2014 kl. 18:04

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Afstæðisvæða" – mjög gott nýyrði, Ragnhildur, fyrir relativisera.

Jón Valur Jensson, 11.12.2014 kl. 02:25

16 identicon

Vitiði hvað orðið afstæðni þýðir?

Það eruð þið sem segið að það er í lagi að fremja landráð svo lengi sem það er verið að fremja landráð með rétta þjóðríkinu.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.12.2014 kl. 11:33

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég taldi bara þrjár stafsetningarvillur í þessu, Elfar, og eina stjórnmálafræðilega kórvillu.

Jón Valur Jensson, 13.12.2014 kl. 15:38

18 identicon

Ah, týpískur Jón Valur Jensson. Engin rök bara persónulegar árásir.

Og ég veit að stafsetningin mín er léleg, hvað kemur það málinu við?

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 13.12.2014 kl. 20:05

19 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Það sem Elfar segir hér finnst mér kjarni málsins: „Vitiði hvað orðið afstæðni þýðir?

Það eruð þið sem segið að það er í lagi að fremja landráð svo lengi sem það er verið að fremja landráð með rétta þjóðríkinu."

Wilhelm Emilsson, 14.12.2014 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband