RÚV er valdaapparat

Þeir sem eru á móti RÚV eru á móti Esjunni, skrifar Guðmundur Andri Thorsson. Í leiðara DV, sem skrifaður er af RÚV-ara, segir þetta

Og þannig er því farið um yfirstandandi leifturárás myrkustu afla Sjálfstæðisflokksins gegn RÚV þar sem helstu hirðfífl Framsóknar spila með en sómakærari flokksmenn standa hjá þegjandalegir og rjóðir.

Sameiginlegt verjendum RÚV er að þeir telja þá öfgasinna sem annað tveggja vilja að RÚV sníði sér stakk eftir vexti eða starfi eftir faglegri forskrift.

RÚV er eins og kommúnistaflokkar í Austur-Evrópu eftir fall Berlínarmúrsins. Veröldin er gjörbreytt en þarna stendur valdaapparatið nakið og vanmáttugt og öskrar á samtíma sinn.

RÚV hætti fyrir löngu að þjóna almenningi. Kommúnistaflokkarnir í Austur-Evrópu áttu í fórum sínum hugsjón um almannahag sem var gleymdur og grafinn í áratugi. RÚV krefst þess að sjóðir almennings haldi lífi í valdaapparatinu og segir þá stunda blekkingar og vera öfgafólk sem ekki beygja sig fyrir heimsskoðun valdaapparatsins.

RÚV-apparatið er drýldinn og skömmóttur fjölmiðill sem má muna fífil sinn fegri.


mbl.is Krefst afsökunar frá RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband