Týndi hagvöxturinn - hagfræðingar í felum

Ef hagfræði er alvöru fræðigrein skyldi ætla að hagfræðingar ryddust hver um annan þveran fram á opinberan vettvang að útskýra hvað varð um týnda hagvöxtinn.

Það er ekki nóg að tala um ,,hægari einkaneyslu", allir sem þekkja Íslendinga vita að það stenst ekki sem útskýring.

Hér er tilgáta um týnda hagvöxtinn: neyslumynstur Íslendinga er breytt, þeir kaupa mun meira á netinu en áður enda er það hagkvæmara. Neyslan er ekki minni eða hægari heldur önnur. Hagtölur ná ekki utan um þessar breytingar.


mbl.is Spá 0,25% stýrivaxtalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er nú alveg elilegt að fræðimenn tjí sig ekki um efnið.  

Ástæðan er einföld.  Ef þeir segja eitthvað sem er gegn ofstækissjallalínunni - þá leggið þið Sjallar og Moggi þá í einelti jafnvel árum og áratugum saman.

Það þora fáir að segja neitt hérna vegna ofríkis öfga-hægrimanna sjalla og framsóknar ásamt almennum þjóðrembingum.

Eg er ekkert hræddur við ofsaframferði sjalla og tek mér Jónas frá Hriflu til fyrirmyndar sem sagði:  ,,Sá sterkari mun sigra" - um leið og hann rétti sjöllum einn gúmorren, og sigraði að lokum.  Hafði sjalla undir og keyrði þá niður í gólfið. (Þetta hafa sjallar aldrei fyrirgefið Jónasi)

Eg skal alveg segja ykkur ástæðuna fyrir slæmu efnahagslegu ástandi hérna:  ÞAÐ ER VEGNA FRAMFERÐIS YKKAR ÞJÓÐREMBINGA, FRAMSÓKNARMANNA OG MEIRIHLUTA SJALLA ÁSAMT FORSETA! Halló.

Þið hafið stórskaðað land og lýð og þröngvað gríðarlega þungum skulda- og skaðaklafa á herðar almennings vegna framferðis ykkar undanfarin ár og misseri.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.12.2014 kl. 17:04

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit:  ,,Það er nú alveg eðlilegt að fræðimenn tjái  sig ekki um efnið."

Og ps. sem dæmi um ofsaframferði sjalla á sínum tíma gagnvart Jónasi frá Hriflu, má nefna að í einni og sömu fréttinni í Mogga, 1935 minnir mig, þá var Jónas sagður:  Ljótur, hegða sér á sjúklegan hátt, og sennilega á eiturlyfjum.

Þetta er alveg ótrúlegt.  Þetta sögðu sjallar bara um pólitíska andstæðing eins og að drekka vatn.

Dætrum Jónasar var svo ekki vært í skóla í Rvk., að því er sagt er.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.12.2014 kl. 17:08

3 Smámynd: Jack Daniel's

Sjallar stunda þetta enn Ómar.  Sjáðu bara skrifin frá skítadreifaranum í Hádegismóum ef honum líkar ekki eitthvað og þeir eru fljotir, taglhnýtingar hans og varðhundarnir að lepja upp skítinn eftir hann.

Sjallagreyunum er vorkunn.  Þeir geta aldrei neitt nema svindlað, logið, svikið og mulið undir vini sína á kostnað almennings.
Þannig er það og þannig hefur það alltaf verið.

Jack Daniel's, 6.12.2014 kl. 17:33

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Er næú Jack mættur, sem þolir ekki að fá sannleik sagðan ofan í ósannsögli sína eða illa rannsakað mál ! 

Hér fer Páll með sannleik sem jafnan, en Jack - þú níðir ekki skóinn af hinum mæta síðuhafa sem öðrum. Þig skortir sannleikinn og stðreyndirnar til að snúa hann niður.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.12.2014 kl. 18:06

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ó.B.

Jónas frá Hriflu var meiri óþokki og rætið illfygli en eftirmaður hans Steingrímur. Meira að segja meiri en þeir Svavar G. og jarðfræðineminn og flugfreyjan - og er þó langt seilst með samanburði !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.12.2014 kl. 18:08

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Róa sig, predikari.

Wilhelm Emilsson, 6.12.2014 kl. 20:17

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hagfræði er ekkert annað en pseudo-vísindi enda kennd á félagsvísindasviði.

Ragnhildur Kolka, 6.12.2014 kl. 20:51

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Eitt prósent verðbólga á Íslandi þýðir að það er ekkert markvert að gerast í íslenska hagkerfinu. Það ætti öllum að vera augljóst. Við erum ekki ESB-öldrunarhafkerfi þannig að hér ætti viss verðbólga að vera til staðar, að minnsta kosti jafnhá og mannfjölgunin er, eða 1,2 prósent. En nú er verðbólgan langt undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans, sem er ekki gott. Þetta bendir til stöðnunar. Þetta er ekki merki um eðlilegt ástand. 

Öll innlend og erlend póstverslun Íslendinga, þar með talin netverslun, er innifalin í uppgjöri landsframleiðslunnar, eins og ávallt. Þetta er ekki flókið.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 7.12.2014 kl. 01:23

9 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Góð athugasemd hjá, Gunnari. 

Wilhelm Emilsson, 7.12.2014 kl. 02:14

10 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Auka komma þarna :)

Wilhelm Emilsson, 7.12.2014 kl. 02:15

11 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þökk fyrir kæri Wilhelm. Það er bara erfitt þegar óþokkar stjórnmálanna eru rifjaðir upp ;) Ég tel mig nú hafa rætt á óþarflega blíðum nótum í innlegginu hjá mér áðan miðað við tilefnið. sealed

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.12.2014 kl. 12:08

12 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jack - þú gleymnir alveg hvernbig jarðfræðineminn muldi undir sparisjóðavini sína og eyddi til þess frjármunum okkar skattgreiðenda. Við erum ekkert búin að gleyma því að sósíalistar og kratar eru um mannkynssöguna ávallt hástökkvarar þess að sólæunda annarra manna fé í vini sína eða sig sjálfa. Sagagndæmir sig sjálf en ekki með sleggjudómum göturæsisins sem þú Jack stráir um þig og er helsta vitni þitt og háyfirdómari allt of oft Gróa á Leiti.

Við erum heldur ekki búin að gleyma því að jarðfræðineminn gaf hrægömmum Arion og Íslandsbanka - án lagaheimildar. Ef einhvern tímann var þörf á að kalla saman Landsdóm - þá er það vegna sósíalistanna í ríkisstjórn flugfreyjunnar og jarðfræðinemans.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.12.2014 kl. 12:18

13 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jack,Ó.B. og aðrir vinstrimenn !

Hér er sannleikskorn til ykkar sem er þekkt úr mannkynssögunni og sagt af hinni mætu barónessu af Kesteven og forsætisráðherra Stóra Bretlands um langa hríð :

„...and Socialist governments traditionally do make a financial mess. They [socialists] always run out of other people's money. It's quite a characteristic of them.“

Þar sem margir ykkar á vinsti línunni eigið erfitt með að lesa og skilja  ensku. Það kom berlega í ljós þegar var verið að færa ykkur á silfurfati skrif Evrópusambandsins um reglur þess sjálfs og skrif á heimasíðu sambandsins um umsóknarríki og feril þeirra. Af þeim sökum þá þori ég ekki öðru en að setja inn lauslega þýðingu á þessum frómu staðreyndum sem barónessan segir þarna :

.... hefðbundið er að stjórnir sósíalista skilja eftir sig fjármálalega óreiðu. Þeir [sósíalistarnir] ná ávallt að gjöreyða annarra manna fé. Það er sérstaklega einkennandi fyrir þá.

 

Svo maður snúi hinni fornu lofgjörðarbæn upp á ykkur í ljósi þessa sannindagullkorns barónessunnar :

Slík er dýrð sóíalista, forverum þeirra, börnum þeirra og hinni heilögu flugfreyju. Svo sem var hjá þeim í öndverðu, er enn og verður ávallt um aldir alda.

AMEN

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.12.2014 kl. 12:42

14 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Biðst velvirðingar á flýtivillunum áðan . Hér er þetta kórrétt :

Slík er dýrð sósíalista, forvera þeirrra, barna þeirra og hinnar heilögu flugfreyju.

Svo sem var hjá þeim í öndverðu, er enn og verður ávallt um aldir alda

AMEN

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.12.2014 kl. 13:46

15 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Þetta er bæði rétt og rangt hjá Gunnari. Það er auðvitað lítið að gerast þegar hagvöxtur mælist eitt prósent en hins vegar full mikil einföldun að mismunur á aukinni verslur við útlönd sé í gegnum pósthúsið. Það þarf að taka inn aukin ferðalög og rafræna verslun sem mælist ekki í hagvexti, eins og t.d. með rafbækur, veðmálasíður o.fl. Annað gæti líka verið að fólk sé að greiða niður lán, það mælist ekki í hagvexti. Í þriðja lagi þá er það viðurkennt í háskólaumhverfi að hagvöxtur sé sú mælieining sem nái ekki best utan um viðskipti þjóða. Þetta sé flóknara og það þurfi fleiri þætti inn í mælinguna.

Rúnar Már Bragason, 7.12.2014 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband