Sjálfstæðisflokkur stærstur meðal dverga

Sjálfstæðisflokkurinn var að meðaltali með liðlega 35 prósent fylgi árabilið 1963 til 2013, en fær aðeins að meðaltali rétt rúmlega 25 prósent fylgi síðustu tvennar kosningar. Styrmir Gunnarsson vekur athygli á þessum samanburði, sem kemur frá Óla Birni Kárasyni.

Sjálfstæðisflokkurinn skemmdist í útrásinni enda bar flokkurinn pólitíska ábyrgð á hruninu. Ráðningin sem kjósendur veittu flokknum í kosningunum 2009 gekk að nokkru leyti tilbaka í síðustu kosningum.

Kjósendur áttu við síðustu kosningar kost á tveim hægriflokkum. Framsóknarflokkurinn var trúverðugri en Sjálfstæðisflokkurinn á tveim mikilvægum sviðum: hörkunni gegn erlendum lánadrottnum, sbr. Icesave, og í andstöðunni við aðild Íslands að Evrópusambandinu.

En þrátt fyrir minna fylgi en löngum áður er Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkur landsins, svo af ber, samkvæmt skoðanakönnunum síðustu missera. Framsóknarflokkurinn gaf eftir og fylgi vinstrimanna dreifist á marga flokka.

Það mun taka Sjálfstæðisflokkinn tíma að vinna tilbaka traustið sem glataðist í hruninu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinarr Kr.

Merkilegt að þessir tveir flokkar skyldu svo mynda vinstristjórn.

Steinarr Kr. , 29.11.2014 kl. 16:48

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Krakkar kalla það krumma að þekkja ekki hægri frá vinstri á skóm,hvernig eru pólitísku sporin þín Steinarr Kr?

Helga Kristjánsdóttir, 29.11.2014 kl. 19:46

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Talandi um hægri og vinstri, er Framsóknarflokkurinn „hægriflokkur" eins og Páll heldur fram. Svona skilgreinir Framsóknarflokkurinn sig: 

Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur félagshyggjuflokkur sem vinnur að stöðugum umbótum á samfélaginu og lausn sameiginlegra viðfangsefna þjóðfélagsins á grunni samvinnu og jafnaðar.

Heimild: http://www.framsokn.is/stefnan/

Wilhelm Emilsson, 29.11.2014 kl. 23:52

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það eru engir hægri flokkar á íslandi.  Hægri sinnar neyðast oftast til að kjósa D því þeir eru næst miðju.

Framsókn sýnist mér skilgreina sig nokkurnvegin rétt.  Veit nú ekki hversu frjálslyndir þeir eru í raun - þeir eru það kannski miðað við samfó, sem er á sama stað.  Mínus frjálslyndið.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.11.2014 kl. 01:45

5 Smámynd: Þórir Kjartansson

Áður var Sjálfstæðisflokkurinn flokkur allra stétta. Í aðdraganda Hrunsins varð hann flokkur fjárglæframanna og er það enn. Ef það breytist ekki mun hann ekki vinna til baka traust þjóðarinnar. Bjarni Ben hefur gullið tækifæri núna til að slá margar keilur ef hann kaupir  "Tortólagögnin" sem honum standa til boða.  Yrði samt mjög hissa ef sú yrði raunin.

Þórir Kjartansson, 30.11.2014 kl. 09:12

6 Smámynd: Steinarr Kr.

Helga, getur þú nefnt eitthvað hægri sem þessi stjórn hefur gert?  Eru ekki áfram starfandi nýju rikisstofnanirnar sem Jóhanna &Co. komu á?  Er ekki skattheimtan enn há?  Er ekki verið að millifæra fé úr ríkiskassanum (leiðrétting)?  Gjaldeyrishöft óbreytt?  Marxistinn enn í Seðló?  Komdu bara með eitt dæmi.  Kvótamál eru ekki hægri mál.

Steinarr Kr. , 30.11.2014 kl. 11:23

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll! Fletti ekki fyrr en í kvöld hingað,sendi í skyndi athgasemd sem fékk þau örlög að fljúga eitthvert þar sem hún ku vera athuguð.Knnski kemur hún.

Helga Kristjánsdóttir, 30.11.2014 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband