Útlendingarnir hans Árna Páls

Formaður Samfylkingar, Árni Páll Árnason, kvartaði undan ómenntuðum útlendingum, sem tækju störf Íslendinga, á flokksráðsfundi í byrjun mánaðarins. Árni Páll hefur ekki viljað útskýra orð sín þrátt fyrir áskoranir.

En kannski er hér komin skýring. Útlendingar í byggingariðnaði undirbjóða launataxta Íslendinga, sem nenna ekki að koma heim úr sæluríkinu Noregi.

Verð á fasteignum hækkar jafnt og þétt og því ættu launin að síga upp á við en gera það ekki vegna nægs framboðs af útlendingunum hans Árna Páls.


mbl.is Ekki samkeppnisfær um laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

 Lagði á mig að lesa alla ræðu Árna, ekki skemmtileg lesning, en þó var tvennt sem ég hnaut um.

Í fyrsta lagi þá er Sjálfstæðisflokkur nefndur einstaklega oft í ræðunni, sem er nokkuð undarlegt í ljósi þess að ræðan var flutt á flokksráðsfundi Samfylkingar. Einnig er þetta undarlegt í ljósi þess að þessir tveir flokkar stóðu saman í brúnni, örlagaríku árin fyrir hrun.

Hitt er kanski merkilegra, en það er hversu mikið Árni talar um ágæti lands og þjóðar og tvinnar það saman við stofnun lýðveldisins. Frá þessum flokki hafa gjarna komið harðar ádeilur á þá stjórnmálamenn annarra flokka sem slíkt hafa gert og orðið "þjóðrembingur" hrópaður á öllum götuhornum!

Gunnar Heiðarsson, 24.11.2014 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband