Framsóknarflokkurinn gefur tóninn í Reykjavík

Sveinbjörg Birna Svein­björns­dótt­ir, borg­ar­ráðsfull­trúi Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina, lagði til að framkvæmdastjóri Strætó yrði látinn fara í kjölfar trúnaðarbrests vegna jeppakaupa.

Vinstrimenn í borgarstjórn héldu hlífiskildi yfir framkvæmdastjóranum og ætluðu að sópa undir teppið jeppakaupunum.

Sveinbjörg Birna vissi alveg hvað klukkan sló en vinstrimenn voru meðvirkir í sjálftökunni.


mbl.is Reynir hættir hjá Strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Minni enn og aftur á að Reykjavík á ekki Strætó! Það er byggðarsamlag! Og því ekki Borgarstjórn ein og sér sem ákveður svona. Má minna á að það tók um ár að vísa aðstoðarmanni Hönnu Birnu úr embætti!

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.11.2014 kl. 11:30

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Annars er þetts mál með annan vinkil sem er að það var og er hluti af starfskjörum framkvæmdastjórans að Strætó legði undir hann bifreið. Fram að þessu hafði bifreið framkvæmdastjóra Strætó verið á sviðuðu verði og hann lét Strætó kaupa handa sér, enda reifað í ráðningarsamningi hans sem og fyrri framkvæmdastjóra.

Bifreiðin var einhverra ára gömul við kaupin og kostaði víst rétt liðlega 10.000.000,-.  Notaður Benz jeppi af árgerð 2014 kostar núna á bílasölum allt að 25-30.000.000,- eins og auglýst er núna hér :

http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid=42&cid=100592&sid=55551&schid=cb30f89f-4db4-44e7-8920-dcd595529d1a&schpage=3

Komið hefur fram í blaðaumfjöllun um málið að bifreið sú sem hafði fram að þessu þótt eðlilegt miðað við samninga við framkvæmdastjóra kosti í nágrenni við tíu milljónir og hélt Reynir sig við það þegar kaupin voru gerð á notaða jeppanum og er mjög vafasamt að þurfi að bera slík kaup samkvæmt samningi og þar að auki hefðum undir stjórnina hverju sinni, í raun eðlilegt að gera það ekki. Þetta er í raun framkvæmdaatriði á samningi um kjör frqamkvæmdastjórann sem hefur legið fyrr frá upphafi sem og í sagnfræðinni um aðra og fyrri framkvæmdastjórum Strætó.

Þá er alkunna að deildatjórar og aðrir mmillistjórnendur hafa víða hjá stórum fyrirtækjum bifreið til afnota  sem eru þeim lagðar til sem hluti af kjörum. Af þessu greiða menn fullan skatt til ríkisins eins og fram hefur komið.

Vilji menn breyta þessum hlutum þá er það auðvitað sjálfsagður hlutur - það gerir maður ekki með því að reka viðkomandi vegna þess að fylgt er ráðningarsamningi sem fyrir liggur. Það gera siðaðir menn með samningum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.11.2014 kl. 12:02

3 identicon

Sæll Páll - sem og aðrir gestir þínir !

Þarna - tekst þér fremur óhönduglega til: Páll minn.

Fyrir það fyrsta: er Sveinbjörg Birna ómerk allrar sinnar málafylgju / slær úr og í: eftir því sem vindar blása - með hártogunum sínum í mosku málinu t.d. / og þó svo Reynir Jónsson fráfarandi framkv. stj. Strætis vagna Reykjavíkur og nágrennis hafi reynst sérdrægur og sérgóður spilling arraftur í sínu starfi - ættu þau Sveinbjörg Birna að minnast óboðlegs bruðls Gunnar Braga Sveinssonar og annarra Stjórnarráðsliða í leiðinni: mannskapur þar á ferð / sem skirrist ekki við að láta fokdýra einkabílstjóra keyra um með sig - á Tuga Milljóna Króna bílum á kostnað landamanna / í stað þess að nota sína eigin bíla - eins og venjulegt fólk.

Sveinbjörg Birna - er með öllu ómarktækur lýðskrumari: í hvívetna / því miður.

Með beztu kveðjum af Suðurlandi - sem endranær /     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.11.2014 kl. 12:26

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Predikari, það hefur einnig komið fram í fréttum að forstjóri Strætó setti bílinn á kaf í hyl í Norðurá, þegar hann var við veiðar þar.

Það hefur komið fram í fréttum að viðgerðin væri það dýr að hún borgaði sig ekki.

Það hefur komið fram í fréttum að bíllinn var seldur í því ástandi sem hann var, langt undir gangverði, eða á einhverja hundraðþúsund kalla.

Það hefur komið fram í fréttum að gangverð þessa bíls var talið vera um þrjár milljónir.

Það getur verið að fyrir þér sé ekki mikill munur á þrem milljónum og tíu, en fyrir flesta landsmenn er þarna nokkur munur á, nægur til þess að geta ekki samþykkt að þarna sé um sambærilegt verð á bíl að ræða.

Það sem þó skiptir mestu í þessu máli er að forstjórinn gleymdi að afla samþykkis stjórnar við kaup á bílnum. Þess vegna varð trúnaðarbrot. Verð bílsins kemur því ekkert við.

Ekki þarf að efast um að stjórn Strætó hefði samþykkt að kaupa fyrir forstjórann nýjann bíl, jafnvel þó hann hafi eyðilagt þann gamla með því að keyra hann á kaf í Norðurá. Það var því einstakt dómgreindarleysi af honum að leyta ekki samþykktar stjórnar, áður en bílinn var keyrður.

Um það snýst þetta mál.

Gunnar Heiðarsson, 24.11.2014 kl. 21:02

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

"áður en bíllinn var keyptur" á auðvitað að standa þarna neðst.

Gunnar Heiðarsson, 24.11.2014 kl. 21:06

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Gunnar.

Húsbóndaábyrgð Strætó ræður því að Strætó ber tjónið. Svo kemur verð þess gamla bíls þegar þar var komið ekki málinu við, heldur það sem eðlilgt var talið í starfssamningi framkvæmdastjórans við kaup á bifreið og við það viðmið var nýji notaði bíllinn keyptur.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.11.2014 kl. 21:46

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki hef ég séð ráðningasaning Reynis og vel getur verið að í honum komi fram að forstjórinn hafi bíl til umráða, Predíkari.

En það leysir ekki forstjórann undan þeirri skyldu að leyta samþykkis stjórnar áður en nýr bíll er keyptur. Ekki þarf að efast um að slíkt samþykki hefði fengist og þá varð ekkert trúnaðarbrot. Þarna sýnir forstjórinn fyrrverandi af sér mikið dómgreyndarleysi.

Svo geta menn pælt í því hversu víðtæk "húsbóndaábyrgðin" er. Hvort hún eigi að ná til þess þegar eigur fyrirtækja skemmast við einkahobbý notandans. Tel reyndar að erfitt sé að finna einkafyrirtæki sem tækju slíkt tjón á sig.

Gunnar Heiðarsson, 24.11.2014 kl. 22:40

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Gunnar.

Hann hefur bílinn til fullra afnota í vinnu sem í einkalífi. :ess vegna greiðir hann af bílnum skatt í hlutfalli við verðmætis hans.

Ráðningarsamningur hns var til umræðu í fréttum fyrir nokkru síðan og þar komu upplýsingar um bifreið til afnota og verðmæti hans. Þess vegna er það ekki stjórnarákvörðun að sjá um daglegan rekstur sem er þegar ákveðinn í ráðningarsamningi og af eðli máls sem og venjum í þessu efni. Því sér forstjórinn sjálfur um slíkt framkvæmdaatriði sem og önnur sem þegar er í stefnu og saminingum. Það er starf hans og undirmanna hans að framfylgja. Ef ekki þá þyrfti engan forstjóra/framkvæmdastjóra heldur bara stjórn sem starfaði 8 klst. á dag.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.11.2014 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband