Lögmaður slitastjórnar til varnar - nema hvað

Vilhjálmur Þ.Á. Vilhjálmsson er lögmaður hjá Borgarlögmönnum, en þar eru fyrir á fleti Steinunn nokkur Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson sem starfa fyrir slitastjórn/þrotabú Glitnis.

Rök Vilhjálms gegn skattlagningu þrotabúa eru málsvörn fyrir þrotabú Glitnis. Steinunn virðist hætt við að stefna ríkinu vegna skattlagningar og gerir út Vilhjálm í almenna umræðu, svona eins og til að sýna lit.

Ekki þarf að eyða frekari orðum á þann málflutning.

 

 


mbl.is Ríkið geti ekki þurrkað upp þrotabúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

"Ekki þarf að eyða frekari orðum á þann málflutning."

Nei, en jafn nauðsynlegt að benda á hverra hagsmuna menn gæta.  Fréttamenn virðast ekki gera mun á upplýsingum og áróðri. Eins og þú þekkir manna best cool

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.11.2014 kl. 21:56

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Var einmitt að spá í tengslin takk fyrir að benda á þau.  Það hlaut að lá að.  Maðurinn er auðvitað ekki marktækur með þennan málflutning miðað við tengslin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2014 kl. 23:19

3 Smámynd: sleggjuhvellur

þetta er bara staðreynd þó að bloggherinn líkar ekki við það

sleggjuhvellur, 24.11.2014 kl. 03:25

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

„Útgönguskatturinn þarf að vera mun hærri en 35% til að tryggja að almenningur fái stærsta hluta hagnaðarins hrægammasjóðanna og til að koma í veg fyrir gengishrun krónunnar þegar greitt verður úr þrotabúunum. Útgönguskatt þarf að leggja á í tveimur hlutum. Fyrst á útgreiðsluna úr þrotabúunum (Útgöngugjald) og síðan á fjármagn úr m.a. þrotabúunum og aflandskrónur sem skipt er yfir í erlendan gjaldeyri til að koma í veg fyrir gengislækkun krónunnar (Liljuskattur).

Þessi tvískipti útgönguskattur er í raun önnur aðferð til að ná fram sama markmiði og liggur til grundvallar Skiptigengisleiðinni, þ.e. að tryggja hagsmuni almennings í lokauppgjöri hrunsins“ (sjá: http://liljam.is/greinasafn/2014/leggjum-a-utgonguskatt-og-tryggjum-hagsmuni-thjodarinnar/)

Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.11.2014 kl. 04:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband