Útrásin sem gjörningur

Í annálum útrásarinnar hlýtur Milestone að skipa sérstakan sess. Þegar engir pappírar voru á bakvið viðskipti upp á 2,7 milljarða króna þá töluðu æðstu stjórnendur um að ,,búa til eitthvað fallegt" fyrir endurskoðunarfyrirtækið KPMG.

Þegar æskuvinur Wernersbræðra, helstu eigenda Milestone, kom í heimsókn var ákveðið að hann keypti félag af þeim sem átti ekkert nema skuldir. Fyrir dómi segir æskuvinurinn þetta um viðskiptin

„Mig minn­ir að það hafi verið þúsund krón­ur. Þetta var bara svona gjörn­ing­ur.“

Útrásin var einmitt þetta; gjörningur þar sem skjöl voru búin til án nokkurra tengsla við veruleikann og fyrirtæki seld og keypt mest út í bláinn.

Samstarfsmaður þeirra Wernersbræðra, Þór Sigfússon, stýrði Sjóvá í umboði bræðranna. Hann skrifaði og gaf út bók um stjórnun um þann tíma sem hann var forstjóri tryggingafyrirtækisins. Bókin heitir því skáldlega nafni Betrun. Í kynningu frá útgefanda segir

Stjórnendur fyrirtækja gera sér oft enga grein fyrir minni háttar misfellum í starfi sínu og samstarfsfólkið lætur kannski hjá líða að benda þeim á þær. En minni háttar mistök geta orðið meiri háttar vandamál séu þau tíð og síendurtekin; þau geta gegnsýrt fyrirtækin og lamað starfsemina.

Þá er það milljón króna spurningin: er ,,fallegur gjörningur" minni háttar misfella eða glæpsamleg list kexruglaðra manna?

 


mbl.is „Getur þú ekki búið til eitthvað fallegt?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband