Stjórnarandstaða ríka fólksins

Formenn Samfylkingar, Vg og Bjartrar framtíðar eru með tvöfalt og þrefalt meðalkaup. Þau Árni Páll, Katrín og Guðmundur Steingríms sóttu öll um og fengu leiðréttingu lána sinna. Kjarninn tók eftirfarandi saman

Regluleg meðallaun vinnandi Íslendinga í fyrra voru 436 þúsund krónur. Samkvæmt tekjublaði DV var Katrín Jakobsdóttir með 1.608 þúsund krónur í mánaðarlaun á árinu 2013 (þegar hún var ráðherra), Árni Páll Árnason með 1.009 þúsund krónur á mánuði og Guðmundur Steingrímsson með 926 þúsund krónur.

Þegar ríka fólkið í landinu á jafn öfluga stjórnarandstöðu og raun ber vitni þá er eins gott að almenningur eigi hauka í horni ríkisstjórnarinnar sem hugsar um hag meðalfjölskyldunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er ekkert að því að einstaklingar nýti sér þau úrræði sem í boði eru þó þeir séu á móti því að þau séu útfærð eins og gert er. Enda þurfa þeir sem eru ósáttir við útrærsluna líka að greiða kostnaðinn við hana eins og aðrir skattgreiðensur.

En það að þessir þingmenn skuli eiga rétt á þessu skuldaniðurgreiðsluúrræði er hins vegar falleinkun yfir þeirrri leið sem valin var. Enda er þetta glórulaus aðferð sem á eftir að auka fátækt hér á landi og þar með fjölga þeim heimilum sem verða gjaldþrota enda munu þau heimili sem eru í mestum vanda bera þyrgri byrðar vegna fjármögnunar þeirra en nemur því sem þau fá út úr úrræðinu. 

Sigurður M Grétarsson, 18.11.2014 kl. 12:45

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eru náttúrulega blásnauðir alþýðumenn.

Wilhelm Emilsson, 18.11.2014 kl. 19:22

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Vilhelm - ertu ekku að blanda saman vel stæðum foreldrum við þessa ráðherra ? Á meðan foreldrarnir eru ekki undir grænni torfu eiga þeir ekki eða fara með fjármuni þeirra.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.11.2014 kl. 08:45

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

Prelli:

Bjarni Ben og Sigmundur Davíð eu báðir tveir auðugir, Sigmundur að mig minnir ríkasti þingmaðurinn í dag.

Skeggi Skaftason, 19.11.2014 kl. 13:14

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Brahms laxakynlífsspekúlant og sósialista !

Stór hópur ellilífeyrisþega sem þú og meðreiðarsveinar þínir hafa skattpínt eins og til dæmis með hinum hróplega rangláta auðlegðarskattpíningarskatinum teljast einmitt auðmenn í þínum huga og annarra öfundarpésa á hag annarra.

Sá skattur er einmitt verulega ranglátur eins og ég nefndi áðan á ellilífeyrisþega sem hafa í sveita síns andlits komið sér upp smáu til meðalstóru einbýli um starfsævina með ráðdeild og vinnusemi - en ykkur öfundarpésunum hefur vaxið í augum „ríkidæmi“ þessa lánlausa fólks sem lenti þar með í gapastokki ykkar öfundarpésanna á vinstra litrófinu þsnnig sð Þau hafa orðið að selja eignia sem það hafði komið sér upp til að hafa það notalegt á ævikvöldinu. En þið óþokkarnir hafið komið því þannig fyrir að það varð að velja á milli þess að hafa til hnífs og skeiðar eða greiða skattpíningu ykkar á þeim. Ranglæti ykkar og skömm er mikil. Þið skuldið stórum hópi þjóðarinnar gríðarlega afsökunarbeiðni á vindmyllubrölti ykkar í anda Kíkóta með galinni skattpíningu á alþýðu þessa lands. Það skal minnast þess að þessi híbýli greiddi lánlausa fólkið með launum sínum sem búið var að skattleggja áður en greutt var af þeim-  þannig naut ríkið enn á ný góðs af þessum aurum í gegn um iðnaðarmenn og byggingarvöruverslanir - þess vegna er þetta eignarupptaka af verstu og svívirðilegustu tegund !

Ef þú hefðir stúderað sögu skattpíningar ykkar um áratugina og afleiðingar hennar hjafn vel og þú stúderaðir kynlíf laxa - þá hefðir þú komist að því að verri hagfræði er ekki til en skattaáþján ykkar óþokkanna um áratugina.

Maður efast um dómgreind ykkar við að horfa yfir sögusviðið. Þar blasa við rjúkandi rústir þjóðfélagsins eftir skattpíningargönuhlaup ykkar og bruðl ykkar á fjármunum skattgreiðenda. Þið kunnið greinilega ekki að læra af illri reynslu aðgerða ykkar - það er þó reynt að kenna börnumí  uppvestiað læra af reynslunni - það virðist ykkur óþokkunum um megn !

Um illt innræti og öfund ykkar hafa menn vitasð lengi svo það hefur aldrei komið á óvart. 

Skammist ykkar !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.11.2014 kl. 19:52

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Kæri predikari:

Þú ert ekki að segja að Bjarni og Sigmundur séu illa stæðir, er það nokkuð?

Wilhelm Emilsson, 20.11.2014 kl. 00:13

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Vilhelm.

Ég er ekki að því. En vanalegt er að blanda saman fjármunum foreldra manna inn í fjármál viðkomandi. En alþekkt er að fjármunir foreldra eru þeirra eigin, ekki barnanna fyrr en við skipti á dánarbúum. Slíku er ekki til að dreidfa hér. Þessir menn hafa aðskilinn fjárhag frá foreldrum sínum.

Hitt er einnig hvimleitt að tala um að fólk sem á hús sem er 6-130 milljóna virði samkvæmt mati sé eitthvað svakalega auðugt. Hús þurfa ekki að vera nema um 180 m² til að vera komin í 60.000.000,- króna virði. Það gerir meðnn ekki að auðkýfingum. Ekki notar viðkomandi fasteignina til að smyrja ofan á brauð. Viðkomandi greiðis fasteigna- og lóðagjöld af eigninni og greiðir af lánum og annað slíkt.

Nei síður en svo ætla ég að fullyrða að þeior séu olla stæðir umræddir menn - en það kannn samt að vera að þeir séu það þrátt fyrir þetta sjáanlega yfirborð. En ég held að þeir komist ágætlega af og líði engan skort. En auðugir eru þeir  ekki.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.11.2014 kl. 09:36

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, predikari. Við erum alla vega sammála um að Bjarni og Sigmundur eru ekki á flæðiskeri staddir wink

Wilhelm Emilsson, 20.11.2014 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband