Héraðsdómur: lekinn afbrot einstaklings, ráðherra sýknaður

Gísli Freyr Valdórsson braut lög þegar hann afhenti fjölmiðlum trúnaðarupplýsingar sem hann bjó yfir. Niðurstaða héraðsdómara er skýr:

Hins veg­ar er ekki fall­ist á að sýnt hafi verið fram á að ákærði hafi komið minn­is­blaðinu á fram­færi í því skyni að afla sér eða öðrum órétt­mæts ávinn­ings, hvorki fjár­hags­legs né ann­ars.

Af þessu leiðir er brotið bundið við Gísla Frey einan og beinlínis tekið fram að engum ávinningi hafi verið til að dreifa, hvorki fjárhagslegum né pólitískum.

Ráðuneytið í heild og innanríkisráðherra sérstaklega fær sýknu í dómsorðum héraðsdóms.   


mbl.is Skilorðsbundið fangelsi vegna lekans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Héraðsdómur getur ekki sýknt þá sem ekki eru ákærðir. 

En ekki sannaðist á ákærða að hann hafi lekið í því skyni að afla öðrum óréttmætts ávinnings (enda neitar hann því). Hann lak því annað hvort af hreinum kvikindisskap, nú eða hugsanlega til að koma höggi á ráðherran (?)

Brynjólfur Þorvarðsson, 12.11.2014 kl. 14:35

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Aðrir möguleikar eru fyrir hendi, Brynjólfur. En ber ekki ráðherra ábyrgð á þeim mönnum sem hún ræður? Ber ráðherra því ekki að taka afleiðingum þess?

FORNLEIFUR, 12.11.2014 kl. 16:03

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Dómskerfið og lögfræðingamafían er höfuð og herðar spillingarinnar á Íslandi. Flóknara er þetta ekki, í fáum orðum sagt.

Ekkert breytist á Íslandi á meðan almenningur er bullandi meðvirkur með sölumönnum svarta og siðlausa markaðsins á öllum sviðum, hér á landi.

Ef fólk þekkir ekki til staðreynda um þessa óverjandi, en þó útbreiddu og dómsstólavörðu spillingu hvítflibbanna, þá er ekkert hægt að gera til breytinga.

Þetta ættir þú að vita Páll Vilhjálmsson, því ef ég man rétt þá ert þú titlaður sem blaðamaður á Íslandi. En líklega blaðamaður sem ekki hefur málfrelsi, frekar en aðrir blaðamenn á Íslandi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.11.2014 kl. 16:38

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

og svo heppilega vildi til að vegna óvæntrar játningar sakborningsins daginn fyrir réttarhöld þurfti ráðherrann ekki að mæta og vitna eiðsvarinn fyrir dómi!

Skeggi Skaftason, 12.11.2014 kl. 18:31

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Merkilegt hvernig höfundi tekst að lesa sýknu eins út úr sakfellingardómi annars. Það þarf sérstaka hæfileika til þess.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.11.2014 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband