Sturlungaöld í umræðunni og bíóið

,,Hyski," sagði Einar Kárason rithöfundur um landsbyggðafólk og uppskar viðbrögð sem vinaroflátungur hans, Stefán Jón Hafstein, kallar vopnaða aðför ,,heimskingja."

Ógnarorðræðan smellpassar við frétt um að klæða eigi Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar í mafíubúning á hvíta tjaldinu og nota til þess ameríska peninga.

Mafía er samkvæmt skilgreiningu afkimi í ríkinu eða jafnvel ríki í ríkinu. Ættirnar sem tókust á um völdin á síðasta skeiði þjóðveldisaldar voru ríkið sjálft. Enda fór það svo að ríkið tapaðist til Noregskonungs.

Stórkarlalegar yfirlýsingar Einars og Stefáns Jóhanns eru orðræðubíóútgáfa af Sturlungu. Við skemmtum okkur enda ekkert í húfi nema orðspor oflátunga.

 

 

 


mbl.is Þróa þáttaröð um Sturlunga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband