Framsóknarflokkurinn styrkir sig

Þrátt fyrir að fara með forsætið í ríkisstjórn sem á erfitt uppdráttar bætir Framsóknarflokkurinn við fylgi sitt. Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins er 12,3% í nýrri könnun í samanburði við 10,1% í síðustu könn­un.

Samfylkingin bætir við sig einu prósentustigi og Vg aðeins minna en Sjálfstæðisflokkur tapar tveimur og hálfu prósentustigi.

Framsóknarflokkurinn getur vel við unað.


mbl.is 33% stuðningur við ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Flokkseigendur mega ekki hafa völdin. Það er hugsjón og sjálfstæð skoðun einstaklinganna, sem skipa flokkssætin sem hafa valdið í sínum höndum. Ef fólk skilur ekki styrk réttlátrar hugsjónar og mannúðar, þá er það fólk í fangelsi þöggunar og valdníðslu ræningjabanka tölvuveraldarinnar.

Lífið er einskis virði án frelsis til að berjast fyrir fordómalausu skoðanafrelsi og réttlæti. Of margir láta glepjast af greiðslum og forréttindum í þessari veröld.

Ef allir gætu skilið að allir eiga jafnan rétt á jörðinni, óháð stöðu, heilsufari og efnahag, þá færi heimurinn batnandi. Því miður eru trúarbrögð notuð til að afvegaleiða náungakærleika, mannúð og meðfæddan tilverurétt/frelsi einstaklinga samfélaganna á jörðinni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.11.2014 kl. 15:41

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Haldið þið að það sé munur að vanta ekki nema 0,5 prósentustig upp á að hafa sama fylgi og Samfó fékk í kosningunum 2013 ! 

Ómar Ragnarsson, 8.11.2014 kl. 00:10

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Framsókn til framtíðar? Mig grunar að flokkurinn vilji frekar fara til fortíðar núna. Í mars 2013 mældist flokkurinn með 29.5% fylgi og var stærstur allra flokka. Við sjáum hvað setur.

Wilhelm Emilsson, 8.11.2014 kl. 02:04

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Alltaf skemmtileg keppni,Framsóknarflokkurinn var ,hástökkvari, í seinustu kosningum,en norræna velferðarstjórnin ,felldi.-  

Helga Kristjánsdóttir, 8.11.2014 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband