Dauðaöfund Steingríms J. og Egils Helga

Erlendar þjóðir dauðöfunda okkur, sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri, enda íslenskri hagvísar með þeim bestu sem þekkjast á vesturlöndum. Lág verðbólga, nóg atvinna, hagvöxtur og stöðugasti gjaldmiðill í heimi er meðal þess sem Ísland státar af.

Egill Helgason dró upp á dekk vonsvikinn ESB-sinna til að draga um þá mynd að Íslendingar væru hnípin þjóð í vanda. Steingrímur J. Sigfússon skammaði fyrrum flokksfélaga sinn úr Alþýðubandalaginu, Má Guðmundsson, fyrir að tala skýrt um stöðu hagkerfisins.

ESB-sinnar og vinstrimenn eru með böggum hildar vegna þess að Ísland réttir úr kútnum. Þessir hópar þrífast á vanlíðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Má ekki fagna í eina mín! Þagna svo í aðra til að votta vinsrtinu virðingu sína og betri líðan.

Helga Kristjánsdóttir, 6.11.2014 kl. 00:00

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gleði kjósenda er svo óhemjuleg að traust á ríkisstjórninni hefur hrunið úr 50% í rúmlega 30%.

Framsóknarflokkurinn komin niður í eins tugs fylgi og Sjálfstæðisflokkur nálgast sitt sögulega lágmark.

Greinilegt að kjósendur átta sig ekki á því hvað erlendar þjóðir eiga öfunda okkur af.

Páll getur kannski útskýrt það fyrir heimskum kjósendum ?

Jón Ingi Cæsarsson, 6.11.2014 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband