Verslunin, áfengið og bölið

Ef Hagkaup, Bónus og Krónan fá að selja áfengi yrði vitanlega aldrei um það að ræða að verslunin okraði á fíkniefninu.

Vitanlega myndin verslunin leggja sig fram um að selja sem mest áfengi á sem lægsta verði.

Spurningin er aðeins þessi: hvort er verra?


mbl.is Dýrara vín í búðum en Vínbúðum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Það er viðbúið að matvöruverslanir myndu ekki selja nema 2-3 söluhæstu í hverjum flokki, til að lámarka lagerhald og hámarka arð

Viðskiptavinurinn myndi alltaf þurfa að fara í ÁTVR til að fá úrval.

Hver er þá tilgangurinn ?

Birgir Örn Guðjónsson, 2.10.2014 kl. 21:41

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Páll: þú talar eins og þetta sé eitthvað slæmt.

Birgir: Kannski tæki einhver sig til og stofnaði sérvöruverzlun.

Svoleiðis er til.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.10.2014 kl. 21:51

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei Bónus slægi þeim við! Kæmi sér upp dælu við verslanirnar og seldi bjór,fólk fengi dælulykil og kæmi sér upp ílátum.

Helga Kristjánsdóttir, 2.10.2014 kl. 22:04

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Heildsalarnir sjá um lagerhaldið og dreifinguna og verslanir panta þaðan eftir hentugleik sínum.

Síðan munu einhverjir sjá sér hag í þvi að setja upp vínverslun og eiga meira úrval af tegundum en almennar dagvöruverslanir.

Gleymum því ekki að alkohólskatturinn er nú þegar uppistaðan í verði áfengis úr vínbúðunum. Þess vegna verður ekki um neina sérstaka lækkun á verði frá því sem nú er.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.10.2014 kl. 23:15

5 Smámynd: Atli Örn Gunnarsson

Birgir: ÁTVR verður lokað ef áfengissala verður gefin frjáls.

Ásgrímur: Ef þú lest yfir frumvarp Vilhjálms þá kemur í ljós að einungis matvöruverslanir fá að selja áfengi, sérvöruverslanir eiga ekki að fá brautagengi samkvæmt þessu plaggi. Vilhjálmur er að lobbíast fyrir Haga og Kaupás sem vilja auðvitað halda markaðnum útafyrir sig. Íslensk samkeppni í hnotuskurn.

Atli Örn Gunnarsson, 2.10.2014 kl. 23:20

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

And that's all I've got to say about that :)

http://www.youtube.com/watch?v=e7v0V58V3Uw&list=RDe7v0V58V3Uw#t=52

Wilhelm Emilsson, 3.10.2014 kl. 06:54

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ekkert réttlæti því að ég sé tekin sauðdrukkin a rauðvíni a meðan aðrir sleppa skakkir á skunk.

Ragnhildur Kolka, 4.10.2014 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband