Elliði og endurreisn stjórnmálanna

Snörp brýning Elliða Vignissonar til sjálfstæðismanna var framlag bæjarstjórans í Vestmannaeyjum til endurreisnar stjórnmálanna. Eftir hrun féllu stjórnmálin í ónáð og stjórnmálamenn taldir meðal verstu manna.

Það er tímabært að endurskoða einhliða fordæmingu á stjórnmálum og þeim sem þar starfa. Í lýðræðisríki þjóna stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar því hlutverki að bjóða fram valkosti sem almenningur kýs um.

Elliði hvetur sjálfstæðismenn til að leita til grunngilda flokksins og skammast sín ekki fyrir að gefa sig að stjórnmálum. Brýningin er þörf, bæði fyrir sjálfstæðismenn og félagsmenn annarra stjórnmálaflokka. Endurreisn stjórnmálanna hlýtur að hefjast með flokksmönnum sjálfum.

Grein Elliða geymdi kröftugt líkingarmál sem sumum var ekki að skapi. Gagnrýnin sem Elliði fékk á sig úr öðrum áttum, t.d. frá Agli Helgasyni, ber þess merki að endurreisn stjórnmálanna er ekki tekið fagnandi. Verðfall stjórnmálamanna hækkaði pundið í álitsgjöfum út í bæ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Af vinunum skulið þér þekkja þá  

Jón Ingi Cæsarsson, 2.10.2014 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband