Lögreglumaður vitnar í þágu Jóns Ásgeirs - ókeypis?

Lögreglumaður sem starfaði hjá embætti sérstaks saksóknara dregur upp þá mynd af ákæruvaldinu að þar starfi fremur illa gert fólk ef ekki beinlínis illviljað. Þessi vitnisburður lögreglumannsins er ómetanlegur fyrir málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og annarra auðmanna sem réttvísin á vantalað við.

Vitnisburður lögreglumannsins birtist í Fréttablaði Jóns Ásgeirs. Annar miðill tengdur auðmönnum, Eyjan, undirstrikar verðmæti vitnisburðar lögreglumannsins.

Rifjum upp hvers vegna lögreglumaður er fyrrvarandi starfsmaður embættis ríkissaksóknara. Í frétt mbl.is segir

Starfs­lok­in urðu í kjöl­far þess að sér­stak­ur sak­sókn­ari kærði Jón Óttar fyr­ir að hafa starfað fyr­ir þrota­bú Milest­one á sama tíma og hann hafi starfað fyr­ir sér­stak­an sak­sókn­ara.

Auðvitað er algerlega óhugsandi að lögreglumaður með þennan feril færi að selja Fréttablaðinu frásögn af huglægri upplifun sinni af störfum sínum hjá embætti sérstaks saksóknara. Hvorki Fréttblaðið né Jón Ásgeir í gegnum önnur félög sín myndu kaupa slíka frásögn.

Maður eiginlega fyrirverður sig að láta sér detta annað eins í hug.


mbl.is „Eins og krakkar í sælgætisbúð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er ekki kominn timi á að lögleiða upptökutæki á alla sem starfa hjá hinu opinbera,? Að minnstakosti meðan þeir eru innan starfsvettvangs vinnustaðarins.

Helga Kristjánsdóttir, 13.9.2014 kl. 23:08

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Líkt og „Baugsmiðlar", virðist síðuhafi nú sjálfur ekki hafa mikla trú á ákværuvaldi íslenska lýðveldisins. Fyrir stuttu skrifaði hann alla vega: "Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður alþingis og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari eru í valdaskaki gagnvart innanríkisráðherra."

En það er öllum frjálst að skipta um skoðun, að sjálfsögðu.

Wilhelm Emilsson, 14.9.2014 kl. 01:14

3 Smámynd: Elle_

Les fólk í alvöru enn þennan lygasögubleðil Jóns hins siðvillta?  Megi sérstakur saksóknari halda sínu striki.  Þó sérstaklega gegn þessum Jóni.

Elle_, 14.9.2014 kl. 02:38

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góði Wilhelm! Eru ekki íslenskir Búrókratar að tönglast á ónýta Íslandi og hafa auðmenn þess ekki notað Ísland til auðsöfnunar. Að hafa trú á íslenska ákæruvaldinu,helgast af heiðarleika,en ekki fjórða valdinu,sem hefur í áraraðir beitt miðlum sínum í áróðri. Meðan íslenska löggjafarþingið,ríkisstjórnin og fólkið í landinu,vinnur markvisst að því að gera Búrokrata áhrifalausa,eru allir vegir færir og framtíð Íslands er björt.

Helga Kristjánsdóttir, 14.9.2014 kl. 03:03

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Helga, hverjir eru íslenskir búrókratar? Orðið þýðir skriffinnar, ekki satt? Eru ekki skriffinnar sem vinna fyrir íslenska ákæruvaldið? Með öðrum orðum ég skil ekki athugasemdina hjá þér.

Wilhelm Emilsson, 15.9.2014 kl. 07:55

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Spyr,svarar og skilur svo ekki Bíddu!

Helga Kristjánsdóttir, 15.9.2014 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband