Umsóknin frá 2009 getur ekki gilt í tíu ár

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu var send án umboðs þjóðarinnar sumarið 2009. Í fjögur ár reyndi Jóhönnustjórnin að fá samning við ESB en fékk ekki vegna aðlögunarkrafna frá Brussel sem umboðslaus ríkisstjórn gat ekki mætt.

Ný framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar ekki að taka inn ný aðildarríki næstu fimm árin og hefur tilkynnt það með formlegum hætti. Ástæðan fyrir þessari stefnu er að Evrópusambandið ætlar að stokka upp sambandið til að freista þess að halda í því lífi - en vegna evru-kreppunnar eru undirstöður ESB við það að gefa sig. Ef ESB lifir af evru-kreppuna verður það gerbreytt samband.

Ísland getur ekki verið umsóknarríki næstu fimm árin á meðan Evrópusambandið tekur stakkaskiptum. Að vera umsóknarríki jafngildir pólitískri stefnuyfirlýsingu um að viðkomandi ríki ætli sér inn í ESB.

ESB umsókn, sem samþykkt var á alþingi í taugaveiklun eftir hrun, getur ekki verið grundvöllur að aðild Íslands tíu árum seinna - árið 2019. Það sér hver heilvita maður að það fyrirkomulag getur ekki gengið.


mbl.is Stefnt að afturköllun umsóknarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband