Vinna samhliða námi er íslenska leiðin

Íslendingar taka sér lengri tíma til að ljúka háskólagráðu en aðrir. Ástæðan er sú að íslensk ungmenni vinna með námi og byrja á því þegar í framhaldsskóla.

Nægt framboð atvinnu gerir það að verkum að ungt fólk hér á landi kynnist atvinnulífinu samhliða námi. Sú reynsla er bráðholl eins og allir vita.

Launavinnan gerir ungt fólk fjárhagslega sjálfstætt og kennir þeim að axla ábyrgð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sammála. Það hefur verið skoðun mín að tengja ætti saman atvinnulífið og skólana meira. Sumarvinnan getur þá nýst til að greiða fyrir skólagönguna og verið verklegur skóli í leiðinni ef nemendur fá vinnu við viðfangsefnið. Og atvinnulífið og skólarnir fá þá nýungarnar beint í æð frá hvoru öðru.

Jósef Smári Ásmundsson, 10.9.2014 kl. 07:32

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Íslenskir háskólanemendur eru ekki þeir einu sem vinna með námi.

Wilhelm Emilsson, 10.9.2014 kl. 07:34

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Spurningin er einmitt hvort að stytting náms bæti framlegð starfsmanna?  Hvernig væri að tengja umræðuna meira í takt við raunveruleikann um að Íslendingar eru að eldast og vilja vinna lengur. Í framhaldi að sýna fram á það að yngra starfsfólk skili meira framlegð en eldri starfsmenn ef námstími er styttur. Inntakið hjá Páli er að stytting náms á að vera gerð í samráði við þjóðina en ekki æða stefnulaust áfram af því að það hljómar vel.

Rúnar Már Bragason, 10.9.2014 kl. 10:57

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nám er vinna. Full vinna.

Þessvegna er fólk sett á launaskrá frá samfélaginu í siðmenntuðum löndum svo sem Danmörku.

En hérna upp í framsjallafásinni og undir ofríki og böðulshætti forsetagarms og elítu er náttúrulega sami háttur á þessu efni sem og öðrum. Almenningur lúbarinn með þjóðrembingssvipu meðan sjallaguttar skeina sér peð peningum sem þeir fá með að seilast í vasa þeirra er höllum fæti standa í samfélagi.

Þetta styður heimssýn og kjánaþjóðrembingar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.9.2014 kl. 12:00

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég er ekki sammála þér í þessu Ómar Bjarki. Ég tel að almenningur eigi ekki að borga framhaldsnám námsmanna. Þeir eiga að fjármagna það sjálfir á móti Atvinnulífinu. Það er ekki siðlegt að allur almenningur borgi nám einstaklinga sem síðan fá hærri laun eftir námið.

Jósef Smári Ásmundsson, 10.9.2014 kl. 12:30

6 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þetta er mikið rétt. Ég á mörg uppkomin börn sem eru búinn að ljúka háskólanámi eða eru í því. Sum þeirra hafa svo farið í frekara framhaldsnám. Öll unnu þau með námi allt frá menntaskóaárum. Mismikið auðvitað. Þetta hefur terngt þau betur við lífið í landinu og tvímælalaust gert þau að mun hæfara fólki þegar út i atvinnulífið kemur. Siðmenningar- fásinnis- tal Ómars Bjarka er hlægilegt.

Ekki voru börnin mín "lúbarinn" með einhverri "þjóðrembingbssvipu" eða að einhverjir "sjallaguttar" hafi verið að skeina þeim eða seilst í vasa þeirra.

Ég er stoltur af börnunum mínum sem öll hafa menntað sig vel og eru af íslensku alþýðufólki kominn.

Sömuleiðis er ég stoltur og ánægður með land mitt og þjóð sem leitast við að búa öllu sínu fólki góðu lífs skilyrði sem kalla mætti forréttindi sem við búum !

Skil ekki afhverju Ómar Bjarki er ekki löngu farin héðan fyrir fullt og fast eins mikið og hann hatast endalaust út í land sitt og þjóð.

Gunnlaugur I., 10.9.2014 kl. 13:11

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það var nú viðbúið að þér finndist það.

Það er vel kunnugt hvernig þið framsjallar viljið böðlast á almenningi til að hægt sé að moka betur undir elíturassa.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.9.2014 kl. 13:11

8 Smámynd: Reputo

Hvernig útskýrið þið þá að hin Norðurlöndin, sem greiða nemendum fyrir námið, standa miklu framar atvinnulífinu en við Íslendingar? Ekki vinna þeir með námi og fá þessu mikilvægu tengingu við atvinnulífið. Ekki hafa þeir fiskinn sem er undirstaða okkar útflutnings. Samt sem áður vegnar þessum þjóðum mun betur hvað varðar nýsköpun og verðmætasköpun. Við erum eina norðulandið sem er með fastann óhagstæðan vöruskiptajöfnuð afþví að það er ekkert framleitt hérna og flutt út. Þau örfáu fyrirtæki sem hægt er að kalla alþjóðleg eins og t.d. Marel, Össur og CCP þrá svo öll að fara úr landi til að komast í nothæfan gjaldmiðil. Ef ekki væri fyrir fiskinn værum við á pari við Simbabve í útflutningi. Hvernig komast hinar þjóðirnar af á fisks? Jú, menntunarstig þjóðanna sér til þess.

Munurinn á okkur og hinum norðurlöndunum er sá að þar sjá menn að menntun er fjárfesting sem skilar sér margfalt í þjóðarbúið. Að mennta sig á háskólastigi er full vinna og arðbær fyrir samfélagið. Vonandi auðnast okkur það einn daginn að menntun verði fyrir alla og greidd að fullu af samfélaginu, sem svo aftur fær hæfari og frjórri einstaklinga í sínar raðir, öllum til hagsbóta.

Reputo, 11.9.2014 kl. 00:26

9 Smámynd: Reputo

Gunnlaugur I, ef við miðum við öll lönd Jarðar að þá er það rétt hjá þér að það eru forréttindi að búa hérna. Ef við hinsvega miðum okkur við löndin í kringum okkur að þá er einfaldlega ekki gott að búa hérna. Það eru ekki góð lífsskilyrði hérna, lægstu launin, hæstu skattarnir, óskilvirkt og dýrt menntakerfi, lélegt velferðarkerfi og ýmislegt fleira sem stenst engan samanburð við hin norðulöndin, og til að toppa það höfum við skipulögð glæpasamtök við völd. Enda eru engin skynsemisrök sem hníga að því að búa hérna. Það eru eingöngu tilfinningar og taugar sem halda flestum hérna.

Reputo, 11.9.2014 kl. 00:34

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Undarlegt hve sumir ílengjast lengi hér á landi, midad vid hvad theim finnst allt vera ömurlegt hér, en frábaert allsstadar annarsstadar. Frá Íslandi geta allir farid sem vilja.

Halldór Egill Guðnason, 11.9.2014 kl. 06:04

11 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Reputo. Hvaða norðurlönd greiða nemendum sínum fyrir námið? Ekki Noregur er það? Kannast allavega ekki við það? Geturðu upplýst mig betur ? Annað: það er 36% skattur hér í Noregi en það er enginn persónuafsláttur. Mér hefur reiknast til ef ég ber saman við Ísland að það sé hærra hlutfall sem ég greiði hér en á íslandi. Verðlag er helmingi hærra á matvörunni hér en launin ca. helmingi hærri en á íslandi. Þessvegna enginn munur þar á.Ekki er greitt fyrir kaffitímana(pásurnar) eins og á íslandi. 50% yfirvinnuálag leggst ofan á dagvinnuna-80% á Íslandi. Það er ekkert alltaf grænna grasið hinum megin við lækinn.

Jósef Smári Ásmundsson, 11.9.2014 kl. 10:44

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Samfélagið í Danmörku borgar fólki um 200.000 kall í laun fyrir að mennta sig.

Sífellt fleiri ungmenni vita af þessu. Eg veit um ungmenni sem fóru til Danmerkur eingöngu útaf þessu. Ef maður er ekki danskur ríkisborgari þarf að vera ákv. tíma í Danmörku til að fá full réttindi.

Það er eins og sjallabjálfarnir og framsóknarskúnkarnir hafi aldrei heyrt að það baða sig ekki allir uppúr peningum eins og framsjallaelítan. Peningum sem þeir nöppuðu úr vasa alþýðunnar og þeirra er höllum fæti standa í samfélagi.

Nú nú. Og til hvers var þá ,,barist" í 100 ár hér uppi í framsjallafásinni? Jú, til að elítan gæti hýtt almenning með þjóðrembingsvendi og stolið öllu steini léttara og rústalagt landið reglulega.

Maður skilur bara ekki hversvegna framsjallar hata svo land sitt og þjóð. Eg skil það ekki. Þetta er bara eitthvað beyond dæmi þessir andsk. framsjallavesalingar ug rustimenni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.9.2014 kl. 11:57

13 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég ætla ekki að rengja þig með þetta Ómar en telurðu þetta vera réttu stefnu-að láta almenning borga námskosnað einstaklinga? Og ætli Danir séu sáttir við það að mennta íslendinga sem ætla sér síðan að fara á klakann aftur að vinna ? Ég held að þessi stefna sé bara alls ekkert réttlætanleg.Viltu láta þjóðina borga nám þjóðháttarfræðings sem kemur út úr háskólanum og fer þá að vinna við að rannsaka bingómenningu fyrir styrk ( laun) frá þjóðinni?

Jósef Smári Ásmundsson, 11.9.2014 kl. 13:03

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já. Allir sáttir.

Fólk verður að skilja að víða á N-löndum er samfélagssýn miklu mun þroskaðari en hér enda höfðu jafnaðarprinsipp miku mun afgerandi sigur þar fyrir langa löngu og fest í sessi og niðurnelgd.

Hér uppi hafa nefnd prinsipp aldrei náð slíkri festu. Sjallar og framsóknarmenn ráðast í sífellu á þau, skemma og eyðileggja reglulega. Þetta er eilíft stríð hér uppi að almenningur lifi bókstaflega af vegna ofríkis elítunnar og á seinni tímum almennra kjánaþjóðbelginga.

Varðandi það hvort danir séu hrifnir af því að islendingar notfæri sér þetta - að þá fara þeir bara eftir reglum um þetta og þar til gerðum sáttmálum. En hitt er svo annað, að alltaf er náttúrulega að sumu leiti erfiðara að nýta sér þetta þegar maður er ekki innfæddur eða með þar til gerðan ríkisborgararétt.

Þessu voru Íslendingar sviftir á sínum tíma - að kröfu elítunnar. Elítan svifti almenning dönskum borgararétti í sjálfstæðisbölinu á sínum tíma.

Mesta lífskjarabót íslensk almennings í dag væri að endurheimta danskan ríkisborgararétt.

Með Noreg, að þá held eg þeir fái styrk að hluta til. En lán eru öll miklu mun hagstæðari fyrir námsmenn þar en hér þar sem helst ekkert má fara til námsmanna. Neei neei, það skal allt undir elíturassana.

Eg er alveg hissa á ísl. námsmönnum að láta bjóða sér þetta. Helst a að þeir vitu bara ekki almennt um hve réttindi námsmanna eru miklu mun meiri víða á N-löndum.

Í Danmörku, - um 200.000 kall í laun á mánuð. Er eg að ljúga þessu? Nei.

Svo geta þeir fengið hagstæð lán ofan á þetta eftir atvikum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.9.2014 kl. 13:44

15 Smámynd: Tóti Sigfriðs

Ómar, því miður þá ertu a ljúga.
Þeir sem að búa heima hjá foreldrum í Danmörku fá um 60.000 kr á mánuði í styrk til náms (SU) þessi upphæð er þó að nokkru leyti háð innkomu foreldra.
Þeir sem búa einir geta fengið allt að 120.500 kr á mánuði í sama styrk.
Ofan á þessa upphæð er svo hægt að taka námslán.
Ekki alveg 200.000 króna laun á mánuði er það?


http://www.su.dk/SU/satserSU/ungdomsuddannelse/Sider/default.aspx

Tóti Sigfriðs, 11.9.2014 kl. 14:03

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þú staðfestir mitt mál og ber að þakka fyrir það.

Eg sagði um 200.000.

Og að sjálfsögðu er gerður ákv. strúktúr varðandi kaupið í samræmi við Jafnaðarprinsipp. Að sjálfsögðu.

Og hvar er þessi hinn sami réttur minn framsjallar og þjóðblgingar?

Eg heimta, EG HEIMTA, að framsjallar og kjánaþjóðbelgingar skili mér ofanumræddum rétti sem þeir stálu af mér svo þeir gætu mokað meiri fjármunum almennings undir elíturassana sína.

Skili mér þessu á stundinni!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.9.2014 kl. 14:43

17 Smámynd: Reputo

Það magnaða er að íslenska ríkið greiðir að fullu fyrir nám Íslendinga í Danmörku, en ekki ef þú menntar þig á Íslandi.

SU er ca 5500 dkk á mánuði og svo er hægt að fá ca. 7500 dkk aukalega í lán sem þarf að greiða til baka. Endurgeiðslan er þó ekkert í líkingu við íslensku námslánin. 

Reputo, 11.9.2014 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband