Lýðveldisræða forsetans

Án lýðveldisins væru við í stjórnskipulegu tómarúmi, líkt og Grænlendingar og Færeyingar, og byggjum við hálfgildingssjálfstæði. Sumir samfylkingarmenn, sem þá áttu heimilisfestu í Alþýðuflokknum, vildu ekki lýðveldisstofnun enda vanastir því að vera upp á aðra komnir.

 Sómi og sjálfs­virðing Íslands voru ætíð leiðarljós í sér­hverri för; vilji sem á djúp­ar ræt­ur í sögu sjálf­stæðis­bar­áttu og lýðveld­is, í þeirri arf­leifð sem Alþingi og okk­ur öll­um sem þjóðin kýs ber að virða; arf­leifð sem verk Alþing­is , allt frá end­ur­reisn, hafa mótað; arf­leifð sem er afrakst­ur for­ystu þeirra kyn­slóða sem áður sátu í þess­um sal og fjöld­ans á Þing­völl­um fyr­ir sjö­tíu árum. 

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands brýnir þingheim til að gæta að sóma og sjálfsvirðingu þjóðarinnar. Og ekki veitir af - sómi og sjálfsvirðing var víðsfjarri valdhöfum kjörtímabilið 2009 til 2014.  


mbl.is Tíðrætt um samstöðu þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er þér svo hjartanlega sammála.........

Jóhann Elíasson, 9.9.2014 kl. 19:47

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Bíddu, eru þá Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkurinn vonlausir í núverandi mynd að mati síðuhafa? Og þýðir þetta að íslenskir valdhafar fyrir 2009, t.d. þeir sem voru við stjórnvölin fyrir hrun og þegar það skall á, voru góðir? Spyr sá sem ekki veit.

Wilhelm Emilsson, 9.9.2014 kl. 20:12

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fróðlegt væri að nefna þá "suma" í Alþýðuflokknum sem voru á móti því að stofnað væri lýðveldi á Íslandi.

Hverjar eru þær nýju upplýsingar sem breyta því að deilurnar um það mál 1943-44 snerust um það hvort slíkt skyldi gera fyrir stríðslok eða eftir stríðslok?

Menn skiptust í lögskilnaðarmenn og hraðskilnaðarmenn og bæði orðin tákna það að menn vildu algeran skilnað frá Danmörku.

Er hægt að fá að sjá nýju heimildir sem breyta þessu?

Ómar Ragnarsson, 9.9.2014 kl. 21:48

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur virðist kominn í alvarlegt tímaflakk og hefur fært einhverja Samfylkingarmenn aftur fyrir lýðveldisstofnun fyrir 70 árum.

Oft hefur verið rutl á Palla en þetta er svona í meira lagi

Jón Ingi Cæsarsson, 9.9.2014 kl. 21:55

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg hef heyrt að Baugsmenn hafi verið á móti Lýðveldisstofnuninni.

Að öðru leiti með þessa ræðu, að þá var hún lítið annað en þjóðrembingssvipa á þjóðina.

Og hvað næst? Íslenskir sjallar genetískt frábæri fjármálasnillingar svo af ber glóbalt?

Maður spyr sig.

Maður býst við hinu versta frá þessu gengi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.9.2014 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband