Gjaldmiðill og ríki

Skotland með enskt pund verður ekki fyllilega sjálfstætt. Englandsbanki mun stjórna peningamálastefnu pundsins út frá enskum hagsmunum en ekki skoskum. Sjálfstæðissinnar í Skotlandi telja ekki heppilegt að hverfa frá breska pundinu um leið og þeir lýsa yfir sjálfstæði - ef til þess kemur.

Skotar líta ekki á evruna sem valkost enda sá gjaldmiðill þekktur fyrir að leggja efnahagskerfi jaðarþjóða í rúst. Björn Bjarnason segir frá umræðu um að Skotar taki upp norska krónu enda margt líkt með hagkerfum þessara þjóða.

Á miðöldum réðu norskir konungar nyrsta hluta Skotlands og eyjunum þar undan: Suðureyjum, Hjaltlandseyjum og Orkneyjum. Ætli til verði fylkisflokkur í Skotlandi til að ganga inn í Noreg?


mbl.is Skotar haldi sig ekki við pundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Brynjólfsson

Þetta er mjög veikur punktur í sjálfstæðisbaráttu skota. Þessi hugmynd að halda pundinu. Og gerir satt að segja þetta brölt þeirra minna trúverðugt.

Guðmundur Brynjólfsson, 10.8.2014 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband