Samherji er ekki ríki í ríkinu

Samherji heldur sig ríki í ríkinu og hafið yfir grun um misferli. Samherji er rétt og slétt fyrirtæki sem getur ekki gert tilkall um að vera hafið yfir lög og rétt.

Í ljósi þess að Samherji er ekki sjoppa niður á horni heldur voldugt útgerðafyrirtæki verður að gera kröfu til þess að fyrirtækinu sé stjórnað af mönnum sem hafa hugboð um að til sé eitthvað sem heitir réttarríki.

Aðför Samherja að dómsvaldinu er óheppileg, svo vægt sé til orða tekið.


mbl.is Erfitt fyrir dómara að svara ásökunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þeir ganga ansi langt þessir L.í.Ú gaurar til að ná yfirráðum yfir réttlætinu. Komin tími til að setja þeim reglur siðaðra manna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.6.2014 kl. 18:42

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Burtséð frá því hvað á við í þessu Samherjamáli, þá er það skipulögð aðför dómstólanna að heimilum landsmanna sem staðið hefur yfir undanfarin 5 ár hið minnsta, sem er þeirra alvarlegasta skömm og glæpur. Þeir hafa sett hundruðir ef ekki þúsundir fjölskyldna út á götuna á ólöglegum grundvelli og beinlínis heimilað þjófnað á eigum þeirra, gripið inn í þegar gerða samninga, tekið fram fyrir hendur löggjafans með afnámi samnings- og vaxtafrelsis, stundað ólöglega gengistryggingu lánsfjár með uppkvaðningu aðfararhæfra dóma í krónum vegna meintra skulda í erlendum gjaldeyri, og haft  þjóðréttarskuldbindingar Íslands að engu. Þannig hafa dómstólar í rauninni dæmt íslenska neytendur aftur og ítrekað seka fyrir afbrot stærstu fyrirtækja landsins gegn þeim sjálfum.

Það tjóir lítið að kvarta yfir meintri "aðför gegn dómskerfinu" þegar dómskerfið er með verkum sínum sjálft búið að lýsa yfir stríði á hendur landsmönnum.

Ég er enginn stuðningsmaður Samherja, en í þessu máli eiga dómstólarnir enga samúð heldur fyrir það sjálfskaparvíti sem þeir hafa komið sér út í.

Opinberlega hefur því verið haldið fram hér á landi að dómskerfið og réttarríkið hafi staðið af sér hrunið sem varð 2008. Því miður er það bara þjóðsaga.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.6.2014 kl. 20:21

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Með lögum skal land byggja.Dómarar og sýslumenn falla lika undir hegningarlög ef þeir brjóta þau.Rétt eins og blaðamenn og allir aðrir.Þeir eru ekki friðhelgir þótt þeir haldi það og ýmsir aðrir.

Sigurgeir Jónsson, 23.6.2014 kl. 20:51

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sammála Sigurgeiri. Að gangast undir (án þess að hafa val um annað) vald dómstóla er einfaldlega aðferð til að útkljá deilumál. Þú, Guðmundur hefur hugsanlega (undirstrikað) rétt fyrir þér, en það eru örugglega ekki allir sammála þér. Þessvegna eru dómstólar nauðsynlegir. Auðvitað mega menn hafa það álit á dómstólum sem þeim sýnist, en ekki er hægt að afnema þá.

Sæmundur Bjarnason, 23.6.2014 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband