Trú, vald og kjánaskapur

Í okkar sögu er útbreiðsla trúar nátengd valdaskaki. Ólafur Tryggvason nauðgaði Norðmönnum til kristni og knúði á með ofbeldi og hótunum að kristni yrði tekin á dagskrá á alþingi. Íslendingar miðluðu málum sín á milli þannig að heiðni fékk tilverurétt við hlið kristni.

Ólafur Haraldsson ætlaði að spilla málamiðlun Íslendinga um leið og hann sóttist eftir völdum á Íslandi. Báðir Ólafarnir urðu vopnbitnir áður en þeir gerðu meiri óskunda, Tryggvason við Svoldur árið þúsund og Haraldsson á Stiklastöðum þrjátíu árum síðar.

Við siðaskiptin héldust enn vald og trú í hönd. Danakonungur, líkt og valdsmenn víða í Norður-Evrópu, sóttust eftir auði og kennivaldi kaþólsku kirkjunnar. Hér á Íslandi urðu siðaskiptin blóðug; í tvígang var öllu dönsku yfirvaldi gereytt en orrahríðinni lauk með aftök Jón Arasonar og tveggja sona hans.

Á seinni tímum er kristni menningaverðmæti en ekki pólitískt afl. Veraldlegt trúfrelsi leyfir ekki að trúmál skipti sköpum í málefnum borgaranna gagnvart yfirvaldi.

Múslímatrú, á hinn bóginn, er pólitískt afl. Múslímum finnst sjálfsagt að trúin setji mark sitt á veraldlegt yfirvald. Aðeins kjánar líta framhjá þeirri staðreynd. Vestræn samfélög sem hýsa múslíma verða að grípa til stjórnmála til að halda ásókn múslíma í skefjum. Annars hljótast af vandræði.

 


mbl.is Tákn friðar eða ofstækis múslíma?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvar eru heimavarnarliðin?

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1370194/

Jón Þórhallsson, 23.6.2014 kl. 10:16

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er rangt. Kristni fékk ekkert tilverurétt við hlið heiðni-siðar.

Það var tekið upp kristni algjörlega. 2-3 undanþogur eða aðlögunaratriði sem voru afnumin fáum vetrum síðar.

Enda ef kristni og heiðni hefðu verið samtíða - þá mundu orð þorgeirs um að ein lög yrðu að gilda ekki meika neinn sens.

Það er því alrangt sagnfræðilega að segja að þessir tveir siðir hefðu gilt hlið við hlið eftir kristnitöku. Kristnitakan um 1000 byggðist á því að kristni varð allsráðandi.

Reyndar eru sterkar vísbendingar um að tilkoma kristni á Íslandi eigi sér miklu lengri sögu en Ari vill meina og um hafi verið hægfara þróun í tugi ef ekki hundruði ára þar sem grasrótahreifingar unnu að tengslum við Evrópu og fylgdust með straumum þaðan.

Kristnitakan um 1000 hafi því raun mestanpart verið formsatriði.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.6.2014 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband