Slor verður líftækni

Að vinna við fiskvinnslu var oft kallað að vera í slorinu og þótti ekki par fínt. Veiðar og vinnsla sjávarafurða eru þó undirstaða velferðarsögu þjóðarinnar síðustu rúmu hundrað árin. Framtakssamir einstaklingar í sjávarútvegi eru oft fóstraðir upp ,,í slorinu."

Einn þeirra er Pétur Hafsteinn Pálsson forstjóri og eigandi Vísis í Grindavík. Í viðtali við Víkurfréttir birtist áhugaverð framtíðarsýn

,,Tölvugúrú, markaðsfræðingur, hönnuður og vélfræðingur. Öll menntun kemur að góðum notum í sjávarútvegi. Skil á milli atvinnugreina eru alltaf að minnka. Hvenær verðum við líftæknifyrirtæki? Hvenær erum við flutningafyrirtæki? Fiskeldi, er það landbúnaður eða sjávarútvegur?“ Búið sé að hólfa atvinnugreinar of mikið niður, í hugsun, gjörðum og í skólakerfinu. Að mati Péturs mun slíkt þurrkast út hjá nýrri kynslóð.

Þegar slorið er orðið að líftækni er kominn annar bragur á umræðuna um efnahagslega undirstöðu þjóðarinnar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Pétur og Páll eru ekkert slor!!

Helga Kristjánsdóttir, 16.6.2014 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband