Viðreisn til fortíðar

Íslandi vegnar vel eftir hrun. Kennitölur efnahagslífsins eru betri hér en í flestum nágrannaríkjum og miklu betri en í jaðarríkjum Evrópusambandsins. Engu að síður telja sumir að hag Íslands sé betur borgið innan Evrópusambandsins.

Benedikt Jóhannesson fer fyrir hópi sjálfstæðismanna sem freista þess að stofna stjórnmálaflokk utan um kröfuna að Ísland verði aðildarríki Evrópusambandsins. Á undirbúningsfundi í gær sagði Benedikt að nýi  flokkurinn yrði framtíðarflokkur en ekki flokkur fortíðar eins og núverandi ríkisstjórnarflokkar.

Vinnuheiti flokks Benedikts og félaga er Viðreisn, sem vísar til viðreisnarríkisstjórnar Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks á sjöunda áratug síðustu aldar. Óskaríkisstjórn ESB-sinna er einmitt samstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

Viðreisnarpælingin er orðin úrelt áður en flokkurinn er stofnaður. Björt framtíð er búin að skáka Samfylkingunni sem helsti samstarfskostur Sjálfstæðisflokksins að Framsóknarflokknum frátöldum.

Björt framtíð rekur kósí-stjórnmál og gefur tóninn um hvernig eigi að ná árangri í valdapólitík. Það er ekki pláss nema fyrir einn kósi-flokk. Viðreisn Benedikts og félaga er orðin fortíð áður en flokkurinn er stofnaður. Og það er nokkurt afrek.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Er þá ekki nafnið "Björt fortíð" rétta nafnið á nýju viðreisninni?

Kolbrún Hilmars, 12.6.2014 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband