Kynjaskýrsla sem viðheldur kynjakerfi

Með því að flokka krakka í stráka og stelpur við mat á vellíðan/vanlíðan gefa skýrsluhöfundar sér að kynjabreytan sé  afgerandi þáttur í tilveru krakka. En í skýrslunni segir að

kynja­kerfið sé heiti á þeim alda­gömlu hefðum sem setji bæði karla og kon­ur á af­markaða bása. Það sé gegn­sýrt menn­ingu okk­ar og viðhaldi stöðugt sjálfu sér.

Ef skýrsluhöfundar hefðu verið samkvæmir sjálfum sér, um að ,,kynjakerfið" sé úrelt, hefðu þeir átt að kanna vellíðan/vanlíðan út frá öðrum þáttum s.s. búsetu, efnahagsstöðu, fjölskyldumynstri, líkamsburðum eða áhugamálum.

Skýrslan er innblásin tískufyrirbrigðinu ,,kynjafræði" sem einatt glímir við mótsögnina um að krefjast frelsunar frá ,,kynjakerfi" í einn stað en gefa sér jafnframt að kynferði sé meginbreyta í samfélagin og stýrir félagslegri hegðun.

 


mbl.is Stelpum líður verr en strákum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Mæl þú manna heilastur kæri Páll. Með ólíkindum að þetta fólk sem mesta háreysti viðhefur um þetta skuli ekki sjálft vera í forystu um að úrelda gömlu hættina!

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.6.2014 kl. 13:22

2 Smámynd: Aztec

Öfgafemínistarnir hafa enn einu sinni gert sig að fífli með því að gefa sér niðurstöður fyrirfram byggt á eigin fordómum. Þetta á bæði við um rangar skilgreiningar svo og þráhyggju varðandi staðalímyndir, sem gerir skýrsluna einskis virði og marklausa.

Hún er sérstaklega óvísindaleg vegna þessara viðhorfa höfunda skýrslunnar sem er hópur femínista, 12 kvenna og 2ja karla (ekki mátti víst vera kynjajafnrétti í þessum hópi). Á meðal þeirra er Sóley Tómasdóttir, sem er landsþekkt fyrir öfga sína.

Höfundar byrja á því að skilgreina klám sem "„kyn­líf sem fel­ur í sér niður­læg­ingu og of­beldi þar sem virðing og rétt­ur ein­stak­lings­ins er virt­ur að vett­ugi“." Þetta er helber þvættingur, svo heimskulegt að engu tali tekur, en dæmigert.

Rétt skilgreining á klámi skv. Wikipedia er: "Pornography (often abbreviated as "porn" or "porno" in informal usage) is the portrayal of sexual subject matter for the purpose of sexual arousal." Það er allt og sumt. Ekki þetta fyrrgreinda bull. Klám er sem þannig hlutlaust, er oft jákvætt, stundum neikvætt, en þegar upp er staðið er það persónulegt viðhorf áhorfandans sem gildir. Þeir sem ekki eru mikið fyrir klám, þurfa sannarlega ekki að eyða tíma í að horfa á það, það neyðir þá enginn.

Að skilgreina klám á þann hátt sem femínistarnir gera er beinlínis rangt, en er notað í þeim tilgangi að sverta alla unglinga sem horfa á klám, til að geta sagt: "Þessi horfir á klám, hann er afbrigðilegur, hann á eftir að nauðga".

Sannleikurinn er að venjulegt klám er bara myndræn lýsing á kynlífsathöfnum og skaðar engan, þar eð fólk tekur þátt af frjálsum vilja, hafa þetta að atvinnu. Og klám skaðar sannarlega heldur ekki þá sem horfa á það. Ef svo væri, þá væri það bannað alls staðar. En það er leyft í flestum löndum heims, nema á Íslandi og islömskum ríkjum. Ætli það sé þess vegna sem íslenzkir femínistar eru svona hrifnar af islam, sem erlendir femínistar (t.d. Femen) berjast gegn?

Þegar höfundar skýrslunnar einblína í þráhyggju sinni á að stelpur haf lítið sjálfsálit einungis af að horfa á fyrirsætur og engu öðru, þá er það óskhyggja femínistanna, en um leið er verið draga dómgreind unglingsstúlkna og gáfur í vafa.

Skýrslan er að gefa í skyn að unglingsstúlkur séu svo treggáfaðar, að þær megi ekki horfa á auglýsingar eða klám án þess að fá anorexíu eða sjálfsleiða. Skýrsluhöfundar hafa ekkert fyrir því að líta á mikið fleiri einstaklingsbundna þætti í flóknu tilfinningalífi unglingsáranna, þar sem allir eru mismunandi, en ekki einn stór grár massi eins og femínistarnir halda. Auk þess eru femínistar á engan hátt fulltrúar unglingsstúlkna, ekki frekar en kvenna yfirleitt.

Klám og svokölluð klámvæðing (eitt af uppáhaldshugtökum femínista sem þær nota yfir allt sem þeim líkar ekki) hefur alltaf verið til staðar. Hins vegar hefur femínistavæðingin á Íslandi, sem byrjaði á síðari hluta síðustu aldar, lækkað verulega meðalgreind þjóðarinnar. Ný gervivísindi eins og kynjafræði, sem á alls ekki heima á háskólastigi, hefur í þessu sambandi rýrt gildi Háskóla Íslands sem æðri menntastofnun. 

- Pétur D. 

Aztec, 7.6.2014 kl. 15:28

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Án gríns,er þetta kerfi verulega kynlegt.

Helga Kristjánsdóttir, 8.6.2014 kl. 04:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband