Jón Ásgeir veit ekki og kann ekki

Maðurinn sem átti flesta fjölmiðla landsins, langstærstu smásölukeðjuna og einn af þrem stærstu bönkum hér á landi vissi ekkert um fjármál og kunni ekki að meta fjárhagslega áhættu, að sögn verjanda hans.

Jón Ásgeir Jóhannesson, kenndur við Baug, drottnaði yfir viðskiptalífinu á árunum fyrir hrun. Stjórnmálamenn og heilu stjórnmálaflokkarnir lutu vilja Jóns Ásgeirs en bæði fjármagnaði hann þá og sá til að þeir fengu umfjöllun í fjölmiðlum. Sjálfa hrundagana var hann með viðskiptaráðherra Samfylkingar í vasanum og kallaði hann til sín eftir þörfum.

En núna eigum að trúa því að Jón Ásgeir hafi verið óvirkur áhorfandi að fjármálaveldi sínu og látið aðra um að taka helstu ákvarðanir, jafnvel þær sem vörðuðu beint viðskiptafléttur Jóns Ásgeirs. 

Verjandi Jóns Ásgeirs, Gestur Jónsson, býr til persónu sem veit ekki og kann ekki og vissi mest lítið um hverju fram vatt í íslensku viðskiptalífi.

Gestur gerir orðspori Jóns Ásgeirs ekki greiða með því að lýsa hann ósakhæfan á þeim grunni að hann hafi verið utangátta. Jón Ásgeir stundar enn viðskipti og þarf á því að halda að vera talinn með á nótunum.

 


mbl.is Jón Ásgeir hafði ekki boðvald yfir Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvar er Bjarni Ármannsson núna að eyða peningunum sem hann stal? Og hvað eru Friðrik Sófusson og co að bralla núna?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.5.2014 kl. 11:34

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jón Ásgeir er þó reyndast sakborningur Íslandssögunnar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.5.2014 kl. 12:19

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Heimir. Eru engin takmörk fyrir hvað brotaviljugt lögreglu/dómsvald á Íslandi ætlar endalaust að dæma samkvæmt marklausum og löglausum glæpa-geðþótta, án afleiðinga?

Gleyma þessi lögreglu/dómarayfirvöld því alveg, að heimurinn fylgist með hvers konar glæpadómstólar og glæpalögreglu-rannsóknir viðgangast á Íslandi?

Engin opinber valdastofnun er hættulegri á Íslandi, heldur en glæpsamlega stýrt lögreglu/dómskerfið.

Auglýsingin fyrir Íslands-dómskerfið út á við, er að á Íslandi eru lögreglu/dómstólayfirvöld glæpsamlegust, af öllum svokölluðum þróuðum ríkjum! Glæpir á öllum stigum eru með öðrum orðum: opinberlega leyfðir og viðurkenndir af lögreglu/dómsyfirvöldum. Hverjir leita í slíkt laga/réttarlaust samfélag?

Hvað heldur almenningur?

Það er verkefni almennings í samfélaginu, að krefjast þess í orði og á borði, að dómsstólar og lögregla fari eftir lögum og gildandi stjórnarskrá Íslands!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.5.2014 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband