Fyrirtæki er samfélag

Flestir fallast á að yfirmenn skuli hærra launaðir en undirmenn; forstjóri fái hærri laun en sá sem starfar á gólfinu. Aftur er engin sátt um hver launamunurinn eigi að vera innbyrðis á milli launþega, millistjórnenda og æðstu stjórnar.

Ekki aðeins er deilt um launakökuna heldur einnig um hagnaðinn; hve stór hluti hagnaðarins skuli fara í hærri laun og hve stór til hluthafa og/eða fjárfestinga.

Gamla skiptakerfið í sjávarútvegi þar sem háseti fékk sinn hlut, skipstjóri tvo hluti og með sambærilegum hætti fékk útgerðin sitt var með þann kost að heildarverðmætum aflans var skipt með fyrirfram ákveðnum hætti. Hlutaskiptakerfið i sjávarútvegi varð til vegna þess að útgerðin var samfélag sjómanna, formanna og eiganda. Án þessa samfélags var einfaldlega ekki hægt að gera út.

Þótt launakjör í landi séu sjaldnast ákveðin með hlutaskiptum þá gildir forsendan fyrir skiptakerfinu um öll fyrirtæki, hvort heldur á landi, láði eða legi; þau eru samfélag starfsmanna, stjórnenda og eigenda.

Sameiginlegt verkefni samfélagsins sem myndar hvert fyrirtæki er að finna leiðir að skipta því sem til skiptanna er. Og í grunninn er það ekki svo flókið. 


mbl.is Icelandair móti kjörin til framtíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband