Launasjálftektin í háloftum byrjar á jörðu niðri

Forstjórar stunda launasjálftekt á Íslandi og nú í æ ríkari mæli í skjóli lífeyrissjóða sem eiga stóra hluti í helstu fyrirtækjum landsins. Forstjórar landsins og klíkubræður þeirra í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða skapa fordæmi sem flugmenn Icelandair hyggjast fylgja.

Icelandair er ekki jafn einrátt í flugi til og frá landinu og löngum áður. Ein tíu eða tólf félög  bjóða áætlunarflug hingað. Hörmungarstaðan hjá Icelandair gefur öðrum tækifæri; Wow kom með fulla vél af farþegum frá Kaupmannahöfn áðan en gær var innan við helmingur sætanna seldur.

Skæruhernaður 200 flugmanna Icelandair heldur vonandi áfram nógu lengi til að kenna þeim sjálfum lexíu og fyrirtækinu. Þegar flugmenn Icelandair sækja um hjá Wow eru ekki í boði heildarlaun upp á 1,5 m. kr. á mánuði. Og þegar Icelandair verður að skera niður starfsemina vegna þess að farþegar leita annað þá kannski skilja lífeyrissjóðirnir að launasjálftekt æðstu stjórnenda er ekki til farsældar.


mbl.is Fleiri ferðum til Ameríku aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband