ESB-málið trompar hægri/vinstri skilgreiningu

Ófæddi ESB-hægriflokkurinn byggir væntanlegan tilverugrundvöll sinn á því að einhverjir hægrimenn, sem hlynntir eru ESB-aðild, hafi hingað til haldið sig frá stuðningi við Samfylkinguna og dótturfélagið í Bjartri framtíð.

Könnun Fréttablaðsins sýnir að sárafáir hægrimenn í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki styðja ófædda hægriflokkinn. Á hann bóginn sýnir könnunin að um 30 prósent af kjósendum Samfylkingar og Bjartrar framtíðar geta hugsað sér að kjósa hægrisinnaðan ESB-flokk.

Niðurstaða könnunarinnar er að ESB-málið er ekki hægra- eða vinstramál. Afstaðan til aðildar Íslands að Evrópusambandinu er hafin yfir hægri- og vinstri skilgreiningu. Og það gildir hvorttveggja um ESB-sinna og andstæðinga aðildar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

.....O það hebbði ég haldið! Hvenær ætli þau vænti sín,?

Helga Kristjánsdóttir, 22.4.2014 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband