Hitler-líking er snara í hengds manns húsi

Þýskur stjórnmálamaður sem líkir Krímtöku Pútíns hins rússneska við yfirtöku Hitler á þýskumælandi héruðum Tékkóslóvakíu fer strangt tekið með rétt mál. Í báðum tilvikum vildu íbúarnir verða hluti af Rússlandi Pútíns annars vegar og hins vegar Þýskalandi Hitlers.

Á hinn bóginn er ferill Hitlers slíkur eftir 1938, þegar Súdeta-Þjóðverjar voru innlimaðir, að sérhver samlíking vð hann ber í bætifláka fyrir óhæfuverk nasista.

Og að maður með reynslu eins og Wolfgang Schäble fjármálaráðherra Þýskalands skuli láta sér detta í hug þessi samlíking er ótrúlegt.


mbl.is Líkti aðgerðum Pútíns við árásir Hitlers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég heft bent á það í bloggi mínu, hve mjög nafnið Hitler bjagar alla umræðu um hliðstæða hegðun ráðamanna í útþenslustefnu stórvelda.

Það verður að vera hægt að nota samlíkingar, en í þessu tilfelli verður að bægja til hliðar villimennskunni sem fólst í því takmarki Hitlers að útrýma með öllu 10,5 milljónum Gyðinga, gera þjóðir Austur-Evrópu að óæðri þrælum þýsku ofurmennanna.

Ef það er gert blasa við þessar hliðstæður:

1. Stórveldi, sem tapaði stríði (Fyrri heimsstyrjöldin - Kalda stríðið) vill endurheimta fyrra veldi og fá undir sig landssvæði, þar sem talað er sama tungumál og í stórveldinu (Súdetahéruðin - Krím) og íbúarnir vilja sameinast stórveldinu.  

2. Stórveldið telur sig vera að verja réttindi minnihlutahópa í nágrannaríkinu, sem tala tungu þess, þ. e. tungu stórveldisins.

3. Stórveldið hertekur hið umdeilda svæði auðveldlega, því að meirihluti íbúa svæðisins vill sameiningu og hermenn gerast jafnvel liðhlaupar og ganga í lið með innrásarhernum.

Ómar Ragnarsson, 31.3.2014 kl. 21:15

2 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Rétt er að halda til haga að Sudeta-héruðin tilheyrðu Þýskalandi við upphaf heimsstyrjaldarinnar fyrri en voru eftir lok stríðsins færð hinu nýstofnaða ríki Tékkóslóvakíu við hina mjög svo umdeildu Versalasamninga 1919.

Við Münchensamningana 1938 fékk Hitler því framgengt að Þýskaland fengi þessi yfirráð til baka.

Það er rétt að eitt af helstu markmiðum Hitlers var að losa Þriðja ríkið við Gyðinga. Fyrst í stað reyndi hann ítrekað, en án árangurs, að fá Breta (sem þá réðu Palestínu) til að fallast á ríki Gyðinga þar. Það kom þó í hlut Breta síðar (1948)sem kunnugt er.

Það var ekki fyrr en seinni heimsstyrjöldin er í algleymingi, á Wannsee ráðstefnunni (rétt við Berlín) í janúar 1942, að "die Endlösung"("Final solution to the Jewish question")kom fram, með Reinhard Heidrich í broddi fylkingar. Hitler mun ekki hafa verið á ráðstefnunni og enn er á huldu hvort "planið" var borið undir hann til samþykkis eða hvort eða að hve miklu leyti hann kom að samningi þess.

Þegar menn reyna að drag ályktanir eða lærdóm af sögunni er mikilvægt að menn hrapi ekki að niðurstöðum út frá ónákvæmni í söguskoðun.

Lengi skal manninn reyna! Hverjum hefði dottið í hug (a.m.k. á vesturlöndum) þegar útrýmingarbúðirnar stóðu galopnar í stríðslok að Stalín hefði tekist að láta taka af lífi enn fleiri saklaus borgara í sínu heimalandi á sama tíma.

Hvaða mann ætli Pútín hafi að geyma?

Eða ætti maður kannski frekar að spyrja:

Ætli verði unnt að gera viðlíka ófreskju úr Pútín?

Daníel Sigurðsson, 1.4.2014 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband