Stjórnmálaflokkur Þorsteins Pálssonar

Með eða án vilja Þorsteins Pálssonar er skipulega kannað hvort fylgi sé við stjórnmálaflokki með hann sem formann.

Þorsteinn hlýtur að svara því hvort hann sé þátttakandi í þessari nýstárlegu tilraun til að stofna stjórnmálaflokk.

Þorsteinn og félagar hans í fámenna hópi ESB-sinna í Sjálfstæðisflokknum er búnir að brenna allar brýr að baki sér í flokknum með því að taka saman við Samfylkinguna í skipulegri aðför að formanni Sjálfstæðisflokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvað hefur Þorsteinn Pálson helst á móti XS?

Hvað myndi skilja á milli hans flokks og XS?

Jón Þórhallsson, 29.3.2014 kl. 18:37

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já og hvernig setja þeir stefnuskrá sína saman,? Menn sem komnir eru úr Sjálfstæðisflokki,en skilja ekki stefnuskrá hans,þótt túlkað sé fyrir þá.

Helga Kristjánsdóttir, 29.3.2014 kl. 19:01

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Er það aðför að formanni Sálfstæðisflokksins að benga á þá staðreynd að flokkurinn sé að svíkja þau kosningaloforð sem honum og þeim sem deila áliti hans á ESB var gefið fyrir kosningar til að koma í veg frir að þeir kysu annan flokk?

Það er ekki Þorsteinn og þeir sem eru að skoða stofnun annars flokks sem eru gerndurnir í þessu máli heldur stjórnmálamennirnir sem ætla að svíkja ein af stærstu loforðum sínum fyrir kosningar. Það sem Þorsteinn og félagar eru að gera er einfaldlega eðlileg afleiðing af því.

Sigurður M Grétarsson, 29.3.2014 kl. 21:08

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eðlilegt,? Það fer nú allt að vera eðlilegt sem Samfylkingin tekur upp á í ofsafenginni þrá eftir einhverju óskilgreindu þeim til handa, ef þau djöflast með vinnandi manneskjur á launum við að mótmæla loforðum sem aldrei voru gefin. Þorsteinn veit mæta vel að samþykkt landsfundar SJ.Flk.er að hagsmunum Íslands er betur borgið utan Evrópusambandsins.

Helga Kristjánsdóttir, 29.3.2014 kl. 22:09

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mótmæla vanefndum loforðum sem aldrei voru gefin. skal það vera.

Helga Kristjánsdóttir, 29.3.2014 kl. 22:20

6 Smámynd: Ágúst Marinósson

Væri kannske hollt fyrir fólk að hugsa um það, að í þessu landi eru að vaxa upp kynslóðirsem kæra sig ekki um þessi "hardcore" stjórnmál. Í náinni framtíð munu komandi kynslóðir fara aðrar leiðir til að leysa málin. Þá mun ekki verða rifist á ALÞINGI dagana langa um tittlingaskít. Þá munu flokkar koma sér saman um lausn þeirra mála sem varða þjóðina mestu. Það er böl okkar íslendinga að hér deila pólítískir flokkar um tittlingaskít en láta sig lítt varða þau mál sem brýnast er að leysa.

Ágúst Marinósson, 29.3.2014 kl. 22:24

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Í fyrsta lagi þá voru þessi loforð svo sannarlega gefin og það sést þegar viðtöl við forystumenn flokksins fyrir kosningar eru leikin aftur.

Í öðru lagi þá er þetta innanbúðarmál í Sjálfstæðifslokknum sem Samflkingin kemur hvergi nærri. Það er því ekki Samfylkingin sem er hér að taka upp á einhverju.

Sigurður M Grétarsson, 29.3.2014 kl. 22:35

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég get tekið undir það,en það á sér líka langa sögu,því þótt við séum að uppgötva núna hvað gengur á,þá er það fyrst og fremst að hægt er að nálgast nær allt sem sagt er og gert a.m.k.í þingsölum. Vinkona mín sem um árabil vann á síma Alþingis,sagðist ekki hrökkva við þótt merkti átökin í þrumu-ræðum. En Ágúst sálfræðingar hafa opinberað að fólkið í landinu,sem hafði lifað nokkuð góða daga,hafi orðið fyrir verulegu áfalli,því verður ekki á móti mælt. Það endist lengur vegna þess að við eigum lélega stjórnmálamenn, sem nýttu sér ástandið til að komast til valda og hleypa af stað ógeðfelldu einelti og ásökunum sem þeir áttu sjálfir þátt í og helst að “leiða andstæðinginn á höggstokkinn” ---Þjóðin var ekki hughreyst ónei,það gerði þjóðkirkjan og er mér vel kunnugt um það,einnig að betur stæðir í söfnuðunum réttu þeim sem voru mjög illa staddir.,veit að velgjörðar maður/menn vilja ekki að þeirra sé getið. Annað,, það er ekki tittlingaskítur sem um er deilt þegar, óvandaðir menn reyna að þvinga fullveldi lýðræðisins,til ESB. með klækjabrögðum og margir rekið ofaní þá ráðamenn sem þannig fóru að. Blessað unga fólkið er ekkert öðruvísi en við/ég var á því skeiði,stjórnmál voru ekki til umræðu nema til að henda gaman að. Já það er hollt að hugsa um Ísland og framtíð þess.Þessvegna börðumst við allflest á móti lygaskuldinni sem kallast Icesave,svo unga fólkið okkar yrði ekki hneppt í skuldafjötra sem er ávísun á strit sem gamla fólkið þekkir svo vel,í takmarki sínu að mennta börnin sín. Vonandi eru ekki grófar stafsetninga villur.

Helga Kristjánsdóttir, 29.3.2014 kl. 23:10

9 Smámynd: Elle_

Jón, hann mundi óttast að hverfa, eins og flokkurinn.

Elle_, 30.3.2014 kl. 01:22

10 Smámynd: Elle_

Sigurður, flokkarnir lofuðu þessu ekki, þó kannski einn og einn stjórnmálamaður hafi logið.  Þið hljótið að skilja muninn.

Elle_, 30.3.2014 kl. 01:44

11 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Elle. Það sem forstumenn flokksins lofa er kosningaloforð svo ekki sé talað um þegar það kemur líka fram í auglýsingum frá flokknum og á heimasíðu hans. Það er út á það sem kjósendur greiða flokkunum atkvæði sín.

Sigurður M Grétarsson, 30.3.2014 kl. 14:00

12 Smámynd: Elle_

Landsfundur (eða hvað sem allir flokkar kalla það) flokks ræður, Sigurður.  Það hafa engir Bjarnar, Benediktar og Þorsteinar neina heimild til að brjóta það. 

Elle_, 30.3.2014 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband