Evran, þjóðríkið og upplausn ESB

Til að evran haldi velli sem gjaldmiðill 18 af 28 ríkjum Evrópusambandsins verða evru-ríkin að afsala sér öllu fullveldi á sviði efnahagsmála til Brussel. Þar með yrðu þjóðríkin í evru-sambandinu orðin að sveitarfélögum í Stór-Evrópu.

Þrátt fyrir tilburði embættismanna í Brussel að leggja drög að Stór-Evrópu á grunni evrunnar, með bankabandalagi og ríkisfjármálabandalagi er engin sam-evrópsk hreyfing í þá átt. Þvert á móti eru flokkar gagnrýnir á Evrópusambandið í uppsveiflu víðast í álfunni. Þegar Vinstriflokkurinn í Þýskalandi stekkur á þann vagn er virkilega tekið að halla undan fæti fyrir sambandssinnum.

Evran mun ekki eyðileggja þjóðríkið, heldur leiða til upplausnar Evrópusambandsins. Enginn veit hve lengi upplausnartímabilið stendur yfir en þó er víst að poppkornið í skálum íslenskra áhorfenda að sjónarspilinu verður löngu orðið kalt.


mbl.is Segir evruna skapa sundrungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held að íbúum ríkjanna þyki nóg um nú þegar valdaafsal til ESB. Ég tek eftir til dæmis að nú vilja norðurlandaþjóðirnar styrkja samstöðu sín á milli, það getur ekki komið af neinu öðru en af öryggisástæðum, þeir hafa betri yfirsyn en almenningur hvað er eiginlega að gerast þarna, og vilja fara að snúa ofan af valdaframsalinu. Norðmenn eru að skoða sín mál varðandi EES. Mér finnst eiginlega furðulegt að fólk sem enginn hefur kostið til valda fái allt þetta vald, og nú þegar komið er á daginn öll spillingin og óreiðan hjá þessum yfirmönnum í Brussel þá hlýtur það að kalla á endurskoðun, ég hef enga trú á því að þessi ríki séu tilbúin til að gefa endanlega upp fullveldi sitt til einhverra kommissera sem virðast vera að deila og drottna yfir almenningi, án umboðs frá þeim.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2014 kl. 11:49

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Núna þegar þriðji ókosni forsætisráðherrann tekur við á Ítalíu á skömmum tíma, 3. stærsta Evru- ríkinu, liggur fyrir að Evran ætti einn stærsta þátt í því að efnahagshagsástandið þar var síðast svona slæmt við lok seinni heimstyrjaldar. Hin stóru ríkin, Frakkland og Spánn búa við hörmulegt atvinnuástand ungs fólks, sem bera á hagkerfin uppi til náinnar framtíðar. Staða Suður Evrópu gagnvart Þýskalandi er afleit, þannig að þessi Evru- spenna endar með sprengingu, þar sem mótaðilanum er kennt um ófarirnar heima fyrir.

Ívar Pálsson, 15.2.2014 kl. 11:56

3 Smámynd: rhansen

Hverjum hefur ekki  verið þetta ljóst allann timan sem þessi þvæla um ESB hefur farið hring eftir hring hja ESB sinnum her !..sorglegt að hafa eytt tima og orku i þennann fáránleika.....i stað þess að byggja upp landið og vera trú okkar veruleika ....að við búum á Islandi  !!

rhansen, 15.2.2014 kl. 12:39

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er nú allt gott og blessað - nema að því leiti að pistill er í engu samhengi við það sem konan sagði.

Í raun var konan að segja eða boða þéttari Evrópu eða ESB. Meiri samruna.

Það er það athyglisverða í raun og það sem ætti að leggja út af.

Það er nánast leitun að stjórnmálaöflum útí Evrópu sem eru á móti ESB. Það er eiginlega bara hér uppi í fásinni sem sjá má slikt.

Út í Evrópu, meðal siðmenntaðra manna og málefnalegra, þá er málefnalegur ágriningur og í framhaldi málefefnaleg umræða um fínstillingar á Sambandinu og smærri útfærsluatriði.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.2.2014 kl. 14:16

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Ómar Bjarki, þú ræðir um „málefnalegt“ (raunar þrisvar í setningunni) eins og þessi pistill og athugasemdir eru. Konan segir að Evrópusamruninn hafi dregið úr velferð. Varla boðar hún þá meira af slíkum samsruna. Evran eins og hún sé í dag virki ekki og skapi sundrungu á meðal þeirra þjóða sem noti hana. Varla eru það þá „fínstillingar á Sambandinu og smærri útfærsluatriði“. Konan vill að tekin verði upp ný peninga- stefna með stöðugu gengi og fjármagnshöftum. Varla er það eftirsóknarvert fyrir íslenska Evrusinna.

Því betur sem farið er ofan í saumana á málefnum Evrunnar, þá kemur betur í ljós hvílíkar tætlur þau eru.

Ívar Pálsson, 15.2.2014 kl. 14:49

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Grunnatriðið er að konan vill halda Evrunni og vill endilega alveg hreint að allar þjóðir taki hana upp. Alveg endilega. Auk þess vill hún auka samruna með aukningu fjárframlaga ríkja á milli. Auk þess að hækka kaup og bætur.

Þetta er allt bara hið besta mál.

Fjármagnshöft eru auðvitað abstrakt hugtak og alltaf spurning um finstillingu og útfærslu.

Þegar hún segir þetta er hún að í raun tala um spekúlanta og vogunarsjóði o.þ.h.

Þetta eru allt ágætishugmyndir hjá konunni og málefni sem eru auðvitað alltf í umræðunni hjá siðmönntuðum og málefnalegum aðilum.

Það að þið sjallar komið af fjöllum þessu viðvíkjandi er viðbúið. Enda þekkið þið ekki málefnalegaheit heldur stundið propagandaofbeldi og pólitískan terrorisma sem vel er hunnugt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.2.2014 kl. 16:08

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Ómar Bjarki, það er bókstaflega rangt að Sahra Wagenknecht vilji halda Evrunni. Hér er enska úr þýska viðtalinu:

(We want) A new currency system with stable exchange rates and capital controls in place of the Euro.

As the euro was introduced , it does not work , but divides Europe.

After my time in Brussels I am very skeptical about shifting more competences to the EU.

Augljóst er að Sahra Wagenknecht telur að Evran hafi brugðist og að annað kerfi verði að koma í staðinn. Einnig er hún skeptísk með að færa Brussel meiri völd. Þessi manneskja talar hvorki fyrir Evrunni né valdamiklu ESB.

Ívar Pálsson, 15.2.2014 kl. 16:36

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Wagenknecht í umræddu viðtali á Zeit Online: "It is not nationalistic, if one opposes EU institutions, where workers and local middle class have no lobby . Integration that reduces the welfare of the majority in Europe and everywhere can grow anti-European resentment. We have 19 million unemployed in the south of Europe and a disastrous austerity policies, for which the European Commission is responsible as part of the troika. There, entire countries are incapacitated and plunged into the social abyss. Politicians, that represented something, should not call themselves European friends."

Ívar Pálsson, 15.2.2014 kl. 16:51

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei. Hún segir að hún vilji halda Evruni sjalladrengur. Ekki einu sinni reyna própagandaofbeldi gagnvart mér!

Ekki einu sinni reyna það. Jafnframt er eg vel læs á þýsku þó það komi ykkur elítusjöllum og þjóðrembigum á óvart að almúgamenn sé menntaðir uppá eigin spýtur og þið sjallarnir og elítan hafið skipulega komið í veg fyrir menntun almennings.

Spurning blaðamannsinns er hvort hún sé sammála kærastanum sínum Lafontein um hvort Germany eigi að yfirgefa Evruna. Konan neitar því að kærastinn hennar hafi nokkru sinni sagt það! Halló. Í frahaldi tlar hún um að málið snúist um fínstillingu og útfærslu:

,,ZEIT ONLINE: Teilen Sie die Meinung Ihres Lebensgefährten Oskar Lafontaine, dass Deutschland aus dem Euro austreten sollte?

Wagenknecht: Er hat nicht vorgeschlagen, dass Deutschland aus dem Euro austritt, sondern dass ein neues Währungssystem mit stabilen Wechselkursen und Kapitalverkehrskontrollen an die Stelle des Euro tritt. Tatsächlich muss man darüber nachdenken, unter welchen Bedingungen eine gemeinsame Währung funktioniert."

Farið svo á námskeið sjallar og lærið að skammast ykkar og hættið að níðast á almenningi og misþyrma þjóðinni með ofbeldispropaganda.

Skammist ykkar!!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.2.2014 kl. 16:54

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta þýðir:

Zeit blaðamaður: Ertu sammála kærastanum þínum að Germany skuli yfirgefa Evruna?

Konan: Það hefur hann barasta aldrei nokkru sinni sagt eða stungið uppá! Heldur þurfi að fókusera á peningamálastjórnun og undir hvaða formerkjum Evran er meðhöndluð.

Og haldiði svo kj. sjallaræflar og elítumenn og lærið að skammast ykkar. Farið á námskeið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.2.2014 kl. 17:12

11 Smámynd: Ívar Pálsson

Halda sig við málefnin, Ómar Bjarki! Wagenknecht reynir einmitt fimlega að koma sér undan því að svara spurningunni beint, hvort yfirgefa eigi Evruna. Hún segir nei, heldur að annað kerfi komi í staðinn fyrir Evru! “... sondern dass ein neues Währungssystem ... an die Stelle des Euro tritt.“

Þú skautar frjálslega fram hjá afdráttarlausri gagnrýni þessa þýska vinstri- frambjóðanda á Evruna, ESB og valdaframsal til stofnana þess. Það er líka á þeirri skýru þýsku sem þú skilur svo vel.

Ívar Pálsson, 15.2.2014 kl. 17:14

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ekki reyna þetta! Eg er búinn að segja það: Ekki reya þetta!!

Það má vel vera að ofbeldisprópaganda ykkar sjallaelítunnar dugi gagnvart einhverjum - en eigi mér!

Eg hef sýnt fram á að í þessu tilfelli reyndi sjallaelítan brútalt ofbeldispropaganda sem eg hef nú afhjúpað.

Þið reiknuðu ekki með því að einn íslenskur almúgamaður væri sjálfmenntaður í þýsku og vel fær á þýskt ritmál.

Það er ennfremur vel þekkt staðreynd að vinstri flokkurinn í þýskalandi er einn helsti stuðningsaðili sem mestrar samruna Evrópu.

Og að sjálfsögðu fylgir þá Evran með. Að sjálfsögðu.

Konan er að tala um fínstillingu og útfærslu.

Nú skuli þið sjallar og önnur elíta láta þetta ykkur að kenningu verða og ekki reyna að ljúga svona og í framhaldi vera með propagandaofbeldistilburði.

Og munið það að íslenskur almúgamaður hefur rassskellt ykkur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.2.2014 kl. 17:37

13 Smámynd: Ívar Pálsson

Sannleikanum verður hver sárreiðastur.

Ívar Pálsson, 15.2.2014 kl. 17:56

14 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Grunar að Ómar Bjarki skilji ekki erlend tungumál...

Kveðja

Ólafur Björn Ólafsson, 15.2.2014 kl. 18:59

15 Smámynd: rhansen

Löngu búin að taka eftir að Ómar Bjarki les   og skilur   allt aftur á bak  !....það gera margir aðrir  ESB sinnar lika :(  svo það er ekki von að vel gangi !!

rhansen, 16.2.2014 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband