Femínistar hljóta að styðja fjölkvæni

Femínistar, sérstaklega herskáir, hljóta að styðja fjölkvæni með þeim rökum að sé karlinn, uppspretta hins illa, umkringdur konum stafi af honum minni hætta. Konur halda fjölkvæntum karli með góðu eða illu í skefjum.

Karlar umkringdir konum eru þægir sem lömb, - femínistar neita því varla.


mbl.is Býr með þremur eiginkonum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég veit nú ekki með það - en aftur á móti gæti ég trúað að það væri talsvert minna álag á konum í fjölkvæni. Á fleiri en einn hátt, fleiri en tvo.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.2.2014 kl. 22:54

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Mig hefur alltaf langað til að vita hvernig "Svona hjón" skipuleggja sitt líf.

Er t.d. bara 1 stórt hjónarúm eða hvernig er kynlífið skipulagt?

Jón Þórhallsson, 9.2.2014 kl. 23:06

3 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég get allavega upplýst þig um það, að ég finn engin góð rök fyrir því að fjölkvæni sé bannað. Ja, eða fjölgifting? Hvort sem það eru margir eiginmenn, margar eiginkonur eða hvað.. Fólk ætti bara að fá að gera það sem það vill, svo lengi sem það er gert með vilja og samþykki allra viðkomandi.

Og Jón, yfirleitt í fjölkvænissamböndum eiga allir sitt eigið svefnherbergi.

En hvernig fólk skipuleggur sitt kynlíf kemur okkur í sjálfu sér ekkert við.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 9.2.2014 kl. 23:10

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það gæti verið fróðlegt að heyra sjónarmið þróunnarsinna.

Teljum við okkur vera eitthvað æðri en dýrin á gresjunum þar sem að eitt karldýr hefur oft fjölda kvendýra í kringum sig?

Jón Þórhallsson, 9.2.2014 kl. 23:24

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ingibjörg ég gæti ekki verið meira sammála en í þessu innleggi hjá þér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2014 kl. 23:48

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kannski þægir sem lömb,en mig grunar að sjálfstæð ríki eins og við séum ekkert áfjáð frekar en Esb. í skyldleikaræktun.

Helga Kristjánsdóttir, 10.2.2014 kl. 00:31

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Spurning hvað Páfanum í Róm finnst hentugast fyrir prívatlífið þar á bæ (og öðrum bæjum/ríkjum), í framtíðinni reglu-legu? Páfinn í Syndagarðinum hefur víst töluvert mikið af hinu ósýnilega falda valdi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.2.2014 kl. 00:44

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hafa þeir fjölkvæntu verið "þægir sem lömb" í Arabalöndunum? Eða voru þeir það í Utah á sínum tíma?

Ómar Ragnarsson, 10.2.2014 kl. 02:29

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ómar er ekki Páll að vísa í karla umkringda konum. Í Arabalöndum er ekki um það að velja að konur eigi kippu af körlum,því síður í Utah.

Helga Kristjánsdóttir, 10.2.2014 kl. 02:43

10 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ekki veit ég um mormóna, en á þeim stöðum þar sem fjölkvæni er við lýði er það stöðutákn að eiga margar konur.  Menn eru að segja: sjáðu hvað ég hef efni á að gera.

Menn þurfa nefnilega að skaffa þeim mat og húsnæði.  Þetta er ekki eitthvað sem atvinnulausir geta gert í Arabalöndunum.

Í Kína er fjölkvæni ekki löglegt, en þar mega menn hafa eins margar hjákonur og þeim sýnist - þeir þurfa bara að halda þeim uppi.  Meðan þeir geta það gengur vel.

Einhversstaðar í asíu er svo hópur sem "fjölgiftist," þ.e. ein kona með nokkra menn - það er vegna þess að þeir eiga til að vera frá mánuðum saman, uppi á fjalli.  Þá er oftast einn eftir heima með konunni.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.2.2014 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband