Vigdís og IKEA, annars slappt skaup

Skaupið í ár var ekki fyndið. Langir brandarar um Baltasar og flugdólginn misstu marks. Pólitíska paródían var léleg, nema atriðið með vinstriflokkunum og fylgistap þeirra, sem náði meðallagi.

IKEA-brandarinn var fyndinn og Vigdís Hauks atriðin kitluðu hláturtaugarnar.

Hvar værum við án Viggu Hauks?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Vigdís á allstaðar sviðið og óafvitandi veldur hún þeim andstæðingum ,sem hafa eftir henni orðatiltæki, óafturkræfum skaða svo heimskulega sem þeir umorða þau. Það er virkilega spaugilegt um leið og maður vorkennir þeim. Best þykir mér að sjá skaupið annað sinn,það fer alltaf eitthvað framhjá manni,þar sem fjölmenni horfir á í sömu stofunni.

Helga Kristjánsdóttir, 1.1.2014 kl. 04:59

2 Smámynd: Steinarr Kr.

kúkur í nærmynd var nú ekki það huggulegasta sem hægt var að bjóða upp á.

Steinarr Kr. , 1.1.2014 kl. 19:03

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góðir sprettir

Sigurður Þórðarson, 1.1.2014 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband