Bankamenn dýrka djöfulinn

Frans páfi býður fátækum og úrhrökum faðm kaþólsku kirkjunnar, rétt eins og Jesú forðum tíð. En bankafólki sérstaklega og ríkum almenn er páfa frekar í nöp við. Kerfislæg illska og djöfladýrkun á markaðnum og ríkidæmi eru orð páfa um bankamenn og þeirra slekti.

Þýska útgáfan Welt grípur til varna fyrir vammlausa bankafólkið og segir það líka manneskjur. Margt fallegt sé hægt að segja um ríka fólki, það sé ekki einsleitur hópur siðleysingja.

Welt er norður-þýsk útgáfa og það var einmitt á þeim slóðum sem Lúther fékk fylgi gegn kaþólsku kirkjunni í lok miðalda. Nýríkir borgarar í bandalagi við einvalda konunga urðu traustustu bandamenn mótmælendapresta.

Lúther og félagar launuðu málafylgjuna með því að víkka töluvert nálaraugað fyrir ríka fólkið inn í himnaríki. Frans páfi vill þrengja nálaraugað og fær mótspyrnu í Norður-Þýskalandi. Sumt breytist ekki á 500 árum.


mbl.is Minnast fæðingu Jesús í Betlehem
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er Vatíkans-Páfaríkið búið að birta bókhalds-svikin Frímúruðu? Og er Páfagarðs-hirðin farin að borga skatta og tolla í samræmi við siðferðisréttlæti og sanngirnismat Drottins-almættisins alvalda?

Það gefst varla vel seinna meir, að vera á skattborgarþræla-niðurgreiddu fyrsta farrými, í jarðheimslífinu?

Fyrsta farrými  í valdakerfi jarðheima er ekki það sama og  fyrsta farrými  eftir jarðlífið!

Eða hvað segja "vitringarnir" í Íshöll Páfa um það?

Almættið algóða blessi villuráfandi "vitringa" Páfaveldisins, og aðrar valdasjúkar sálir. Það er ekki í mannlegu valdi að Drottins-blessa né Drottins-dæma.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.12.2013 kl. 17:30

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

En hvað um Vatíkanbankann?

Wilhelm Emilsson, 25.12.2013 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband