Bloggher og mótmælastjórnun í eftir-hruninu

Í eftir-hruninu spruttu upp einstaklingar og hópar sem töldu sig ,,rödd fólksins" og efndu til mótmæla. Á Austurvelli var hópur sem virtist undir stjórn Harðar Torfasonar. Hópurinn fór einhverju sinni að húsi á Túngötu og mótmælti við höfuðstöðvar Baugs. En aðeins í skamma stund. Mótmæli við Seðlabankann stóðu lengur og lengst við þinghúsið.

Þegar komst í hámæli að tilteknir þingmenn væru viðtakendur peningastyrkja frá hrunvöldum kom upp krafa að þeir segðu af sér. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður var hvað stórtækastur en Steinunn Valdís Óskarsdóttir var einnig með stóra peningastyrki á sinni ferilsskrá. Af ástæðum sem ekki eru fyllilega skýrðar urðu kröfur um afsögn Steinunnar Valdísar háværari en gagnvart öðrum þingmönnum sem mátti þola að mótmælendur gerðu umsátur um heimili hennar. Steinunn Valdís var ein um að segja af sér í þessari snerru vorið 2010.

Sú spurning vaknar hvort mótmælin í eftir-hruninu hafi öll verið sjálfssprottin. Áður hefur komið fram að auðmenn keyptu sér ,,bloggher" m.a. fyrir milligöngu Gunnars Steins almannatengils. Í tilfelli Steinunnar Valdísar voru ýmsir sem höfðu hag af því að mótmæli beindust fremur að henni en öðrum.

Í pólitík er gömul iðja að breiða út sögur um andstæðinga sína. Í eftir-hruninu var hægt að virkja orðróm þannig að úr varð mótmælastaða. Stunduðu einhverjir slíka mótmælastjórnun í þágu sérgreindra hagsmuna en þóttust vera ,,rödd fólksins"? Þar liggur efinn.


mbl.is Alvarlegar ásakanir Steinunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Nú keppast blogghermenn við að sverja af sér.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.9.2013 kl. 10:45

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Varstu þú í þessum bloggher Páll ? Einn fárra sem skilgreinir sig sem atvinnumann.

Jón Ingi Cæsarsson, 11.9.2013 kl. 17:05

3 Smámynd: Elle_

Jón Ingi úr samfylkta skæruliðahernum ætti að vita. 

Elle_, 11.9.2013 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband