Velferðarþreyta bitnar harðar á Samfylkingu en VG

Ungt fólk vill lægri skatta, telur atvinnuleysingja lata, vill takmarka innflutning útlendinga en er hlynnt jafnrétti kynjanna, finnst samkynhneigð i lagi og umburðarlynt gagnvart ólíkum lífsstíl.

Á þessa lund, í grófum dráttum, hugsar kynslóð Y, fæddir milli 1980 og 2000, í könnun sem Guardian fjallar um. Jónas Kristjánsson segist sjá sömu merki hérlendis og vísar til nýlegra kosninga, bæði til þings og stúdentaráðs.

Velferðarþreytan veit á vinstrikrísu sem fyrirsjáanlega mun bitna harðar á Samfylkingunni en VG. Samfylkingin er valdeflisflokkur miðaldra vinstrimanna en VG að upplagi andstöðuflokkur þar sem völdin eru eftirsóknarverð en ekki lífsnauðsynleg fyrir tilvist flokksins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband