Björn Bjarna varar ríkisstjórnina við

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs heyktist á því að draga formlega tilbaka ESB-umsókn Samfylkingar frá 16. júlí 2009. Hik ríkisstjórnarinnar er undarlegt í ljósi þess að Samfylkingin, sem er eini ESB-flokkur landsins, fékk 12,9 prósent fylgi í nýafstöðnum kosningum.

Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra segir eftirfarandi í leiðara Evrópuvaktarinnar

Undarlegt er ef ríkisstjórn flokka sem lýst hafa andstöðu við ESB-aðild telur sér skylt að fara að kröfum Brusselmanna um einhverjar tímasetningar við framkvæmd stefnu sinnar. Ríkisstjórnin verður að fylgja skýrri og afdráttarlausri stefnu í samræmi við umboð sitt frá kjósendum og hið sögulega afhroð ESB-flokksins í kosningunum 27. apríl. Geri ríkisstjórnin það ekki verður trúnaðarbrestur gagnvart henni í ESB-málinu

Í upphafi haustþings hlýtur að liggja fyrir þingsályktun frá ríkisstjórninni að alþingi afturkalli mistökin frá 16. júlí 2009.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Heyr heyr !!

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.7.2013 kl. 11:55

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það hefur kanske farið fram hjá Birni Bjarnasyni og Páli Vilhjálmssyni, að fjöldinn allur af ESB-sinnum eru í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum og sumir engir smákallar.

Jóhannes Ragnarsson, 25.7.2013 kl. 12:27

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

bb virðist ekki fatta að þessir 2 flokkar lugu sig til valda og þar fengu þeir "umboð sitt frá kjósendum". hann veit líka að síðustu kostningar snerust alls ekki um esb

Rafn Guðmundsson, 25.7.2013 kl. 12:42

4 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Hvaða umboð eru menn að tala um? Ég bendi á að í sjálfri stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins 2013 stendur skýrum stöfum og orðrétt: "Þjóðin tekur ákvörðun um aðildaviðræður við ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu"

Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn ekki að berjast fyrir stefnumálum sínum?

Jón Kristján Þorvarðarson, 25.7.2013 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband