Karlar veikara kynið og standa æ verr

Ungir karlar nenna ekki að mennta sig, þeir eru vafa um kynhlutverk sitt, líklegri til glæpa og sjálfsvíga og eru almennt í eymdarástandi í samanburði við ungar konur.

Eymdarástand karla endurspeglast ekki í umræðunni um kynjajafnrétti. Þar ber meira á herskáum konum sem gera veður út af fáeinum prósentum í óútskýrðum launamun.

Þessi menningarlega mishröðun á kynjaumræðunni kemur í veg fyrir að brýn félagsleg úrræði eins og karlahús verði stofnsett til stuðnings veikara kyninu.


mbl.is 30% framhaldsnema karlkyns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ágætis pæling Páll og skemmtileg tilbreyting frá ESB þráhyggjunni.

Persónulega þá held ég að "menningarlega mishröðunin" á kynjaumræðunni liggi ekki síst í stöðnuðum hugmyndum okkar sjáfra um ólíka getu, og eiginleika kynjanna, sem síðan kvikmyndir, auglýsingar og annað afþreyingarefni elur á.

hilmar jónsson, 13.7.2013 kl. 13:58

2 Smámynd: Elle_

Ólýsanlega sorgleg niðurstaða.  Háskólar hljóta að vera of konu-miðaðir miðað við niðurstöðuna.  Menn og strákar eru ekki verri námsmenn en konur og stelpur og alvarlega verður að fara yfir námssamsetninguna. 

Löngum hefur litlum og ungum strákum í grunnskólum verið ætlað að vera kyrrir of lengi í of stelpu-miðuðu námi fullum af konu-kennurum og allt of fáum karlmönnum.

Elle_, 13.7.2013 kl. 15:28

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Herra kennari Hilmar Jónsson:

Þar sem ég er að líkindum tiltölulega einfaldur.  Þá væri vænt um að þú settir mál þitt fram með aðeins skýrari hætti. 

Ég hef lengst af verið um 110 kg. Og hef að jöfnu getað gert það sem ég ætla mér og það er löngu ljóst að margt geri ég betur en 70 – 50 kg kona, enda oft tilkvaddur af þeim elskulegum.

En það er líka alveg eins víst að 50 kg kona getur ýmislegt annað betur gert en ég með sinni þolinmæði, þrautseigu, nærsjón og iðni.  Salt og sykur er ekki það sama þó líkt sé alveg eins og er með kartöflur.

Hrólfur Þ Hraundal, 13.7.2013 kl. 15:36

4 Smámynd: Elle_

En Hilmar, ESB-þráhyggjan eins og þú kallar það, er ekki þráhyggja andstæðinga heldur ykkar sem viljið troða okkur þangað.  Við höfum verið að verjast ykkur og það er allt annað mál.

Elle_, 13.7.2013 kl. 15:37

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Páll, mælikvarðinn verður að vera á hreinu áður en byrjað er að mæla. Strákar núorðið eru gjarnan bókfælnir, hraðir í tækni og virka undir þrýstingi. Stelpur eru margar góðar í klassísku námi, bókinni, endurtekningu, söfnun upplýsinga og að dæla þeim svo út úr sér á prófi. Fyrir vikið gengur þeim betur. En breytt þjóðfélag krefst eldhraðrar úrvinnslu upplýsinga og samskipta. Því getur allt eins verið að karlmenn haldi forystu sinni þrátt fyrir akademískan slappleika, á meðan konur treysta æ meir á ríkið. En vissulega stefnir allt í algera drottnun kvenna yfir háskólunum.

Ívar Pálsson, 13.7.2013 kl. 16:12

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Er það ekki bara einsleitnin í grunnskólakerfinu sem veldur? 

Allt á að vera jafnt; kynin, áhugamálin, getan og viljinn, þótt nemendur séu ekki eins og verði það aldrei.

Kolbrún Hilmars, 13.7.2013 kl. 16:33

7 identicon

Burtséð frá umræðum um jöfn kynjahlutföll í hinu og þessu sem oftast nær á engan rétt á sér, ef svona ójafnt hlutfall ríkir í háskólanámi (sem er helsti drifkraftur framþróunar), þá VITUM við að eitthvað er virkilega mikið að.

Flowell (IP-tala skráð) 13.7.2013 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband