Ærandi stjórnmálaþögn

Eftir kosningar er ekkert að frétta af íslenskum stjórnmálum. Væntanlegir ríkisstjórnarflokkar, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, er með gildar ástæður fyrir þögninni. Þeir eru jú að smíða stjórnarsáttmála og raða fólki í embætti.

Ef frá eru taldir Björn Valur og Össur, sem blogga um súr vínber, er sáralítið að frétta af stjórnarandstöðunni. Steingrímur J., reyndar, gefur sér tíma eftir fjósamokstur í fjögur ár til að hnýta í þjóðina.

En þegar þremenningunum sleppir er engin umræða í vinstriflokkunum um afhroðið 27. apríl. Hvorugur formanna VG og Samfylkingar stendur fyrir pólitískri umræðu. Kannski er það eðlilegt ástand að vinstriflokkarnir séu samtals með 24 prósent fylgi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef það var svo að bæði þáverandi stjórn og stjórnarandstaða tölu ekki heppilegt að mála stöðu ríkissjóðs dökkum  litum í kosningabaráttunni, stjórnin af augljósum ástæðum og stjórnarandstöðunni vegan þess að ekki væri rétt að draga neitt úr möguleikunum á að lofa sem mestu, er ekki að undra að þögnin sé enn meiri nú.

Ómar Ragnarsson, 19.5.2013 kl. 13:10

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Páll. þú mátt allt eins eins reikna með nokkur hávaði eigi eftir að brjótast út úr því sem þú kallar þögn vinstriflokkanna nú.

Ekki síst þegar fólk fer fyrir alvöru að vakna upp með það óbragð í munni að sérhagsmuna martröðin með allri sinni spillingu og subbuskap hefur tekið yfir, aðeins 4 árum eftir að hú rændi þjóðina.

Og þú mátt alveg eins reikna með því að sá hávaði geti orðið eitthvað í líkingu við það sem átti sér í búsáhaldabyltingunni, ekki síst þegar gullskeiðarplebbarnir og fórdómabuddan Vigdís Hauksdóttir fara að viðra hugmyndafræðina og þverbrjóta fals loforðin sem verr gefnari hluti þjóðarinnar kokgleypti.

hilmar jónsson, 19.5.2013 kl. 22:28

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er þetta á teikniborðinu hjá skipulagsstjórn,? Til hvers allan þennan hávaða sem engu skilaði þjóðinni nema stjórnvöldum sem skriðu á vömbinni til Esb-sins til að þurrka hana (þjóðina) út. Það er bara gott að Vigdís hrellir ykkur manneskja sem er búin að reka ofaní esb-stjórnina æ,ofan í æ. Heyrðu annars gáfnaljós,varst þú að vænta lofarðanna sem ný ríkisstjórn hefur heitið,? Þarfnast þú einhvers eftir valdasetu fráfarandi ríkisstjórnar,? það skildi þó aldrei vera. Þú ætlar þá með grjónapottinn að spila fyrir okkur,það var enginn taktur í þessu,ef ég man rétt. Hilmar sættu þig við að mikill meiri hluti þjóðarinnar vill þessa flokka til þess að rétta okkur við og varðveita sjálfstæði okkar.

Helga Kristjánsdóttir, 20.5.2013 kl. 05:14

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Bjarni og Simmi eru aðeins uppteknir. Það er verið að teikna þá fyrir næsta Simpsons-þátt

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.5.2013 kl. 07:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband