Skjaldborg skuldara

Ísland er paradís skuldara. Því meira sem menn skulda því fleiri eru úrræðin. Réttarkerfið færir skuldurum stórkostlegar bætur og alþingi setur lög til að bæta hag þeirra. Stjórnmálaflokkar ganga erinda skuldara að því marki að setja ríkissjóð á hausinn til að skuldarar fái flata niðurfellingu.

Þegar annað þrýtur er kerfið orðið svo sligað af málefnum skuldara að þeir geta áhyggjulaust leigt út nauðungarseldar eigur sínar án og hirt leigutekjurnar - væntanlega ekki upp í skuldir.

,,Steyptu þér í skuldir og lifðu lífinu," er mottó skuldarans á Íslandi. 


mbl.is Borga ekkert og búa frítt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnarsson

Líklega eitthvað til í þessu. Fékk ekki einn maður um 70 milljarðara niðurfellda hjá einum banka?

Jón Ragnarsson, 6.5.2013 kl. 09:16

2 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Skjaldborg um þá ríkustu. Einn maður hefur fengið margfalt meira afskrifað en öll íslenska þjóðin til samans.

Jafnvel eftir þessa leið Sigmundar þá er samt búið að afskrifa minna hjá almenningi en milljarðamæringunum.

Hallgeir Ellýjarson, 6.5.2013 kl. 09:46

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í texta fréttarinnar kemur fram að þeir sem ekki greiða af lánum eru í langflestum tilvikum í bullandi greiðsluvanda. Hinir sem "búa frítt og borga ekkert" til þess eins að hagnast á því, heyra til algerra undantekninga. Einhverra hluta vegna er það samt aðalfyrirsögnin. Þessi spunafrétt verður því einfaldlega að skoðast sem innlegg Sjálfstæðisflokksins íyfirstandandi viðræður um stjórnarmyndun. Það er greinilegt að Stóra hefur ekki tekist að fá fund með þeim litla til að leggja honum línurnar og hefur því séð sér þann kost vænstan að gera það með skilaboðum á forsíðu málgagnsins. Enda væri málgagn til einskis ef það gagnaðist ekki til málflutnings.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2013 kl. 14:06

4 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Þú hlítur að vera af 68 kinnslóðinni og þess vegna skulda ekki neitt Páll. Kannski sloppið líka við að borga af námslánunum.

Þar sem þú ert blaðamaður og þess vegna auðvitað gert ítarlega ransóknavinnu, þá veistu auðvitað hvers vegna það voru svo fáir sem fengu til baka í 110% aðferðinni.

Jú stór hluti af íslendingum leggur til hliðar til mögruáranna og þetta heiðarlega fólk sem borgar skuldir bankanna mánaðalega, átti kanski skuldlausabíla og 1-2 mánaðalaun á banka sem síðan voru derginn frá í 110% aðferðinni. Eða þá að húsin þeirra voru metinn langt upp fyrir það sem þeir höfðu keypt þau á 2007. Nema að hvortveggja sé.  

Þeir heiðalegu og duglegu fá aldrei neitt hér á landi. Og það er ekkert gaman að skrifa um þá heldur. Þeir mæta í sína vinnu og gráta húsinn sín í hljóði í koddan þegar ljósin slokna.

Þetta er fólkið sem horfir á Viðlagasjóð borga smá sprungur í húsum eftir jarðskjálfta og eldgos, en fá ekkert frá samfélaginnu þegar "hraunað" er yfir heimilinn þeirra af bönkum lífeirissjóðum og efnamönnum sem taka sér stöðu móti genginu og lánunum þeirra.

Lestu um hvernig leiguliða í Pakistan líður þegar landeigandinn hækkar leiguna og þú munt fá smá sýn í heim þessa fólks. Þegar heimilið er ekki þitt og vinnulaun þín í raun ekki heldur. Örvæntinguna sem skapast þegar eina undankomu leiðinn er að flýja land byrja í nýju landi. Og gera sér grein fyrir að þú getur líklega ekki unnið sem blaðamaður í öðru landi. Því mentunnin er of sérhæfð.

Hafðu svo góðan dag.

Matthildur Jóhannsdóttir, 6.5.2013 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband