VG terrorismi í framkvæmd

Ríkisendurskoðun lenti í skothríð VG fyrir að makka ekki rétt með ríkisstjórninni. Björn Valur Gíslason, hægri hönd Steingríms J., var gerður út af örkinni að tæta í sig Ríkisendurskoðun.

Völdum gögnum var lekið í Kastljós sem áttu að sýna að Ríkisendurskoðun hafi orðið á stórkostleg mistök. Einu ,,mistökin" voru þau að dregist hafði að ljúka skýrslu um innleiðingu tölvukerfis. Slík ,,mistök" eru daglegt brauð í stjórnsýslunni.

Ein og ríkisendurskoðandi bendir á var engin umræða um skýrsluna þegar hún kom út. En með Kastljós sem verkfæri tókst Birni Val og VG að grafa undan trausti og trúverðugleika Ríkisendurskoðunar. Ríkisendurskoðandi segir þetta um aðfarirnar

En þunginn í umræðunni var mikill og ljóst er að einhver tími mun líða áður en það orðsporstjón sem stofnunin varð fyrir vegna hennar verður að fullu bætt.

VG ætlaði sér að ,,terrorisera" Ríkisendurskoðun, sem heyrir undir alþingi, til að þagga niður í gagnrýni á stjórnsýslu ríkisstjórnar vinstrimanna. Til að keyra skilaboðin heim var stofnunin í ofanálag fjársvelt.

VG er flokkur sem er ófær um að fara með opinbert vald.


mbl.is Tíma mun taka að bæta „orðsporstjónið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Enda hnúar og hnefar táknmynd þeirra.

Ragnhildur Kolka, 26.4.2013 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband