Tapaður samnefnari Egils

Egill Helgason er í tvöföldu hlutverki umræðustjóra á Ríkissjónvarpinu og álitsgjafa um þjóðfélagsmál sem bloggari. Hlutverk umræðustjóra er að leiða fram sjónarmið annarra, skapa vettvang fyrir umræðu og spyrja. Hlutverk álitsgjafa er koma með sjónarmið, rökstyðja og fullyrða.

Egill reynir að finna samnefnara í helstu málum og hefur þann samnefnara í frammi, bæði í bloggi og umræðuþáttum. En hann er jafnframt raunsæismaður og tekur mið af umræðunni almennt. Svo dæmi sé tekið þá er Egill ESB-sinni og hefur bæði bloggað og skapað vettvang fyrir umræðu um ESB-umsóknina. En þegar frá leið og augljóst var að ESB-leiðangurinn var dauðadæmdur þá ,,kólnaði" umræðan hjá honum um þetta tiltekna mál og hann fleygði jafnvel inn  bloggum sem sögðu efnislega að ESB-sinnar væru með tapaðan málstað.

I málefnum Vantrúar og kæru félagsskaparins á hendur háskólakennara virðist Egill hvorki hafa fundið samnefnara né geta lagt raunsætt mat á málavöxtu.

Í sumum málum er enginn samnefnari, þau eru annað hvort rétt eða röng. Kæra Vantrúar var röng vegna þess að hún hjó að rótum helgasta hlutverki háskóla: að standa fyrir frjálsri umræðu.


mbl.is Tækifærismennska í þjóðmálaumræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í Rannsóknarskýrslu Alþingis um fjárhagsleg tengsl háskóla og fjármálastofnana er hvergi talað um Egil Helgason. Hann virðist akkúrat engu máli skipta í stóra samhenginu. Er tækifærismennskan kannski mest innan háskólans?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 10:29

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hvalurinn Rauðhaus er og verður tvöfaldur.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.12.2012 kl. 10:34

3 identicon

Egill Helgason skiptir augljóslega engu máli og þar með afstaða hans.

Þessi staðnaði þáttur hans er hins vegar alveg hræðilegur.

Furðulegt að þessu sé ennþá haldið úti. 

Rósa (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 14:24

4 identicon

En  hvað ef háskólakennari tæki nú upp á því að kenna tóma vitleysu, t.d. að þróunarkenningin væri alröng en sköpunarsaga biblíunar rétt? Jörðin flöt?Eða að allir þýskir hermenn á Hitlerstímanum hafi verið Nazistar? Eða að múslímatrú sé öfgatrú sem stefni að heimsyfirráðum?Afneitar Helförinni?Eða að Ísland verði Kúpa norðursins ef ekki yrði samþykktur Icesave samningur?

Nú eða öfgakristinn grunnskólakennari bloggar í sínum frítíma um að hommar og lesbíur fari til helvítis?  (þar með taldir náttúrulega þeir nemendur hans sem svo eru) Þá er rokið upp til handa og fóta og sagt að hann ráði hvað sé skrifað í frítíma en svo má ekki hnýta í öfgakristinn háskólakennara fyrir að vitna á námskeiðum í persónulegt blogg manna og kenna það við félagsskap sem þeir eru í, til að sýna fram á hvað félagsskapurinn sé slæmur og trúlausir vont fólk.

Eiga bara allir að þegja og virða hið "akademíska frelsi"?

Eru menn sloppnir inn fyrir eitthvert "gullna hlið" þegar þeir komast í embætti, hafnir yfir gagnrýni og ósnertanlegir þrátt fyrir starfsafglöp?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 15:02

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Allt hérna vildi ég sagt hafa og meira til. Engu líkara en fólk sé hætt að fara í felur með andúð sína á Stjórnvöldum. Þau virkilega hræddu fólk,enda óvægin að grípa til þess fólskubragðs,þegar þeim þótti mikið liggja við,öll munum við eftir Kúbugrílu háskóla-proffa. Það er virkileg tilhlökkun ef RUV. fer að flytja óklipptar fréttir frá útlöndum.

Helga Kristjánsdóttir, 8.12.2012 kl. 15:34

6 identicon

Góður pistill Páll. Ég tek líka undir með Rósu, þátturinn Silfur Egils er orðinn svo staðnaður að við erum ansi mörg hætt að horfa á hann. Fyrir löngu.

Versta er að maður er búinn að fá svo mikið nóg af Agli að Kiljan tapar áhorfi líka.

Ef mig misminnir ekki þá sagði Egill Helgason fyrir og á meðan hruninu okkar stóð að það væri hlutverk fjölmiðlamanna að vera í stjórnarandstöðu...

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 20:23

7 identicon

Ekkert nýtt hjá Páli Vilhjálmssyni, bara að skrifa illa um fólk !

Það er með ólíkindum hvað þessi persóna gerir fyrir peninga ?

Ef það skal þjóna sjálfstæðisflokknum þá skal það gert hjá Páli Vilhjálmssyni, og auðvitað fyrir góðan pening annað væri stílbrot !

En það eru allir raftar dregnir fram til að sverta persónu Egils Helgasonar líka Páll Vilhjálmsson !

Mikið er gott að sjá hvað sjálfstæðisflokkurinn er aumkunarverður með hjálp Páls Vilhjálmssonar. 

JR (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 21:12

8 identicon

Góði JR - hefur þú alveg misst af því að Páll er framsóknarmaður?

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 22:01

9 identicon

Óskaplegur bjáni ert þú, Bjarni minn. Kallar öfgahreyfingu sem stendur ekki fyrir nokkurn skapaðan hlut, en er aðeins þarna til að fara með nýð um aðra menn og það sem aðrir trúa (allir sem trúa öðruvísi en hún sjálf) "persónulegt blogg manna", og boðar um leið algjöra ritskoðun og afturköllun tjáningarfrelsis/persónufrelsis Íslendinga, nema auðvitað vina þinna á "persónulega blogginu". Maðurinn umræddi sagði bara sannleikann, að þetta væri öfgafélagsskapur. Ég er ekki kristinn en ég sé það og það sjá allir skynsamir menn. Ég skal útskíra muninn fyrir þér. Hugsjónamaður er sá sem trúir á gildi einhverrar stefnu. Kannski hann boði öðrum hana. Kannski hann láti það eiga sig, vegna einhvers konar elítisma (þarf ekki að vera slæmt) eða annars. Öfgamaður er hins vegar sá sem stendur fyrir því að rífa niður hugsjónir annarra. Hann ræðst á þær með hatri. Sjálfur stendur hann fyrir tómið eitt. Eiginlega eins og nazistarnir sem þú nefndir. Hitler hefði mögulega getað unnið stríðið, segja þeir sagnfræðingarnir, en það var forgangsröð að drepa gyðingana, og tók hann margar óskymsalegar hernaðarlega fráleitar ákvarðanir í því skyni að ná að drepa sem flesta af þeim. Hvað stóð Hitler svo fyrir? Ekki nokkurn skapaðan hlut. Fráleitan hugmyndafræðigraut sem var einungis settur saman til að réttlæta botnlaust hatur. Hvað stendur þú fyrir? Eitthvað? Eða ertu bara á móti hinu og þessu eins og Vantrú?

Sigurður (IP-tala skráð) 10.12.2012 kl. 06:17

10 identicon

Akademískt frelsi er ekki meira en svo á Íslandi að eini maðurinn af öðrum skóla en meirihlutinn, Hannes Hólmsteinn heitir hann, var tekinn af lífi nánast, bara fyrir að dansa eftir öðrum takti en hinir. Þveröfugt við heimsins bestu háskóla þar sem fjölbreytnin er mikils metin og kennararnir eru ekki samansafn innréttaðra hermikrákna hvers annars heldur endurspegla fjölbreyttar skoðanir. Í bestu háskólum heims eru ævinlega nokkrir kennarar sem eru hatrammir andstæðingar hvers annars og deila og rökræða í mesta bróðerni nemendum til mikils gagns, því enginn græðir á því að hlusta á jarm sammála skoðanabræðra sem segja alltaf amen á eftir efninu. Skoðanafrelsi er heldur ekki meira en svo að reka má grunnskólakennara úr vinnu fyrir að hafa sömu skoðun á samkynhneigð og næstum allir islömsku barnakennararnir í nágrannalöndum okkar, hvers stjórnarskrár varinn réttur í þeim löndum tryggir þeir hafi sama rétt á sínum skoðunum og meirihlutinn og frelsi þeirra til að tjá þær á einkabloggum.

Arna (IP-tala skráð) 10.12.2012 kl. 06:23

11 identicon

  1. Sigurður @6:17 

Ég er að reyna að botna í þessari ádrepu þinni,þú ert með ágætis tilraun til að skilgreina öfga og segir að öfgamaður reyni að rífa niður hugsjónir annara sem er nokkuð góður punktur, á móti kemur að sá sem rífur niður hugsjónir annara þarf ekki að vera öfgamaður t.d. rifnuðu niður hugsjónir margra um eðlisfræðilögmálin þegar Albert kom fram með afstæðiskenninguna. Kirkjunni var oft á tíðum mjög illa við menn sem rifu niður viðtekna heimsmynd og átti til að brenna þá á báli. Voru sjálfsagt álitnir af henni vera öfgamenn. Mögulega er hugtakið öfgamaður ekki algilt og eitthvað háð því hver dæmir.

Hjá öfgamanni er sannleikurinn yfirleitt aðeins einn og ekki pláss fyrir gagnrýni, trúlega er þessvegna álitið mikilvægt að verja hið akademíska frelsi. Vandinn er bara sá, hvað á að gera þegar öfgamaðurinn kemst inn fyrir, er varinn af hinu akademíska frelsi?  Alveg eins og Arna bendir á hér að ofan að stjórnarskrár viðkomandi landa geta orðið skálkaskjól öfgaskoðanna.

Svipað fyrirbæri er valddreyfing. Við höfum t.d. nokkuð sjálfstæðann seðlabankastjóra sem á að geta tekið ákvarðanir án þess að pólitísk öfl séu um of að ráðskast með hann. En hvað ef viðkomandi seðlabankastjóri fer að gera tóma vitleysu t.d. hækkar bara vexti hvað sem á dynur? Þá er allt í einu kominn sjórnlaus smákóngur inn í kerfið. Pólitísku öflin segjast svo ekkert geta gert og fría sig þannig ábyrgð.

Á sama hátt vil ég setja spurningamerki við frelsi kennara til að tala fyrir hvaða skoðun sem er, a.m.k. er mikilvægt ef þeir leggja fram hugmyndir og skoðanir til umræðu að þeir greini nokkuð rétt frá þeim en séu ekki að bjaga í einhverjum annarlegum tilgangi.   Sérstaklega hlýtur þetta að vera viðkvæmt í grunnskólum þar sem fólk er ómótaðara en seinna verður og því viðkvæmara fyrir öfgum og áróðri. Öfgakristni grunnskólakennarinn sem sagð í sínu einkabloggi að samkynhneigðir nemendur færu til helvítis (eða eitthvað í þá áttina) var hann ekki þar með að brjóta eftirtalda siðareglu kennarasambandsins?

11. Sýnir öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu.

Varðandi félagsskapinn Vantrú þá er ég ekki í honum og þekki ekki nokkurn mann þar persónulega nema kanski að ég hafi verið aðeins kunnugur einum þeirra fyrir 30 árum eða svo!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 10.12.2012 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband