Án aðlögunar verður engin ESB-aðild

Æ betur skýrist hvernig þjóðir eru teknar inn í Evrópusambandið. Þær eru aðlagaðar inn með þvi að regluverk sambandsins er jafnt og þétt tekið upp af umsóknarríkinu. Þegar aðlögunarferlinu er lokið er umsóknarríki í reynd orðið aðili að ESB þótt formleg staðfesting liggi ekki fyrir.

Evrópusambandið talar ekki um aðildarviðræður heldur aðlögunarsamninga. Í útgáfu sambandsins, ,,Understanding Enlargement, the European Union’s Enlargement Policy” (Stækkun útskýrð, stefna ESB í stækkunarmálum) segir eftirfarandi

Hugtakið ,,samingaviðræður” getur verið misvísandi. Aðlögunarsamningar einblína á skilyrði og tímasetningar á því hvenær og hvernig umsóknarríki lagar sig að reglum ESB - sem telja um 100 þúsund blaðsíður. Og þessar reglur (einnig þekktar undir nafninu acquis, sem er franska fyrir ,,það sem hefur verið samþykkt) eru ekki umsemjanlegar.

Á Íslandi er til sérstök útgáfa af ESB-sinnum sem kallast ,,viðræðusinnar." Þeir tala um að ,,klára samninginn" og láta eins og aðlögun sé ekki til, aðeins samningar sem þurfi að fást ,,svo að þjóðin geti tekið afstöðu." 

 

 


mbl.is Hörð gagnrýni á samningsmarkmið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru tveir hópar af "viðræðusinnum", annar veit að það eru engar viðræður, bara aðlögun, en þegir um það, því öllu er fórnandi fyrir dýrðina. Hinn hópurinn er illa upplýstur.

Minna og minna fylgi við ESB aðlögun skýrist af því, að fleiri og fleiri í seinni hópnum upplýsast.

Við getum eiginlega sagt, að annað hvort eru ESB sinnar illa upplýstir, eða illa innrættir.

Hilmar (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 07:37

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Kannski eru þessir ESB sinnar eins og Össur Skarphéðinsson og fleiri, þykjast vita allt en vita bara það sem þeim hefur verið sagt...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.11.2012 kl. 09:40

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Aðlögun ... fáránlegt að tala svona. Ísland hefur verið aðili að EES samningi frá 1994 og tekið upp 70-80% af regluverki ESB.

Kannski má kalla það aðlögun ef menn vilja það en reyndar er þetta bara hluti af því að hafa samið við Evrópu og velja að tileyra henni viðskiptalega líka en ekki bara uppruna og landfræðilega. Mér finnast þetta orðagjálfur um aðlögun barnalegar og óupplýstar.

Jón Ingi Cæsarsson, 9.11.2012 kl. 11:10

4 identicon

Ég er enginn EBS sinni, né heldur á móti þeim...

Ég sé ekki alveg hvað gríðarlega miklu máli það skiptir hvort menn kalla þetta aðlögunarsamninga eða bara samninga um aðild að Evrópusambandinu...Við munum taka ákvörðun á endanum...Mjög líklega er stór hluti ,,aðlögunarinnar" góður fyrir Íslendinga hvort sem þeir fara í sambandið eður ei. Og erum við ekki nú þegar búnir að ,,aðlaga okkur" að miklu leiti að Evrópusambandinu með EES samningunum? 

 Mér finnst þessi umræða um aðlögun/samningaviðræður vera að mestu leiti eingöngu til þess að slá ryki í augu fólks, sem þykist þá vera ,,meira upplýst" um þetta stóra mál...Er Noregur búinn að aðlaga sig að Evrópusambandinu? Þeir eru búnir að semja og kjósa nokkrum sinnum og segja nei...

Hvað er málið? Klárum samningana og tökum svo ákvörðun um það sem skiptir máli...Hættið að velta ykkur upp úr aukaatriðunum...

Guðbjartur (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 11:20

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hversu mörg % sem regluverkið hefur verið,vegna EES samningsins,hefur Ísland blessunarlega haldið fullveldi sínu, Það er einmitt það mikilvægasta.

Helga Kristjánsdóttir, 9.11.2012 kl. 11:27

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Mér finnst þessi umræða um aðlögun/samningaviðræður vera að mestu leiti eingöngu til þess að slá ryki í augu fólks"

Mestu leiti? Að 100% leiti!

Heimssýn er með allt á hælunum í orðræðu sinni. Byrjuðu á að hamra á þessu - og fyrir langa löngu búið að afhjúpa þessa lygi þeirra. Samt halda þeir áfram að ljúga.

það er alveg ótrúlegt að menn geti fengist til að hafa atvinnu af daglegri lygi. Bara siðferðislega. Sem aftur fær mann betur til að skilja hvernig þeim Sjöllum tókst að rústa hérna landinu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.11.2012 kl. 11:39

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Segir hver,? Blindur aðildarsinni! Við sem erum á móti inngöngu í Esb. erum svo gott sem hætt að bísnast yfir lyginni sem þessir Samfylkingarmenn hafa ausið yfir landslýð,að ég minnist nú ekki á svikin. Það sýnir sig að þeir sem starfað hafa við hlið þeirra,Vg liðar eru að hrökklast úr þessu samstarfi,enda einlægir fullveldissinnar. Planið var allan tímann hjá þessari ríkisstjórn að halda áfram,í von um að Íslendingar dofnuðu,gleymdu öllu platinu og létu af mótþróa gegn valdnýðslu þeirra.

Helga Kristjánsdóttir, 9.11.2012 kl. 11:54

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,A compulsive liar is someone who lies with ease and finds comfort in it. The person will fib about everything and anything with no conscience whatsoever. Lying has become an addiction, and the person doesn't even think about the lies he or she tells. The person will even continue to lie if you present the truth in cold hard facts. Getting a person to admit he or she lied is almost impossible."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.11.2012 kl. 11:58

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er þetta samið af formanninum? Komdu með kjarnyrta forníslensku manni,henni verður gert hátt undir höfði þegar við tökum við stjórnartaumunum,útlendingar hrífast af sérstöðu okkar.

Helga Kristjánsdóttir, 9.11.2012 kl. 12:04

10 identicon

Guðbjartur er ekki með eða á móti, en langar samt voða lega mikið með.

Þegar Norðmenn voru í aðildarhugleiðingum voru reglur öðruvísi.

Þá voru viðræður.  Nú er bara aðlögun í boði. 

Sorglegt dæmi um það sem Hilmar segir.  Annað hvort eruð þið illa upplýstir eða illa innrættir.

jonasgeir (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 13:15

11 identicon

Og áfram halda aðlögunarsinnar lyginni. Jón Ingi segir að við séum búin að taka upp 70-80% af ESB, í gegnum EES.

Hann metur sem sagt fiskinn okkar, orkuna, vatnið, fullveldið og allt hitt, sem einhver skitin 20-30%

Síðast í gær var greint frá því, að Samfylkingar kynna ný lög sem kveða á um að atvinnubílstjórar þurfi viku námskeið á fimm ára fresti, sem þeir þurfa að sjálfsögðu að borga offjár fyrir, og sem skýringu, þá á það að vera betra fyrir bílstjórana að fá vinnu í ESB.

Svona halda þeir áfram að lauma ESB inn bakdyramegin.

Jón Ingi er sennilega ekki illa upplýstur, heldur illa innrættur, sennilega í samræmi við svipljótt andlitið.

Svo er það spurningin, hvort við getum ekki hópknúsað Ómar, sem þjáist af sjálfshatri á háu stigi.

Sennilega er hann ekki samþykktur í samfélagið, í því umhverfi sem hann er í, og við því þarf að bregðast.

Hilmar (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 13:27

12 identicon

Ég segi nú bara við ykkur Jónas og Hilmar. Þið þurfið að læra að kunna að tala saman en ekki vera með skítkast. Það lýsir frekar ykkur en ekki því sem þið skrifið um. Í ,,aðlögunarferli"/samningum er ekki verið að tala um fiskinn, orkuna, vatnið, fullveldið o.s.frv. heldur regluverkið...Ef þið viljið tala um þessu gríðarlega mikilvægu hluti framtíðar Íslands. Talið þá af skynsemi og notið rök en ekki hálfvitahátt...

Við erum flestöll að reyna að finna réttu leiðina fyrir okkur Íslendinga sem er best fyrir okkur til framtíðar...

Guðbjartur (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 14:17

13 identicon

Ertu búin að stunda "samræðustjórnmál" lengi, Guðbjartur?

Þú verður bara að fyrirgefa góðurinn, en megnið af þjóðinni hefur fengið nóg af þessu afturendaprumpi ykkar.

Einungis sannfærður Samfylkingur kemst að þeirri niðurstöðu, að fiskurinn, orkan, vatnið, fullveldið og allt hitt, sé ekki hluti af regluverki ESB, og yrði hluti af regluverki Íslendinga sem aðlöguð þjóð.

Hypjaðu þig svo á hentugri stað með þessa Samfylkingarhræsni þína.

Hilmar (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 14:50

14 identicon

Blessaður Hilmar. Er eitthvað í ólagi heima hjá þér? Ertu vanur að vera svona ókurteis við fólk sem þú þekkir ekki? Talarðu svona við fólk sem er með þér í röð í verslun?

Þegar þú talar um afturendaprump, gerir þú þér virkilega ekki grein fyrir því að það er nákvæmlega svona illa lyktandi orðbragð sem virðist koma úr huga þínum.

Ég er ekki í Samfylkingunni og hef aldrei verið, en ég tel fólkið þar ekkert verra en í öðrum stjórnmálaflokkum.

Ég mun aldrei kjósa já við aðild að Evrópusambandinu ef ég tel samninginn sem við höfum í höndunum ekki vera góðan og ég held að flestir Íslendingar séu sammála mér í því...Við, fólkið í landinu, höfum þetta vald á endanum. Þetta gæti bara ekki verið einfaldara...

Guðbjartur (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 15:50

15 identicon

Blessaður Guðbjartur, farðu eitthvað með þennan háa hest þinn, og sittu á honum í einrúmi. ef þú þolir ekki gott, kjarnyrt íslenskt mál.

Og þú mátt vita það, ef þú talaðir líka eins og fáviti í röðinni í búðinni, þá myndi ég benda þér á það, á minn yfirvegaða hátt.

Þú getur bara reynt að þvo af þér Samfylkinguna, eins og er svo vinsælt þessa dagana, en þeir sem blaðra um "samning" geta ekki falið upprunann, eða lyktina. Einungis forfallnir Samfylkingar ræða um "samning", allir aðrir vita þetta með aðlögunina. Hey, eins og Páll hefur bent á, þá eru þið almennt hættir að ræða "samning" og ræðið "niðurstöður viðræðna".

Hitt sem bendlar þig sterklega við Samfylkinguna, er þessi árátta ykkar að telja að þið talið fyrir hönd þjóðarinnar. Það dugar ekki einu sinni, að allar kannanir sýni að 70% þjóðarinnar sé á móti þessu andlýðræðisbandalagi, nei, þið eruð þess fullviss að þið talið fyrir hönd þjóðarinnar.

Það minn kæri, er afturendaprump, sagt og skrifað.

Hilmar (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 16:12

16 identicon

Talandi um að vera á ,,háum hesti"...Talar um að ég ætti að hypja mig, sakar mig um hræsni. Bendlar mig við Samfylkinguna og telur mig líklega lygara í þokkabót því ég er búinn að segja að ég sé ekki Samfylkingarmaður.

ég sé ekki heldur hvað máli það skiptir í hvaða flokki ég er eða ekki. Er Sjálfstæðisflokkurinn eitthvað betri? Framsóknarflokkurinn? Eða Vinstri Grænir? 

Talar um að Jón Ingi sé illa innrættur og svo ferðu að tala um hvernig hann lítur út...ekki nóg með þetta...Ómar...hann er fullur af sjálfshatri og ekki samþykktur í samfélaginu...Kjarnyrt íslenska...Þetta er frekar subbuleg og ósmekkleg og blátt áfram hálvitaleg framkoma hjá þér sem þú ættir að skammast þín fyrir...

Ég tala fyrir mína hönd og líklega hönd margra annara þegar ég segi að ég vilji fá að vita hvað er í pakkanum áður en ég tek ákvörðun um hvort við eigum að fara í Evrópusambandið...ég tel marga kosti þess að fara í ESB og eins sé ég marga mínusa...og ég vil fá að geta tekið meðvitaða ákvörðun þegar búið er að semja um öll þessi mál...ég tel að flestir Íslendingar séu mér sammála í því...hvort sem þeir segja nei eða já þegar að því kemur...

Guðbjartur (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 17:08

17 identicon

Kominn í samúðarklámið, Guðbjartur?

Það er sennilega verra en hitt klámið.

Jón Ingi á þetta allt inni, og meira. Með sóðalegri bloggurum, og frekar ólíklegt að þú náir að höfða til samúðar með honum, eða þér, ef út í það er farið. Skuggalæegt yfirbragð, svo ég segi nú ekki illilegt, kórónar svo bara andann og yfirbragðið.

Garmurinn Ómar er svo náttúrulega annar handleggur, þar getur þú sennilega skorað samúð, enda vorkenna honum margir. Það hlýtur að vera vont að sitja fyrir framan tölvuna og hlakka yfir og fagna tapi íslenskra íþróttamanna í kappleikjum, sem og öðrum óförum íslenskrar þjóðar. Það er raunverulegt vandamál, sjálfshatur, self hatred, ef þú skyldir vilæja fletta því upp.

Varðandi pakkann, þá er löngu búið að opna hann, og hann inniheldur alla þá sáttmála, lög og reglur ESB fram til dagsins í dag, sem við þurfum að samþykkja. Það er ekkert annað. Enginn samningur, enda ekkert um að semja. Þetta liggur allt saman klappað og klárt fyrir.

Ég vona því að þú talir bara fyrir þína hönd, enda afskaplega slæmt ef það eru margir sem eru svo innilega.... svona eins og þú ert.

Rétt að benda þér á, aðef þú þolir ekki íslenskt mál, þá er rétt að þú hypjir þig. Hvort þú gerir það eða ekki, hreyfir ekki við mér. Þetta var bara umhyggja fyrir þér.

Já, og í lokin, auðvitað skiptir það öllu máli hvaða flokk þú styður, enda bara einn flokkur sem gerir út á lygar í þessu aðlögunarferli. Flokkurinn sem þú aðhyllist.

Hilmar (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 17:41

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er náttúrulega alveg ótrúlegt að heimsksýnarsöfnuðurinn skuli halda úti fleiri fleiri síðum þar sem þeir ljúga daglega og hafa atvinnu af og fá vel greitt frá allskyns bófaklíkum og bröskurum. Engu að síður er það taðreynd.

þetta flokkast, sennilega, sem Compulsive Liar frekar en sociopath liar. þetta er bara einhver vani sem þeir hafa orðið háðir. Vítahringur sem afar erfitt er að rjúfa. Skilgreint hér:

,,Compulsive Liar

A compulsive liar is defined as someone who lies out of habit. Lying is their normal and reflexive way of responding to questions. Compulsive liars bend the truth about everything, large and small. For a compulsive liar, telling the truth is very awkward and uncomfortable while lying feels right. Compulsive lying is usually thought to develop in early childhood, due to being placed in an environment where lying was necessary. For the most part, compulsive liars are not overly manipulative and cunning (unlike sociopaths), rather they simply lie out of habit - an automatic response which is hard to break..."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.11.2012 kl. 18:37

19 identicon

Sannleikanum verður sumur sárreiðastur.  Sérstaklega þeir svona frekar hársárari og heimskari.

Guðbjartur.  Hvar var skítkastið?  Ekki kastaði ég neinum.  Þetta er gamall samfylkingarskítur.  Vinsamlega ekki nota almenningsbaðhúsin.

jonasgeir (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 19:03

20 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er ekki reynandi fyrir ykkur sem ekki munið hvað þið heitið að spyrja einhvern kunnugan?

En um lygi.

Því er haldið fram að Ísland haldi fullveldi sínu eftir inngöngu í ESB og því er haldið fram að aðildarríki ESB séu fullvalda eftir sem áður.

Þetta er að sjálfsögðu lygi. Og þeir sem eru að ljúga að eigin þjóð eiga ekki að bera orðið "lygi" sér í munn.

Þeir eiga að skammast sín.

Árni Gunnarsson, 10.11.2012 kl. 17:44

21 Smámynd: Elle_

Guðbjartur er á ókunnum slóðum ef hann veit ekki að Jón Ingi er lyginn eða illa innrættur.  Né veit hann að Ómar er raðlygari og þessvegna passar lýsing hans sjálfs um ´compulsive liar´ fullkomlega við hann sjálfan. 

Svo segir Guðbjartur fólki að hætta að hugsa um aukaatriði og sakar menn í landvörn um skítkast meðan hann ver landsölulygara.  Vá, er það nú orðið aukaatriði að nauðga okkur inn undir erlend lög sem við kærum okkur ekkert um?

Elle_, 10.11.2012 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband