Minnisblað fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Kraganum

Evrópusambandið stefnir að sambandsríki Stór-Evrópu, eins og Björn Bjarnason rekur á Evrópuvaktinni. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Kraganum ræður nokkru um það hvort það verði þingmenn með fullveldið á dagskrá sem ráða framtíð Íslands eða ESB-sinnar.

Heimssýn birti samantekt á afstöðu þátttakenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi. Samantektin liggur hér fyrir:

Á móti aðild Íslands að ESB

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins

Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka

Elín Hirst, fjölmiðlafræðingur og sagnfræðingur

Friðjón R. Friðjónsson, ráðgjafi

Gunnlaugur Snær Ólafsson, upplýsingafulltrúi

Jón Gunnarsson, alþingismaður

Karen Elísabet Halldórsdóttir, varabæjarfulltrúi og skrifstofustjóri

Kjartan Örn Sigurðsson, bæjarfulltrúi

Óli Björn Kárason, ritstjóri og varaþingmaður

Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur

Sveinn Halldórsson, húsasmíðameistari

Sævar Már Gústavsson, sálfræðinemi við HR

Þorgerður María Halldórsdóttir, háskólanemi

 

Fylgjandi aðild að ESB

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingismaður

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri

Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta ætti að létta þeim svolítið valið sem vilja Íslands ekki inn í ESB.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2012 kl. 12:44

2 identicon

Á vef Heimssýnar er tengill á vef Vilborgar Hansen, og þar skýra frambjóðendurnir afstöðu sína. Sumir andstæðinga aðildar halda sýnilega þeim möguleika opnum að skipta um skoðun. Andstaða annarra er í ósamræmi við skoðun þeirra fyrir nokkrum árum, hvort sem þeir eiga eftir að skipta oftar um skoðun. Betra að athuga þetta vel, ef andstæðingar aðildar hafa hugsað sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

Sigurður (IP-tala skráð) 8.11.2012 kl. 13:03

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einmitt mín kæra,hvað erum við, sem stöndum saman gegn innlimun Íslands í Evrópuklúbbinn,að gera okkur rellu um önnur mál. Önnur mál munum við leysa í sameiningu,eftir að við höfum rekið fjandmennina af höndum okkar. Ég trúi að fargið muni leysa gömlu góðu lyndiseinkunn okkar úr álögum.

Helga Kristjánsdóttir, 8.11.2012 kl. 13:04

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sigurður náði að komast upp á milli okkar Ásthildur ,en ég vildi sagt hafa að er við losnum við fargið,getum við farið að anda.

Helga Kristjánsdóttir, 8.11.2012 kl. 13:07

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála því Helga mín.  Þetta er svo niðurdrepandi að það hálfa væri nóg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2012 kl. 13:36

6 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Þessi listi er ekki nákvæmur því sumir svara með hálfvelgju og fyrirvörum t.d.:

„Ég er ekki hlynnt inngöngu Íslands í Evrópusambandið á meðan ekki er ljóst hvert stefnir þar.““,

„Ísland á ekkert erindi í ESB í dag.“,

„Innganga er ótímabær. Hagsveiflur kæmu fram í atvinnuleysi. Íslenska hagkerfið þarf að verða áhættudreift orkuhagkerfi áður.“

Hreinn Sigurðsson, 8.11.2012 kl. 17:06

7 identicon

Þetta ætti samt í rauninni ekki að skipta neinu máli þar sem þingið á ekki eftir að kjósa um ESB. Það er þjóðarinnar að kjósa um aðild og Alþingi að hlúta því.

Guðrún Ófeigsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2012 kl. 20:57

8 identicon

Hvað þarf til svo hörðustu Sjálfstæðismenn snúist hugur og vilji ólmir komast inn í ESB?

Lykilinn að svo geti orðið að Sjálfstæðisflokkurinn vilji inngöngu í sambandið að mínu mati er að ESB samþykki á endanum eftir aðilögunarviðræðurnar í Brussel að íslenska kvótakerfið verði sett á innan ESB lögsögunar  sem yrði svæðisskipt.

Þá gætu evrópskir útgerðarmenn með þá íslensku innanborðs höndlað með fiskikvótann sín á milli innan og á milli svæða innan lögsögu ESB ríkjanna og allir sem einn byrjað að fá peninga fyrir fisk sem á eftir að fiska mikla peninga ja sem dæmi 10 millijónir íslenskar greitt í evrum fyrir þorsk tonnið eða svo ef framselt er varanlega.

Ef þetta gengi nú allt eftir væri sniðugt til að ýta undir þjóðarstolt okkar íslendinga svona í lok lýðveldistímans að ESB gerði Halldór Ásgrímsson að fyrsta sjávarútvegsstjóra ESB eftir þessa miklu breytingu á sjávarútvegsmálum innan Evrópusambandsins.

Baldvin Nielsen kvótabani

B.N. (IP-tala skráð) 8.11.2012 kl. 21:45

9 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það er rétt hjá Guðrúnu Ófeigsdóttur að það er þjóðarinnar að kjósa um aðild eða hafna henni, hvar og hvenær sem að það verður gert.

Hinns vegar búum við eins og flestar eða allar lýðræðis þjóðir heims við það að þjóðin kýs þingið og þannig höfum við þingbundið lýðræði, með kostum þess og göllum.

Það var til dæmis naumur meirihluti þessa þings sem kjörið var í síðustu alþingis kosningum sem samþykkti naumlega að senda þessa umdeildu umsókn um ESB aðild inn.

Sami meirihluti felldi það líka naumlega að leyfa það að þjóðin skildi fyrst spurð um það í almennri þjóðaratkvæðagreiðslu hvort haldið yrði í þessa umdeildu og kostnaðarsömu vegferð að sækja skildi um ESB aðild þjóðarinnar eða ekki. Að sögn þeirra sem harðast sóttu það að ESB umsókn skildi send inn, sögðu að það tæki aðeins 1,5 til 2 ár þangað til samningur myndi liggja fyrir og þjóðin fengi þá að kjósa um aðild eða gegn aðild.

Slíkt reyndist tálsýn ein, tálbeita eða lygi eftir því hvernig á það er litið og eftir atvikum.

Því skiptir verulegu máli hvernig þing við kjósum því að næsta þing og meira að segja þetta þing getur ákveðið að þegar í stað skuli kosið um hvort að þjóðin vilji halda þessum samningaviðræðum áfram eða ekki, án þess að nokkur svokallaður samningur liggi á borðinu við ESB.

Eða meirihluti þingsins getur hreinlega slitið þessum samningaviðræðum tafarlaust, án þess þjóðin verði sérstaklega spurð, alveg á sama hátt og þær voru hafnar án þess að þjóðin væri spurð eins eða neins.

Slík fyrirvaralaus ákvörðun án þess að þjóðin væri spurð neitt frekar væri samt að mínu mati nokkuð freklegt ofbeldi þingsins gagnvart þjóðinni.

Alveg á sama hátt og það var ofbeldi þingsins gagnvart þjóðinni að þessar ESB aðildarviðræður voru hafnar með naumum meirhluta þingsins án þess að þjóðin væri spurð eins eða neins og meira að segja var því sérstaklega hafnað að leyfa þjóðinni að hafa fyrirfram aðkomu að þessu stóra og umdeilda máli !

Gunnlaugur I., 8.11.2012 kl. 21:58

10 identicon

Guðrún, ég held þestta sé öðru vísi en þú segir: 1) Þingið þarf að taka ákvörðun, ef umsókn að ESB verður dregin til baka. 2) Væntanlega yrði þingið einnig að taka ákvörðun um, hvort "samningur" sé nógu góður til að leggja hann yfirleitt í þjóðaratkvæðagreiðslu frekar en pappírskörfuna. 3) Þingið felldi beinlínis tillögu um, að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði bindandi fyrir það, svo að þeim möguleika var af núverandi stjórnarflokkum og fylgifiskum þeirra haldið opnum að hafa vilja þjóðarinnar að engu. 4) Laga- og stjórnarskrárbreytingar er ekki hægt að gera án atbeina þingsins.

Sigurður (IP-tala skráð) 8.11.2012 kl. 22:03

11 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Sæll Páll,

Ég er ekki alveg sammála þessu mati þínu. Mitt mat má sjá á vefsíðu minni.

Jón Baldur Lorange, 8.11.2012 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband