Tveir flokkar í VG - sökkva þeir saman?

Ögmundur Jónasson birtir neyðarkall á heimasíðu vegna stöðu VG og segir flokkinn verða að ganga í endurnýjun lífdaga. Tilefni neyðarópsins er brotthvarf Guðfríðar Lilju. Ögmundur gagnrýnir flokksfélaga sinn Björn Val Gíslason fyrir persónuníð. Björn Valur er handgenginn formanninum.

Gagnrýni Ögmundar minnir á að það eru tveir flokkar í VG. Flokkur formannsins og helstu skjólstæðinga hans s.s. Árni Þór, Svandís og Katrín og Björn Valur og svo eru það ,,villikettirnir";  Ögmundur, Jón Bjarna, Guðfríður Lilja - og áður Atli Gísla og Lilja Móses og Ásmundur Einar.

Svik VG í stærsta máli seinni tíma stjórnmálasögu, afstöðunni til Evrópusambandsins, skrifast alfarið á Steingrím J. og þann hluta flokksins sem fylgir honum. Vegna 16. júlí-svikanna mun VG bíða afhroð í næstu þingkosningum.

Spurningin er aðeins hvort báðir flokkarnir innan VG sökkvi saman. Ef það gerist fær orðtakið ,,sælt er sameiginlegt skipbrot" nýja merkingu.


mbl.is Kannast ekki við klofningsflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku góða ALVÖRU vinstrifólk á Íslandi. EKKI láta mig neyðast til að sitja heima á kjördag! Stofnið ALVÖRU vinstriflokk!!! Þá fyrst væri von að ráða niðurlögum úreltra og afdankaðra hægriaflanna hér fyrir fullt af allt. Hægrimennska er tímaskekkja. Almenningur út um allan heim er að átta sig á því. Peningatilbeiðsla leiðir til ójöfnuðar, stríða og forheimskunnar.

Vinstri (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 08:14

2 identicon

Það er nú fyndið að þú skrifar ESB umsóknina alfarið á Steingrím þegar það var Ögmundur sem talaði fyrir þessari leið á landsfundi. Umsóknaraðferðin og málamiðlunin við Samfylkinguna er hans afkvæmi. En staðreyndir henta ekki málflutningi þínum.

Óli Gneisti Sóleyjarson (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 08:49

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Óli Gneisti, ég sagði að ESB-umsóknin skrifast alfarið á Steingrím J. og félaga en mér er vel kunnugt að Ögmundur hafi með vini sínum Össuri hannað þessa leið, að sækja um en vera á móti aðild. Ögmundur greiddi atkvæði með tillögu Össurar 16. júlí 2009. Á hinn bóginn hefur Ögmundur haft uppi tilburði að bæta fyrir svikin. Steingrímur J. virðist njóta þeirra.

Páll Vilhjálmsson, 5.11.2012 kl. 09:10

4 identicon

Grein Ögmundar er sprenghlægileg.

Kannski frekar tragíkómísk.

Hann virðist halda að hann geti endalaust blekkt almenning.

Karl (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 09:15

5 identicon

Að bera skikkju á öxlum báðum mun eigi skila Ömma lengra en komið er. Sama gildir fyrir Jón..........

GB (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 09:20

6 identicon

Ögmundur mótaði þessa leið vitandi það að aðild yrði aldrei samþykkt. Ég hef aldrei heyrt hann bakka enda er þessi leið frábær fyrir ESB andstæðinga.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 12:22

7 identicon

Það skemmtilegasta við Ögmund er djúpa alvaran og sannfæringin um eigið mikilvægi, ábyrgð og mikilfengileika.

Tröllfyndinn maður.

Karl (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 17:32

8 Smámynd: Elle_

VG mun líka tapa miklu vegna ICESAVE.  Það gleymist of oft að nefna það með, Páll.  Það var gríðarlega stórt nauðungarmál og næstum allir ´villikettir´ Jóhönnu voru lamdir sundur og saman eins og harðfiskur þar til þeir gáfu upp viljann í málinu.  Það verður geymt en ekki gleymt. 

Og Guðfríður var ein af þeim.  Hættið að lyfta henni upp á stall.  Hún var ekkert skárri en allir hinir sem þóttust vera á móti.  Og opinberlega sögðu svo JÁ fyrir Brusselumsókn Jóhönnu og Steingríms og meðhjálpara.

Elle_, 5.11.2012 kl. 18:37

9 Smámynd: Sólbjörg

Ekki stofna fleiri alvöru vinstri flokka, við erum með VG sem er alvöru vinstri og tilbiðja peninga ríkiskassans. Þeir sem ekki voru alvöru vinstri menn í VG er búið að hrekja úr flokknum. Það fólk tilheyrir frekar flokki mannúðar og hugsjónafólks réttlætis. þurfa samt að finna góðan makkera sem kunna á fjárfestingar atvinnulífsins.

Sólbjörg, 5.11.2012 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband