Vantrú skilur ekki akademískt frelsi

Félagsskapurinn Vantrú lítur svo á að félagasamtök sem eru til umfjöllunar í kennslu við Háskóla Íslands eigi rétt til afskipta af kennslunni. Fólk sem ekki lætur ofstæki blinda sig sér í hendi sér að það væri algerlega út í bláinn að stjórnmálaflokkar skiptu sér af kennslu í stjórnmálafræði eða Vítisenglar af fyrirlestri í afbrotafræði.

Ef línan sem Vantrú keyrir yrði almenn væri engin kennsla heldur ítroðsla félagasamtaka á boðstólum og þá mætti allt eins leggja niður Háskólann. Vantrú lærir ekkert af misheppnaða upphlaupinu gegn Bjarna Randveri Sigurvinssyni. Á bloggi Vantrúar segir

Akademískt frelsi kennara við Háskóla Íslands er frelsi án ábyrgðar. Siðareglurnar, sem í orði kveðnu tryggja fólki og félögum sem tekin eru fyrir í kennslu rétt til sanngjarnrar umfjöllunar, eru því miður eingöngu upp á punt.

Í lýðfrjálsu landi er heimilt að gefa sig blindu ofstæki á vald og það nýta félagar í Vantrú sér óspart. En til að þjóð búi við mannréttindi og frjálsa umræðu þurfa nokkrir hornsteinar að standa traustir. Einn þeirra er akademískt frelsi í kennslu.

 


mbl.is „Stórsigur minn og Háskóla Íslands“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki veit ég á hverju þú byggir fullyrðinguna að meðlimir Vantrúar gefi sig blindu ofstæki á vald, enda fullyrðingin fráleit.

Hitt er að þessu akademíska frelsi fylgir gjarnan - að minnsta kosti í alvöru háskólum - sú ábyrgð að fara rétt með staðreyndir. Háskólinn býður þeim sem telja ekki rétt farið með upp á að leggja erindi til Siðanefndar, og taka sérstaklega fram að viðkomandi skuli ekki gjalda þess að senda inn erindi.

Lætin sem hafa fylgt þessu máli eru ótrúleg.

En.. svo ég spyrji nú eins og bjáni, eru engin takmörk fyrir þessu akademíska frelsi? Má kennari fara rangt með tilvísanir og breyta merkingu þeirra? Væri í lagi að kennari fullyrti að hvíti kynstofninn sé betri en aðrir? Mætti kennari segja að konur séu heimskari en karlar? Flokkast þessi dæmi undir "akademiskt frelsi"? Og mættu þeir sem gera athugasemdir við þannig kennsluhætti eiga vona á svona tali eins og "blint ofstæki"?

Ég hef verið meðlimur í Vantrú í mörg ár og hef aldrei orðið var við ofstæki.

Það kom óneitanlega illa við mig þegar ég sá dæmi um kennsluefni í HÍ þar sem fullyrt er að ég sé haldinn kynþáttafordómum. Er ég að takmarka "akdademískt frelsi" kennarans þegar ég bið um að þetta verði leiðrétt??

Valgarður Guðjónsson (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 17:41

2 identicon

Ég legg til, að siðanefndin geri það að undantekningarlausri reglu að birta úrskurði sína á opnu vefsvæði, því að Háskóli Íslands er opinber stofnun og úrskurðirnir hljóta að hafa fordæmisgildi innan hans. Fólk þarf þá síður að styðjast við misjafnlega hlutlæga útleggingu málsaðila, ef það vill kynna sér málsatvik. Vingjarnleg kveðja.

Sigurður (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 18:11

3 identicon

Hvenær skiptir maður sér af kennslunni og hvenær ekki? Flokkast kostun stöðu undir afskipti?

http://www.visir.is/logos-kostar-stodu-lektors-i-hi/article/2007102210090

Það er til háborinnar skammar að fólk þurfi að halda uppi þessu hlægilega batteríi sem háskólinn er.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 18:36

4 identicon

Valgarður: Menn eins og Arthur Jensen, J. Philippe Rushton og Richard Lynn hafa haldið fram kenningum um mismunandi meðalgreind kynþátta án þess að missa prófessorstöður sínar við virta háskóla.

Hvernig ætti að vera hægt að komast að traustum niðurstöðum um mögulega eiginleika kynþátta ef aðeins mætti halda einu sjónarmiði fram?

Annars mátt þú sjálfur leiðrétta og gagnrýna Bjarna eins og þér sýnist. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 18:41

5 Smámynd: kallpungur

Sammála Páli. Til að alvöru umræður geti átt sér stað verða allar skoðanir að þola gagnrýni, réttlátar sem ranglátar, sannar eður ei. Menn hrekja ekki gagnrýni eða umfjöllun með hlaupa grátandi til yfirvalds til að fá þaggað niður í þeim.

kallpungur, 7.10.2012 kl. 19:43

6 identicon

"...þessu akademíska frelsi fylgir gjarnan - að minnsta kosti í alvöru háskólum - sú ábyrgð að fara rétt með staðreyndir."

segir Valgarður.

Þetta er vandi Vantrúarmanna í hnotskurn.

Þeir halda að Háskóli sé staðreyndadæla.

nonni (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 20:12

7 identicon

Hans, ekki þekki ég þá sem þú nefnir né hversu virtir þessir háskólar eru - og læt vera að "gúgla" - en væri það afskipti af akademísku frelsi að gera athugasemdir við svona fullyrðingar? Þú spyrð hvernig ætti að komast að niðurstöðum ef aðeins má halda fram einu sjónarmiði. Það er rétt svo langt sem það nær. En það á að gera kröfu um að sjónarmið séu rökstudd og það á að vera í lagi að gagnrýna kennsluefni.

Staðreyndadæla segir þú Nonni.. já, þetta er skelfileg fötlun hjá okkur að horfa á staðreyndir og biðja um að órökstuddar fullyrðingar og rakalaus þvættingur sé leiðréttur.

Segið mér, til hvers er siðanefnd og siðareglur ef það er liggur við að það sé glæpur að senda erindi?

Valgarður Guðjónsson (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 21:07

8 identicon

Valgarður: Ég tek af þér ómakið við að gúgla.  Jensen - Berkley, Rushton - Uni. of Western Ontario, Lynn - Uni. of Ulster.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 21:52

9 identicon

"Berkeley", átti það að vera

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 21:53

10 identicon

Uh, er háskólinn ekki staðreyndardæla? Er það ekki tilgangurinn með skólanum að koma með staðreyndir, láta reyna á þær með upplýstri umræðu og sannreyna þessar staðreyndir?

heldnað nonni mundi ekki vilja fá lækninútskrifaðan úr skóla semmkennirmlæknum bara hvað sem er en ekkinstaðreyndir... Svona sem dæmi... 

Hallur (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 22:06

11 identicon

Mig langar að skora á Bjarna Randver að birta opinberlega alla úrskurði siðanefndar í málum Vantrúar. Hafi trúnaðar verið krafizt af honum, mætti leita eftir við nefndina, rektor eða ráðherra að fá honum aflétt.

Sigurður (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 22:48

12 identicon

Að lesa þessa dellu Valgarðs.

Að líkja saman kynþáttahatri, og kvenhatri, við hófsama gagnrýni á ofstækihóp, er í besta falli staðfesting á hvað þessar "skoðanir" eru í raun "blind trú". 

Sýnir soldið hvaða "taktík" þessir aðilar nota. Reyna að spyrða saman ólíkum áherslum í málum, og búa til einhverja meðaumkun með sýnum "sjónarmiðum". Svo dæmigert fyrir þetta batterí.  

Þarna eru aðilar sem bókstaflega hafa það að markmiði í lífinu að lifaí ofstæki, og breiða út fáfræði, en þegar hófleg gagnrýni er höfð uppi um þá, þá dugir ekkert minna en kæra, og ófrægingarherferð(enda sérfræðingar í þeim málum.). 

  Síðan halda þeir að sjálfsögðu áfram, og telja sig þvílíkt að sér vegið.....hreinlega magnað, og að þessir aðilar reynir að spyrða sig saman við fræði og vísindi, er stórfurðulegt. 

Haraldur Sig. (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 23:12

13 Smámynd: Valur Arnarson

Hér fara menn um víðan völl og alltaf gaman af því

Það er þó betra að bera ekki saman epli og apelsínur eins og Hallur gerir hér í síðustu athugasemd. Læknisfræði og Guðfræði eru ekki sambærilegar greinar. Guðfræði fjallar um opinber sannindi meðan læknisfræði fjallar um uppgötvuð. Hér er því ekki um staðreyndir að ræða, í hvorugu tilfellinu. Engan endanlegan sannleika. Það er ávallt slæmt þegar fólk telur sig hafa höndlað sannleikann.

Núna þekki ég þetta mál á milli Bjarna og Vantrúar ekki nægilega vel til þess að ég geti verið þess umkominn að setjast í einhverskonar dómarasæti, ég læt það því vera. Mér skilst að Bjarni hafi verið kærður fyrir glærur sem hann birti í tíma hjá sér. Valgarður segir hér að í þessum umræddu glærum þá hafi verið fullyrt að hann sé haldin kynþáttarfordómum. Ef það er rétt þá er það ekki bara slæmt, heldur grafalvarlegt. Þar sem ég hef ekki séð glærurnar, þá get ég ekki dæmt um viðkomandi atriði. Hins vegar er niðurstaða þessarar nýjustu siðanefndar skýr:

Ekki er hægt að dæma manninn brotlegan bara útfrá glærunum einum, heldur þarf að skoða þær í samhengi við þá umfjöllun sem fór fram í viðkomandi tíma.

Þetta eru alveg góð og gild rök.

Nú hef ég aðeins rökrætt við einhverja meðlimi Vantrúar. Flestir þeirra eru kurteisir og prýðispiltar. Mér finnst þó stundum það vera þannig að þegar maður segir eitthvað að þá þurfi maður að alltaf að rökstyðja það með dæmi, þegar maður gerir það svo að þá er dæmið ekki í réttu samhengi. Þetta er auðvitað fáránlegt. Setjum sem svo að ég ætlaði að fullyrða það að meðlimir Vantrúar séu stundum dónalegir. Ég er beðin um dæmi. Ég tek dæmi af spjallvef Vantrúar þar sem Birgir Baldursson segir að sonur Gunnars í krossinum sé fáviti. En það er ekki nóg, ég þarf að segja alla forsögu málsins, greina það hvort Birgir hafi verið að grínast eða ekki. Þetta nær náttúrulega ekki nokkurri átt. Í þessu umhverfi er Vantrú og meðlimir hennar náttúrulega gallalausir og hafnir yfir alla gagnrýni. Ekki væri hægt að finna neitt slæmt um meðlimi Vantrúar, vegna þess að samhengið væri - þegar allt kemur til alls - alltaf þeim í hag.

Annað sem mér finnst vera athugavert við málflutning Vantrúarmeðlima og það er gildishlaðin orðanotkun. Sem dæmi um þetta má nefna að stundum þegar fólk skilur t.d. lög félagsins á annan hátt en félagsmenn að þá er talað um að það ljúgi og sé óheiðarlegt. Því er mikið um lygara og óheiðarlegt fólk alls staðar annars staðar en - náttúrulega - í Vantrú.

Áður en maður gagnrýnir, er samt ávallt betra að líta í eigin barm og það langar mig til að gera hér. Hvernig myndi ég bregðast við ef trúfélag sem ég væri í forsvari fyrir fengi umfjöllun í Guðfræðikennslu sem ég teldi vera ósanngjarna?

Þetta er alveg umhugsunarvert. Í fyrsta lagi, hefði ég forsendur til þess að vera ósáttur bara útfrá glærum sem mér hefði áskotnast? Þyrfti ég ekki að skoða þær í samhengi við kennsluna sjálfa? Væri rétt að hlaupa uppá nef sér með kærur hingað og þangað áður en maður reynir að fá það fram hver meiningin á bak við glærurnar sé í raun og veru? Hver er það sem veit það, annar en sá sem gerir glærurunar? Væri ekki rökrétt að fyrsta skrefið væri að reyna að ná tali af Bjarna Randveri? Væri það svo hættulegt?

Nú veit ég ekki hvort meðlimir Vantrúar hafi reynt að koma að máli við Bjarna Randver áður en þessi kæruleið var valinn. Kannski hafa þeir metið það sem svo að Bjarni Randver væri óheiðarlegur lygari vegna þess að hann hefði ekki sama skilning og þeir á Vantrú og hvað Vantrú stæði fyrir. Hver veit, mér finnst það a.m.k. ekki ólíklegt.

Valur Arnarson, 7.10.2012 kl. 23:24

14 identicon

Ég hugsa að ég yrði frekar "pissed" sjálfur ef ég sæi á einhverjum glærum sem eru kenndar uppi í HÍ eða hvar sem er að ég eða einhver nákominn mér væri kynþáttahatari eða eitthvað slíkt.  Það getur varla talist eðlilegt akademískt frelsi.  Annars er ég kominn með meira en ógeð af þessari umræðu allri.  Getur fólk ekki bara reynt að ná sátt og hætta að drulla yfir allt of alla í bloggheimum?  Þetta er alveg ótrúlegt!

Skúli (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 01:36

15 Smámynd: Reputo

Páll Vilhjálmsson verður sér til skammar með þessari færslu. Hann boðar akademískt frelsi án ábyrgðar og gagnríni. Taumurinn er gefinn laus og engin leið að taka í hann aftur. Í raun ertu, Páll, að leggja til að siðanefndin verði lögð niður og að utanað komandi athugasemdir, aðfinnslur, og leiðréttingar verði beinlínis bannaðar af því að það þarf að tryggja algjört og ótakmarkað akademískt frelsi. En frelsi kemur með ábyrgð og það er eitthvað sem þú virðist vilja afnema.

Reyndar held ég að staðan sé ekki sú. Þú hinsvegar skipaðir þér í lið með guðfræðideildinni frá upphaf, og það skiptir þig engu máli hvað hefði komið fram, þú hefðir alltaf tekið upp hanskann fyrir þá. Þú segist vera blaðamaður, óháður viðskiptablokkum og væntanlega stoltur af því, en þú ert greinilega ekki óháður og hlutlaus þegar kemur að trúmálum, guðfræðideildinni eða ofstækis- og öfgasamtökunum ríkiskirkjunni og ber þar sterkann keim af. Ég held að þú ættir að fara varlega í að kalla aðra ofstækisfulla þegar þú tilheyrir sjálfur þessu hópi.

Reputo, 8.10.2012 kl. 01:38

16 identicon

Viðhorf Vantrúar til ríkisháskólans má kenna við vantrú, von og kærleika. Ofurtrú þeirra á staðreyndum er barnslega falleg. Þeir gera aldrei ráð fyrir illum og góðum hvötum.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 09:13

17 identicon

(Haraldur:) Ég var að benda á með samlíkingunni að þessu akademíska frelsi fylgir ábyrgð að fara ekki rangt með.

(Valur:) Ég hef enga skynsamlega skýringu séð á því hvað kom fram í tímum sem réttlætti textann á þessum glærum. Ef þær voru í raun ekki í takt við það sem fram kom í tímum, þá hefði verið hægt að loka málinu strax með því að leiðrétta glærurnar til samræmis.

Það má deila um hvort það var rétt að senda siðanefnd erindi, en þessi atriði voru það mörg, og sum komu mjög illa við okkur, að okkur þótti rétt að fá álit siðanefndar. Enda er hún til þess ætluð.

Það er fráleitt að okkur hafi verið í nöp við viðkomandi einstakling, ég hefði aldrei tekið þátt í einhverjum aðgerðum á þeim nótum. En hefði ég haft grun um þau læti sem þetta kostaði hefði ég mælt með að sleppa þessu.

En eitt er líka umhugsunarvert. Er það ekki eðlilegt að fólk sem telur farið rangt með, langt út fyrir eðlileg mörk akademísk frelsis, skuli ekki geta leitað til siðanefndar?

(Elín:) já, þetta er auðvitað skelfilega barnalegt að vilja ekki sitja þegjandi undir rangfærslum.

Valgarður Guðjónsson (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 11:55

18 identicon

Hvaða hvatir liggja að baki þegar lögfræðistofa ákveður að kosta stöðu lektors?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 12:33

19 Smámynd: Valur Arnarson

Sæll Valgarður,

Ég þakka gott svar. Ég tek ofan af mér hattinn fyrir þér fyrir að vilja horfast í augu við það að hugsanlega hafi verið farið of geist í þessu máli. Það þarf hugrekki til að viðurkenna slíkt og ert þú maður með meiru fyrir vikið.

Ég var að fylgjast með rökræðum milli Birgis Baldurssonar og Carlosar. Þær rökræður gáfu mér örlítið meiri skilning á þessu máli sem er mjög viðkvæmt. Það eru alveg gild og góð rök á báða bóga. Auðvitað eru það stór orð hjá Bjarna Randveri að segja að málflutningur Vantrúar sé vatn á myllu haturshreyfinga - orðum hllýtur alltaf að fylgja ábyrgð. Mér finnst þetta persónulega vera of stóryrt, hefði orðað þetta öðruvísi og á ábyrgari hátt.

Nú held ég að engin haldi því fram að Vantrú sé haturshreyfing, Bjarni Randver hefur - eins og ég skil málið - ekki haldið því fram. Hins vegar virðist hann vilja meina að málflutningur Vantrúar geti haft áhrif á slíkar hreyfingar - ef þær eru þá til yfir höfuð (sem ég leyfi mér að efast um). Þetta eru alveg gildar vangaveltur hjá Bjarna Randveri. Mig langar til þess að nefna dæmi, máli mínu til stuðnings. Bæði Hjalti Rúnar Ómarsson og Sindri Guðjónsson hafa fjallað um eitthvað sem hefur verið kallað "vöndur agans". Þar er tekið mjög öfgafullt dæmi úr sjúku Bandarísku samfélagi þar sem foreldrar börðu barnið sitt til bana. Þetta er auðvitað mjög sorglegt mál og gefur okkur hinum ástæðu til þess að varast allar öfgar þegar að trúmálum kemur. Þetta dæmi á hins vegar ekkert skylt við íslenskan raunveruleika - ég þori að leyfa mér að fullyrða það. Því eru skrif þessara ágætu manna ekki boðleg í umræðunni, að mínu mati. Skrif sem þessi væru einmitt til þess fallinn að vera vatn á myllu haturshreyfinga - ef þær væru þá til.

Nú er ég ekki að segja að þeir Hjalti Rúnar og Sindri hafi ætlað sér að kynda undir hatur með skrifum sínum - en það má gagnrýna þau og ég tel að sú gagnrýni eigi rétt á sér. Við þurfum líka að horfa til þess (við öll) að ekkert félag er betra heldur en versti meðlimur þess, ef félagði var fullkomið áður, þá varð það ófullkomið við inngöngu mína. Þetta á við um öll félög, trúfélög og lífsskoðunarfélög eru þar ekki undanskilin. Því verður félag ávallt dæmt útfrá versta meðlimi þess, við getum ekki breytt því.

Ég skil vel, Valgarður, að þér hafi sárnað þessi framsetning Bjarna Randvers en þú þarft líka að horfa til þess að nokkrir af þínum félögum hafa hagað sér með þeim hætti að framkoman kallar á gagnrýni - jafnvel þó svo að framkoman sé ekki dæmigerð fyrir þig.

Með góðum kveðjum,

Valur Arnarson, 8.10.2012 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband