Frelsið og hrunið

Frelsið, í merkingunni atvinnufrelsi, er ein meginorsök hrunsins, rétt eins og ófrelsið, í merkingunni mannréttindi, var meginlöstur sósíalismans í Austur-Evrópu.

Ályktanir af reynslunni af atvinnufrelsi og hruni geta verið margvíslegar.

Þó tæpast þessi: við þurfum að endurtaka leikinn og gefa auðmönnum lausan tauminn til að kafsigla okkur á ný.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frelsi hverra ertu að tal um Páll?

Frelsi, í merkingunni atvinnufrelsi var EKKI ein meginorsök hrunsins.

Gjörspillt og vanhæft  Yfir-ríkis-valdið og Yfir-frelsi sérvalinna stórfyrirtækja og banka-glæpamanna, sem hefur það að markmiði að eyða millistéttinni og gera þá að þrælum ... það Yfir-frelsi sérvalinna var orsök hrunsins og mun valda öðru hruni, miklu alvarlegra og svakalegra en það sem við ræðum nú um sem hrunið.  Það mun orsaka blóðugar borgarastyrjaldir víða um heiminn. 

En Íslendingar taka strútinn á þetta ... ennþá.  Uppgjörið er þó óhjákvæmilegt, til raunverulegs frelsis, jafnréttis og bræðra-og systralags okkar.  Við lifum sögulega mjög merkilega, en jafnframt ógnvekjandi tíma.

Erum við mýs eða menn?  Ef við þorum ekki að vera frjáls, þá erum við þrælar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 12:33

2 identicon

"Atvinnufrelsi", sem Páli er uppsigað við, hefur frá 1874 verið stjórnarskrárvarið á Íslandi, þótt ákvæðið sé talið bitlítið og hafi til dæmis ekki komið í veg fyrir bann við bruggi og minkaeldi. En hafi nú Páll átt við efnahagslegt frelsi, sem svo er kallað, er klassíska skilgreiningin á því þessi, ef ég má sletta ensku: Individuals have economic freedom when property they acquire without the use of force, fraud, or theft is protected from physical invasions by others and they are free to use, exchange, or give their property as long as their actions do not violate the identical rights of others. Páli karlinum finnst víst óþarft að hugsa svo langt, hvort afskipti ríkisins af peningamálum, bankamálum og ótal mörgu öðru (þar á meðal með lögleiðingu ESB-reglna) hafi nokkuð með hrun að gera. Og dæmi nú Páll sjálfur, hvort heimsmynd hans er of einföld eða einfeldningsleg.

Sigurður (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 13:13

3 identicon

Skal segja það einu sinni enn, með hliðsjón af góðri athugasemd Sigurðar:

Það ber að slíta

og vinda ofan af frjálsu flæði rafræns takkasláttar fjár og vinnuafls skv. EES/ESB aðlöguninni, sem stefnir beinustu leið í átt að fasisma.

Það ættir þú að vita Páll.

Það er nú þegar búið að aðlaga okkur inn í fordyri helvítis.

Allir þeir sem reyna að halda einyrkja- og smáfyrirtækjum lifandi

vita að að reglugerðarbáknið hér á landi er nú þegar orðið kyrkjandi,

enda er það meginmarmið Brusselvaldsins

-fh. auðhringja og ofur-banka og leppa þeirra hér á landi-

að drepa niður alla millistétt og gera meginþorra fólks að þrælum.

Það er algjört lylkilatriði að almenningur geri sér grein fyrir þessu.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 15:02

4 identicon

Sæll.

Hér er stendur ekki steinn yfir steini hjá Páli eins og vanalega þegar hann fer að tjá sig um efnahagsmál. Pólitískar greiningar hans eru hins vegar mjög góðar.

Páll, hefur þú aldrei hugleitt hvaðan peningarnir komu sem bjuggu til þessa bólu hérlendis? Já, um 5% komu frá lífeyrissjóðunum. Já, u.þ.b. restin kom frá erlendum bönkum. En hvaðan fengu erlendu bankarnir sitt fé? Nei, ekki frá sparifjáreigendum því vextir hafa verið svo lágir.

Hvaðan komu peningarnir allir sem allt í einu var hægt að lána um alla koppa og grundir bæði hér og erlendis? Uxu þeir allt í einu á trjám?

Af hverju spyr sig enginn að því hvaðan peningarnir komu og af hverju var hægt að lána svona mikið hér og erlendis?

Helgi (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband