Árni Þór tekur ráðherravaldið af Ögmundi

Í frétt RÚV segir Árni Þór Sigurðsson þingmaður að ekkert sé að marka fyrirvara Ögmundar á ríkisstjórnarfundi þegar samningsafstaða Íslands gangvart Evrópusambandinu í peningamálum var kynnt.

Áður hefur ráðherra til margra ára, Þorsteinn Pálsson, sagt að ef ríkisstjórnin standi ekki heil að samningsafstöðunni í jafnveigamiklum máli og peningamálin eru þá séu sjálfhættar aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Ögmundur útskýrði á heimasíðu sinni í hverju fyrirvararnir voru fólgnir.

Þrennt var nefnt  sérstaklega:
1) Fyrirvarar voru gerðir við afnám gjaldeyrishafta.
2) Fyrirvarar voru gerðir við yfirlýsingar um að Íslendingar vildu að við hugsanlega aðild yrði þegar í stað gengið inn í ERM II gjaldeyrissamstarfið.
3) Fyrirvari var gerður við hvers kyns yfirlýsingar um að Íslendingar tækju upp evru.
Á ríkisstjórnarfundi 21. ágúst, í kjölfar svikabrigsla-skrifa Þorsteins Pálssonar, sá ég ástæðu til að ítreka þá fyrirvara sem nefndir voru  sérstaklega á ríkisstjórnarfundinum 13. júlí, enda ástæðulaust   að sitja undir því að vera kallaður lygari.

Nú kemur Árni Þór Sigurðsson og segir Ögmund ómarktækan ráðherra: fyrirvarar hans séu að engu hafandi. 

 


mbl.is Fyrirvararnir voru skýrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hvernig skyldi Ögmundur svo svara Árna Þór við orðum þessum...

Árni Þór er að setja sig á ansi hálan ís með orðum þessum verð ég bara að segja...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.9.2012 kl. 22:26

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvernig gerist það? Að fyrirvarnir séu að engu hafandi. Mikið er ég áfjáð í að vita það. Ég ætla nú ekki að geta mér til um það,en vona að einhver sem veit hvernig þeir eru í 1.lagi staðfestir,síðan,ef svo er hvernig urðu þeir að engu.?

Helga Kristjánsdóttir, 3.9.2012 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband