Afsögn Þorsteins Páls yfirvofandi

Þorsteinn Pálsson trúnaðarmaður Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra í samninganefnd Íslands gagnvart Evrópusambandinu hlýtur að segja af sér þegar sannast að nefndin hans er umboðslaus.

Skilgreining á umboðsleysinu kemur frá Þorsteini sjálfum og felst í fyrirvörum sem ráðherrar VG gera á samningsafstöðu Íslands í kafla um peninamál. Orðrétt segir Þorsteinn

Samkvæmt þingræðisreglunni þarf stefna Íslands að njóta meirihlutastuðnings á Alþingi. Utanríkisráðherra getur því ekki rætt samningsafstöðuna um upptöku evru við ríki Evrópusambandsins nema ríkisstjórnarflokkarnir hafi verið efnislega sammála henni við ríkisstjórnarborðið og hana megi kynna sem stefnu Íslands án fyrirvara um kjarnaatriði hennar.

Fyrir liggur að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafi á ríkisstjórnarfundi bókað fyrirvara. Af þessu leiðir er ESB-umsóknin umboðslaus sem og samninganefndin sem Þorsteinn situr í.

Þorsteinn hlýtur að draga rökrétta niðurstöðu af málinu og segja af sér störfum í samninganefnd utanríkisráðherra. 


mbl.is Fulltrúar í nefndinni ekki nógu upplýstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Eins og samfylkingar-samninganefndin (og 1/2s VG og nokkurra alþingismanna úr öðrum flokkum) var líka alltaf umboðslaus fyrir að samþykkja breytingu á embættum og stofnunum fyrir þetta erlenda veldi.  Össur gerir bara og segir það sem honum þóknast í embætti, bæði innanlands og utan, segir ósatt og felur skjöl og skýrslur.  Hann á víst embættið og Utanríkisráðuneytið, persónulega. 

Verðum við ekki að fara að gera þetta fólk ábyrgt fyrir landsdómi eða sakadómi?

Elle_, 2.9.2012 kl. 12:44

2 identicon

Þorsteinn Pálsson átti aldrei neitt erindi í samninganefndina. Því mundi ég fagna því ef hann skyldi "draga rökrétta niðurstöu", og segði sig úr henni.

Sjallabjálfunum er ekki treystandi. Afglapinn Dabbi hringir og þeir fara að skjálfa að hræðslu.

Allt samstarf við þá er vonlaust, því þeir vilja ráða. Þeir skilja ekki orðið samvinna eða team-vinna. Hafa aldrei skilið það.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.9.2012 kl. 13:19

3 Smámynd: Elle_

Hvað kemur Brussel-málið Davíð Oddssyni eiginlega við??  Maðurinn er andstæður þessu rugli ykkar. 

Við eigum að stoppa þetta ólýðræðislega ferli.  Þar sem Utanríkisráðuneyti landsins, í persónulegri notkun Össurar fyrir einkamál hans, er misnotað með peningum frá Brussel, embætti og stofnanir fá skipanir um að laga sig að erlendu veldi.    Það er ekki um það að ræða að ljúka neinu og kjósa svo eins og Brusselfarar halda sífellt fram og sumir í sakleysi halda.  Það verður of seint.

Við ættum að fá að vita hvaðan nákvæmlega skipanirnar koma, frá hvaða fólki.  Það fólk hefur ekki leyfi alþingis og þjóðarinnar fyrir þessu og það verður að fara að gera þetta fólk ábyrgt fyrir misbeitingu valds.  Valdníðslu gegn 70% þjóðarinnar sem vill þetta ekki.

Elle_, 2.9.2012 kl. 14:22

4 identicon

Sammála Elle.

Sigurður (IP-tala skráð) 2.9.2012 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband